Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 61

Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 61 FRÉTTIR ÞÓRARINN Eyfjörð, fyrir hönd Fræðslu- setursins Starfsmenntar, og Bjartmar Kristinsson, eigandi Tölvuskólans Nem- andi, undirrituðu á dögunum samstarfs- samning um umsjón Tölvuskólans á tölvu- námskeiðum fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar. Fræðslusetrið Starfsmennt hefur ákveðið að gangast fyrir tilraunaverkefni á sviði tölvunámskeiða í fjarnámi. Námskeiðið hentar bæði þeim sem kunna lítið eða ekkert á tölvur, en einnig þeim sem lengra eru komnir. Skólinn leggur mikið upp úr persónulegum stuðningi við nemendur. Í fréttatilkynningu segir að undirtektir við námskeiðið meðal aðild- arfélaga Starfsmenntar séu góðar. Starfsmennt og Nemandi í samstarf Fagnar fjölgun hjúkrunarrýma Á FUNDI borgarráðs 29. septem- ber sl. var lagt fram samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryf- irvalda um byggingu hjúkrunar- heimilis í Sogamýri með 110 nýjum rýmum. Kostnaður er 1.300 millj- ónir króna og greiðir borgin 30% af honum, sem er tvöfalt lögbundið framlag sveitarfélaga. Gísli Helgason, varaborgarfull- trúi F-listans og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, lagði fram bókun á fundinum, þar sem segir m.a.: „F-listinn fagnar því samkomulagi milli borgarinnar og heilbrigðisráðuneytisins sem nú liggur fyrir um byggingu hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða. Vonandi ber þetta samkomulag vott um breytt hugarfar af hálfu ríkisvalds- ins. Minnt skal á að ekkert af því fjármagni, sem fékkst fyrir sölu Landssímans er ætlað til málefna aldraðra. Aldraðir og öryrkjar sér- staklega hafa orðið að sæta stöð- ugum kjaraskerðingum af hálfu ríkisins og að ekki er staðið við samkomulag um bættan hag þeirra.“ Hausthappdrætti Blindrafélagsins BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að litlu leyti rekið fyrir opinbert fé. Blindrafélagið hefur byggt starf- semi sína á frjálsum framlögum og notið ómetanlegs stuðnings al- mennings í þau 65 ár sem það hefur starfað. Ein veigamesta fjáröflunarleið félagsins er happdrætti. Nú fyrir mánaðamótin fá öll heimili og fyr- irtæki í landinu sendan happdrætt- ismiða í pósti. Það er von okkar að landsmenn taki happdrættinu vel og kaupi miða til styrktar starfsem- inni. Margir vinningar eru í boði. Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 Reykjavík og í síma 525 0000. Miðinn kostar 1.200 kr. Skrifstofa Blindrafélagsins er opin frá kl. 9–16 alla virka daga. Dregið verður í hausthappdrætti Blindra- félagsins 18. nóvember nk. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því þegar ekið var á mannlausa bifreið í Garðabæ að- faranótt sunnudagsins 18. sept- ember sl., milli klukkan 1 og 1.30. Ekið var á bifreiðina þar sem hún stóð fyrir framan Garðaflöt 5 í Garðabæ og ók sá sem olli tjóninu á brott án þess að gera vart við sig. Mikið tjón varð á bifreiðinni. Vitni eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í Hafn- arfirði í síma 525 3300. Selja Gaflara- merkið um helgina LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar stendur fyrir fjársöfnunina nú um helgina, til tækjakaupa fyrir Augn- deild St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði. Fjáröflun klúbbsins byggist á sölu Gaflaramerkis sem selt er á 500 kr. Lionsfélagar verða við verslanir og bensínstöðvar, laugardag og sunnudag og selja Gaflarann, sem á 10 ára afmæli í ár, segir í frétta- tilkynningu. SÍBS-dagurinn á sunnudag SÍBS-dagurinn er á morgun, sunnu- daginn 2. október. Í tilefni dagsins verður opið hús kl. 13–16, í SÍBS- húsinu, Síðumúla 6, fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemi samtak- anna. Fulltrúar SÍBS verða á staðn- um til að fræða gesti og gangandi um samtökin og þau fjölmörgu verkefni sem SÍBS stendur að. Heitt verður á könnunni. Íbúar geta haft áhrif á umræðu með SMS ÍBÚUM Reykjavíkur og öðrum landsmönnum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á umræðu um skipu- lagsmál borgarinnar með því að senda gjaldfrjáls SMS eða myndskilaboð í símanúmerið 1855. Í frétta- tilkynningu frá OgVodafone segir að markmiðið sé að gefa fólki kost á því að skiptast á skoðunum og hugmyndum um Reykjavík til framtíðar. Um er að ræða atburð sem er hluti af sýningunni „Hvernig borg má bjóða þér?“ í Listasafni Reykja- víkur-Hafnarhúsi. Sýningunni, sem stendur til 2. október, er ætlað að varpa ljósi á fortíð og framtíð skipulagsmála í borginni með áherslu á Vatnsmýr- ina. Verkefnið er unnið í samvinnu við Og Vodafone. Sýningin í heild sinni er afrakstur samstarfs Listasafns Reykjavíkur og Skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar. Tilraunastofan Úrban- istan verður svo í safninu sem vettvangur fyrir fólk til þess að miðla hugmyndum um framtíðarborgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.