Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 70

Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 70
70 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl 4 í þrívídd Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 2 og 4 ísl.tal Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. 3.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6 íslenskt tal BETRA SEINT EN ALDREI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. Í þessari mynd fylgjumst við áfram með tímafl akki Jósefínu og þeim ævintýrum sem hún lendir í þegar hún fl akkar aftur í miðaldir! HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Topp5.is Topp5.is Miðaverð 450 kr. TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Berlininvasion er heitið áumfangsmikilli listsýn-ingatörn Íslendinga hér í Berlínarborg og fer hún fram á ýmsum galleríum víðsvegar um borgina en það er Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar sem að henni stendur. Auk þessa fara fram tónleikar á morgun í Club Rio þar sem fram koma m.a. Singapore Sling, plötusnúðar úr Gusgus og Kimono, en hljóm- sveitin sú er flutt í heilu lagi til Berlínar. Opnunarkvöld Klink og Bank sýningarinnar var haldið síðastliðinn miðvikudag. Sýning Klink og Bank fellur undir Berliner Liste hátíðina, um- fangsmikla listastefnu sem gerir sér far um að sinna nútímalist, hvaðan sem hún kann að koma. Opnunin fór fram í listasafni sem kallast nú um stundir Former Vitra Design Museum og er hýst í gamalli rafstöð á Kopenhagener Straße. Fjöldi listamanna, flestir þýsk- ir, opnaði þetta kvöldið í bygg- ingunni og Klink og Bank-liðar héldu til á fremur litlu svæði. Eftir að ég hafði þvælst ásamt fylgdarliði um nokkra rangala, alla leið upp á þriðju hæð, fór loks að glitta í Íslendingana. Há- vært skvaldur, auk fólks röltandi um með bjórflösku í hendi, var nægileg vísbending um að stutt væri í landann.    Básinn hjá Klink og Bank vareins og lítið sætt helvíti sam- anborið við önnur sýningarpláss. Í þeim voru mestmegnis málverk og skúlptúrar til sýnis, rýmin voru björt og fólk gekk um hæg- lætislega og strauk hökuna. Á meðan var standandi partí hjá Klink og Bank. Að einhverju leyti var þetta vegna þess að plássið var naumt skammtað. Í öðrum rýmum, svipaðrar stærðar, voru þetta einn til tveir listamenn að sýna. Klink og Bank-liðar skiptu hins vegar mörgum tugum og einslags karnivalstemning var í gangi. Þægileg spenna var í loft- inu og einhvers konar grall- araskapur líka. Lýsingin var í minna lagi, alls kyns hljóð láku út úr hátölurum og kvikmynda- skeiðum var varpað á gráa, stein- steypta veggi. Þetta var líkast at- riði í Twin Peaks. Bensín á stemninguna var þá verk eftir Helga Þórsson, sem var bar með öllu tilheyrandi. Ekki leið á löngu uns hann var þurrausinn. Inni í Klink og Bank-rýminu mátti sjá Þorfinn Guðnason kvik- myndagerðarmann með tökuvél á lofti en mynd hans 20 Minutes of Schlingensief’s Animatograph var frumsýnd þetta sama kvöld. Klink og Bank-liðar tóku síðan á þrengslum með því að vera með uppákomur í porti og á bar jarð- hæðarinnar sem átti eftir að reynast Íslendingunum af- drifaríkur. Utan við rýmið stóð svo Hafsteinn Mikael, íklæddur hesthnakki og bauð gestum og gangandi á bak. Inni í rýminu sat Ragnar Kjartansson hins vegar á stól, spilaði á gítar og raulaði með sjálfum sér á meðan nýhilist- inn Haukur Már Helgason stóð á bakvið luktar dyr og las ljóð yfir þeim sem þorðu að stíga inn fyr- ir. Sprellandi glundroði lá undir öllu og var hann hressandi, all- tént miðað við restina af húsinu. Sumir listamannanna tókust þá beint á við það umhverfi sem þeir voru í. T.a.m. mátti sjá forláta styttu af Berlínarbirninum eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttir, hag- anlega mótaða úr litlum, svörtum gúmmíbjörnum. Þá hékk uppi málverk af Hitler eftir Snorra Ásmundsson.    Ég rakst þarna á Godd (Guð-mund Odd Magnússon) og tjáði hann mér að Klink og Bank væri orðið að hálfgerðu vöru- merki („brand“). Það væri ein- hver heildarára yfir starfsemi þeirra ólíku listamanna sem starfa undir merkjum Klink og Bank sem væri farin að vekja at- hygli á alþjóða vettvangi. Þessi þróun hefði m.a. stuðlað að því að þessari sýningu var landað. Undir þetta tók dr. Christian Schoen, forstöðumaður Kynning- armiðstöðvar íslenskrar mynd- listar, sem var og á staðnum. „Ég fékk boð um að vinna að Berliner Liste en þá vissu menn ekki að ég var byrjaður að vinna hér á Ís- landi,“ útskýrði hann. „Ég sagðist ekki eiga færi á að sinna hátíð- inni en svo kviknaði skyndilega á perunni. Því ekki að nota þau sambönd sem ég hef til að reyna að koma því í gang sem við erum að upplifa núna?“ Schoen er þýskur og er því eðli málsins samkvæmt í einkar góðri stöðu til að bera saman íslenska nútímalist og þýska. Hann segir að það sem honum finnist hvað athyglisverðast sé hversu náið samstarfið sé á milli íslensku listamannanna og hversu óbangn- ir þeir séu við að hræra saman hinum ólíku formum. Fólk var nú hafið að færa sig niður á jarðhæðina, enda barinn hans Helga tómur. Auk þessa var stutt í það að gjörningar Íslend- inga brystu á. Þar fór Ásmundur Ásmundsson á miklum kostum í fyrirlestri. Ásmundur hefur leikið sér að því að storka áhorfendum og koma þeim í vandræði.    Er hér var komið sögu varjörfagleði mikil tekin að ein- kenna íslenska hópinn. Áfengi er jafnan á boðstólum á myndlist- aropnunum og haga Íslendingar sér þá stundum eins og lítil börn í leikfangabúðum, enda búa þeir við mikil umgengnishöft hvað það varðar og ef þeir komast í fría ódáinsdrykki halda þeim iðulega engar hömlur. En ekki það að Ís- lendingar hafi orðið sér til ein- hverrar sérstakrar skammar þetta kvöldið. Alls ekki. Það var bara mikið stuð og mikil gleði. Það mikil gleði á tímabili að lá við ofgleði. Þannig var eigandi jarðhæðarbarsins kominn niður á svokallað VIP-svæði rétt undir miðnætti þar sem einhverjir Ís- lendingarnir höfði glutrað niður VIP-kortum sínum fyrr um kvöld- ið. Freyðivínsflaska hafði þá horfið af barnum og reynt var að þjófkenna einn Íslendinginn. Lá við handalögmálum um hríð og um tíma voru nærfellt allir Ís- lendingarnir komnir út í port, lítt velkomnir innandyra. Gekk þetta svo langt að ísfirsku tuddarokk- urunum í Nine elevens var mein- að að spila á barnum, sökum þjóðernis. Það var ekki fyrr enn Christoph Schlingensief, einn um- deildasti samtímalistamaður Þjóð- verja og nýlegur Íslandsvinur, gekk í það að sætta mál að um hægðist. Schlingensief þessi hef- ur unnið með listamönnum úr Klink og Bank og verk hans Animatograph var frumflutt á umliðinni Listahátíð í Reykjavík. Allt fór því vel að lokum og Nine elevens rokkuðu út í nóttina í hæfilegri friðsemd og spekt. Segja má að markmiði Christian Schoen, þ.e. að gera Íslendinga vel sýnilega í Berlín, hafi verið rækilega framfylgt þetta kvöldið. Það er spurning hvernig tónleik- arnir á morgun fara … Umsáturs- ástand í Berlín ’Tjáði hann mér aðKlink og Bank væri orðið að hálfgerðu vörumerki.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Arnar Eggert DJ Musician stendur hér við verk eftir Snorra Ásmundsson. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.