Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl 4 í þrívídd Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 2 og 4 ísl.tal Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. 3.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6 íslenskt tal BETRA SEINT EN ALDREI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. Í þessari mynd fylgjumst við áfram með tímafl akki Jósefínu og þeim ævintýrum sem hún lendir í þegar hún fl akkar aftur í miðaldir! HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Topp5.is Topp5.is Miðaverð 450 kr. TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Berlininvasion er heitið áumfangsmikilli listsýn-ingatörn Íslendinga hér í Berlínarborg og fer hún fram á ýmsum galleríum víðsvegar um borgina en það er Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar sem að henni stendur. Auk þessa fara fram tónleikar á morgun í Club Rio þar sem fram koma m.a. Singapore Sling, plötusnúðar úr Gusgus og Kimono, en hljóm- sveitin sú er flutt í heilu lagi til Berlínar. Opnunarkvöld Klink og Bank sýningarinnar var haldið síðastliðinn miðvikudag. Sýning Klink og Bank fellur undir Berliner Liste hátíðina, um- fangsmikla listastefnu sem gerir sér far um að sinna nútímalist, hvaðan sem hún kann að koma. Opnunin fór fram í listasafni sem kallast nú um stundir Former Vitra Design Museum og er hýst í gamalli rafstöð á Kopenhagener Straße. Fjöldi listamanna, flestir þýsk- ir, opnaði þetta kvöldið í bygg- ingunni og Klink og Bank-liðar héldu til á fremur litlu svæði. Eftir að ég hafði þvælst ásamt fylgdarliði um nokkra rangala, alla leið upp á þriðju hæð, fór loks að glitta í Íslendingana. Há- vært skvaldur, auk fólks röltandi um með bjórflösku í hendi, var nægileg vísbending um að stutt væri í landann.    Básinn hjá Klink og Bank vareins og lítið sætt helvíti sam- anborið við önnur sýningarpláss. Í þeim voru mestmegnis málverk og skúlptúrar til sýnis, rýmin voru björt og fólk gekk um hæg- lætislega og strauk hökuna. Á meðan var standandi partí hjá Klink og Bank. Að einhverju leyti var þetta vegna þess að plássið var naumt skammtað. Í öðrum rýmum, svipaðrar stærðar, voru þetta einn til tveir listamenn að sýna. Klink og Bank-liðar skiptu hins vegar mörgum tugum og einslags karnivalstemning var í gangi. Þægileg spenna var í loft- inu og einhvers konar grall- araskapur líka. Lýsingin var í minna lagi, alls kyns hljóð láku út úr hátölurum og kvikmynda- skeiðum var varpað á gráa, stein- steypta veggi. Þetta var líkast at- riði í Twin Peaks. Bensín á stemninguna var þá verk eftir Helga Þórsson, sem var bar með öllu tilheyrandi. Ekki leið á löngu uns hann var þurrausinn. Inni í Klink og Bank-rýminu mátti sjá Þorfinn Guðnason kvik- myndagerðarmann með tökuvél á lofti en mynd hans 20 Minutes of Schlingensief’s Animatograph var frumsýnd þetta sama kvöld. Klink og Bank-liðar tóku síðan á þrengslum með því að vera með uppákomur í porti og á bar jarð- hæðarinnar sem átti eftir að reynast Íslendingunum af- drifaríkur. Utan við rýmið stóð svo Hafsteinn Mikael, íklæddur hesthnakki og bauð gestum og gangandi á bak. Inni í rýminu sat Ragnar Kjartansson hins vegar á stól, spilaði á gítar og raulaði með sjálfum sér á meðan nýhilist- inn Haukur Már Helgason stóð á bakvið luktar dyr og las ljóð yfir þeim sem þorðu að stíga inn fyr- ir. Sprellandi glundroði lá undir öllu og var hann hressandi, all- tént miðað við restina af húsinu. Sumir listamannanna tókust þá beint á við það umhverfi sem þeir voru í. T.a.m. mátti sjá forláta styttu af Berlínarbirninum eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttir, hag- anlega mótaða úr litlum, svörtum gúmmíbjörnum. Þá hékk uppi málverk af Hitler eftir Snorra Ásmundsson.    Ég rakst þarna á Godd (Guð-mund Odd Magnússon) og tjáði hann mér að Klink og Bank væri orðið að hálfgerðu vöru- merki („brand“). Það væri ein- hver heildarára yfir starfsemi þeirra ólíku listamanna sem starfa undir merkjum Klink og Bank sem væri farin að vekja at- hygli á alþjóða vettvangi. Þessi þróun hefði m.a. stuðlað að því að þessari sýningu var landað. Undir þetta tók dr. Christian Schoen, forstöðumaður Kynning- armiðstöðvar íslenskrar mynd- listar, sem var og á staðnum. „Ég fékk boð um að vinna að Berliner Liste en þá vissu menn ekki að ég var byrjaður að vinna hér á Ís- landi,“ útskýrði hann. „Ég sagðist ekki eiga færi á að sinna hátíð- inni en svo kviknaði skyndilega á perunni. Því ekki að nota þau sambönd sem ég hef til að reyna að koma því í gang sem við erum að upplifa núna?“ Schoen er þýskur og er því eðli málsins samkvæmt í einkar góðri stöðu til að bera saman íslenska nútímalist og þýska. Hann segir að það sem honum finnist hvað athyglisverðast sé hversu náið samstarfið sé á milli íslensku listamannanna og hversu óbangn- ir þeir séu við að hræra saman hinum ólíku formum. Fólk var nú hafið að færa sig niður á jarðhæðina, enda barinn hans Helga tómur. Auk þessa var stutt í það að gjörningar Íslend- inga brystu á. Þar fór Ásmundur Ásmundsson á miklum kostum í fyrirlestri. Ásmundur hefur leikið sér að því að storka áhorfendum og koma þeim í vandræði.    Er hér var komið sögu varjörfagleði mikil tekin að ein- kenna íslenska hópinn. Áfengi er jafnan á boðstólum á myndlist- aropnunum og haga Íslendingar sér þá stundum eins og lítil börn í leikfangabúðum, enda búa þeir við mikil umgengnishöft hvað það varðar og ef þeir komast í fría ódáinsdrykki halda þeim iðulega engar hömlur. En ekki það að Ís- lendingar hafi orðið sér til ein- hverrar sérstakrar skammar þetta kvöldið. Alls ekki. Það var bara mikið stuð og mikil gleði. Það mikil gleði á tímabili að lá við ofgleði. Þannig var eigandi jarðhæðarbarsins kominn niður á svokallað VIP-svæði rétt undir miðnætti þar sem einhverjir Ís- lendingarnir höfði glutrað niður VIP-kortum sínum fyrr um kvöld- ið. Freyðivínsflaska hafði þá horfið af barnum og reynt var að þjófkenna einn Íslendinginn. Lá við handalögmálum um hríð og um tíma voru nærfellt allir Ís- lendingarnir komnir út í port, lítt velkomnir innandyra. Gekk þetta svo langt að ísfirsku tuddarokk- urunum í Nine elevens var mein- að að spila á barnum, sökum þjóðernis. Það var ekki fyrr enn Christoph Schlingensief, einn um- deildasti samtímalistamaður Þjóð- verja og nýlegur Íslandsvinur, gekk í það að sætta mál að um hægðist. Schlingensief þessi hef- ur unnið með listamönnum úr Klink og Bank og verk hans Animatograph var frumflutt á umliðinni Listahátíð í Reykjavík. Allt fór því vel að lokum og Nine elevens rokkuðu út í nóttina í hæfilegri friðsemd og spekt. Segja má að markmiði Christian Schoen, þ.e. að gera Íslendinga vel sýnilega í Berlín, hafi verið rækilega framfylgt þetta kvöldið. Það er spurning hvernig tónleik- arnir á morgun fara … Umsáturs- ástand í Berlín ’Tjáði hann mér aðKlink og Bank væri orðið að hálfgerðu vörumerki.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Arnar Eggert DJ Musician stendur hér við verk eftir Snorra Ásmundsson. arnart@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.