Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 10

Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÖKTUN á nytjavatni verður efld á næstu þremur árum og aðgengi að upplýsingum um það bætt. Þá verð- ur merking á erfðabreyttum mat- vælum tekin upp í síðasta lagi í árs- byrjun 2007 auk þess sem sett verður reglugerð um rekjanleika matvæla til að auka öryggi þeirra. Þá verður gert átak í að leggja og merkja göngustíga í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum í því skyni að bæta aðgengi almennings að náttúru landsins og efla getu staðanna til að taka á móti vaxandi ferðamanna- straumi. Þessi atriði eru meðal þess sem liggur fyrir í drögum að meg- ináherslum stjórnvalda í málefnum sjálfbærrar þróunar sem kynnt voru á fjórða Umhverfisþinginu í gær, en áherslurnar eru í framhaldi af stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi undir heitinu „Velferð til framtíðar“ sem samþykkt var 2002. Í formála sínum að kynningunni sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ekkert sjálfsagt við það að byggja upp öflugt sam- félag. Ekki væri sjálfgefið að lífskjör héldust alltaf góð. „Ein af und- irstöðum velferðar er gott umhverfi og skynsamleg umgengni við gjafir náttúrunnar,“ sagði umhverf- isráðherra. „Ein ástæðan fyrir hnignun Íslands fyrr á öldum var hin mikla eyðing skóga og jarðvegs, sem enn hefur ekki verið að fullu stöðvuð, þótt víðast hafi vörn verið snúið í sókn með endurheimt landgæða. Skynsamleg nýting fiskistofna, orkulinda og annarra náttúrugæða er nauðsynleg til að kynslóðir fram- tíðarinnar geti búið við sömu eða betri kjör en við sem nú byggjum Ís- land.“ Í því skyni sagði umhverf- isráðherra mikilvægt að gæta þess að hafið í kringum landið mengist ekki. „Við verðum að standa vörð um einstæða náttúru landsins, sem er aðdráttarafl fyrir sívaxandi fjölda ferðamanna og stór hluti sjálfs- myndar okkar sem þjóðar. Við verð- um að taka þátt í alþjóðlegri sam- vinnu við að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar og önnur hnattræn umhverfisvanda- mál. Öll þessi mál þarfnast öflugrar umræðu og ábyrgrar stefnumót- unar,“ sagði umhverfisráðherra enn- fremur. Þrjú ný Ramsar-svæði Meðal fleiri áherslna sem liggja fyrir í drögum stjórnvalda er áætlun um endurheimt náttúrulegra vist- kerfa, þar á meðal birkiskóga á grundvelli stefnumörkunar um líf- fræðilega fjölbreytni. Áætlunin verður felld inn í næstu Nátt- úruverndaráætlun sem taka á gildi árið 2009. Einnig verður gerð áætlun um stóraukna endurheimt votlendis og Umhverfisstofnun verður falið, í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, að undirbúa friðlýsingu þriggja nýrra Ramsar-svæða fyrir árslok 2007. Þá verður Vatnajök- ulsþjóðgarður settur á laggirnar í samræmi við tillögur sem fyrir liggja. Þjóðgarðurinn mun taka til stórs svæðis norðan Vatnajökuls í viðbót við jökulhettuna sjálfa og svæðis sunnan jökulsins. Í sjávarútvegsmálum liggur fyrir endurskoðun aflareglu auk þess sem þróaðar verða aflareglur fyrir fleiri tegundir en þorsk. Beitt verður vist- kerfisnálgun, en unnið verður að skilgreiningu hugtaksins og því að treysta þekkingargrundvöll þess. Þekkingarstarf þetta verður þróað hérlendis, í norrænu sem og öðru fjölþjóðlegu samstarfi. Þá vilja stjórnvöld stuðla að verndun líf- fræðilegrar fjölbreytni og friðun þess sem sérstakt er í hafinu á grundvelli vísindalegrar þekkingar og heildarmats að teknu tilliti til nýt- ingar hvers svæðis. Hekluskógar verða ræktaðir Skógrækt skipar einnig stóran sess í áherslum stjórnvalda á sjálf- bæra þróun, en skógrækt þjónar fjölþættum markmiðum. Þar á með- al að endurheimta fjölbreytt vist- kerfi landsins, vernda jarðveg, binda kolefni, auka tækifæri almennings til útivistar, byggja upp skógarauðlind og efla þar með sjálfbæra byggða- þróun og atvinnu í dreifbýli. Þá er á dagskrá að hefja vinnu við Heklu- skóga á næstu árum, þ.e. end- urheimt birkiskóga á 100.000 ha svæði norðan, vestan og sunnan við Heklu sem hafi m.a. það hlutverk að binda öskufall og draga úr skemmd- um af völdum þess. Áfram verður unnið að gerð rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma. Unnið verður að nauðsynlegum grunnrannsóknum á náttúrufari hugsanlegra virkj- unarkosta, en jafnframt verður unn- ið að frumrannsóknum og áætlunum fyrir þá virkjunarkosti sem fjallað verði um í rammaáætlun. Kostað verður kapps um að samþætta sjón- armið nýtingar og verndunar við áframhaldandi vinnu við verkefnið. Áfram verður haldið jarðhitaleit á köldum svæðum landsins og stutt við uppbyggingu nýrra hitaveitna þar sem hagkvæmt þykir. Þá verður sett löggjöf um starfsemi hitaveitna þar sem áhersla verður lögð á að tryggja hagsmuni og öryggi notenda. Leitast verður við að auka afhendingarör- yggi og gæði orku eins og kostur er. Einnig verður reynt að skapa hvata til betri orkunýtni meðal annars með bættri tækni. Þá verður aukin áhersla lögð á að nýta enn frekar þá orku sem vannýtt er á þeim há- hitasvæðum landsins sem þegar hafa verið virkjuð til raforkuframleiðslu. Stefna stjórnvalda tekur til fleiri þátta, m.a. úrgangsförgunar, ástands hafsins, takmörkunar lofts- lagsbreytinga af mannavöldum og vernd ósonlagsins og líffræðilegrar fjölbreytni. Að sögn Huga Ólafs- sonar, skrifstofustjóra hjá umhverf- isráðuneytinu, er hér um að ræða drög sem verða rædd á umhverf- isþinginu í dag og síðan lögð til grundvallar starfi bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga. „Hér er um að ræða áherslur fyrir næstu þrjú ár,“ segir Hugi. „Það er ekki ætlunin að binda hendur ríkisstjórna fram yfir mörk kjörtímabilsins, heldur að skil- greina verkefnin á þessu kjör- tímabili.“ Umhverfisráðuneytið kynnir drög að megináherslum stjórnvalda varðandi sjálfbæra þróun Skynsamleg nýting auðlinda er nauðsynleg komandi kynslóðum Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Nemendur úr Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi kynntu verkefni sitt, Stubbalækjarvirkjun, á Umhverfisþinginu í gær. EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær, hefur verið ákveðið að kalla íslensku friðar- gæsluliðana í norðurhluta Afganistan á brott vegna aukinnar spennu og átaka á svæðinu á undanförnum vikum. Fram kom í máli Geirs H. Haarde utanríkisráðherra á Alþingi á fimmtu- dag að í utanríkisráðuneytinu hafi verið fylgst grannt með þróun mála á svæðinu og í ljósi árása á fulltrúa óháðra hjálparsamtaka og á friðargæsluliða hafi forsendur hinna borgara- legu íslensku friðargæsluliða breyst. Því hafi verið ákveðið að hætta þátttöku í endurreisn- arsveit í norðurhlutanum. Í vesturhluta Afganistan eru einnig íslenskir friðargæsluliðar við störf en ekki þykir ástæða til að kalla þá brott og munu þeir halda áfram störfum að öllu óbreyttu. Sjö íslenskir friðargæsluliðar eru við störf í norðurhluta Afganistan, líkt og vesturhlutan- um, og hafa verið í landinu frá því í september sl., en þar á undan höfðu þeir tekið þátt í fimm vikna þjálfun í Noregi. Sjömenningarnir eru hluti af svonefndum uppbyggingar- og endur- reisnarsveitum á vegum alþjóðlega öryggis- liðsins í Afganistan (ISAF) og hafa íslensku hóparnir jafnan verið kallað hreyfanlegar at- hugunarsveitir og hernaðarlegar athugunar- sveitir, en það fer eftir því við hvern er rætt. Ekki ætlað að taka þátt í löggæslu Meðal þess sem sveitin hefur að markmiði er að efla samskipti milli yfirvalda í Afganistan og hins almenna borgara. Það gerir sveitin með nokkurra daga löngum könnunarferðum um afskekkt þorp og héruð þar sem upplýsingum um ástand er safnað og komið til þróunarfull- trúa sem kemur þeim til viðeigandi hjálpar- stofnana. Er þetta gert til að samræma og skipuleggja uppbyggingu svæðisins. Sveitin gerir út frá borginni Meymana og ferðast í sex manna hóp, auk afgansks túlks, á sérbreyttum, brynvörðum fjallajeppum. Markmið könnunarferðanna er einnig að hafa fyrirbyggjandi áhrif, þ.e. að koma í veg fyrir að átök brjótist út en það er gert með því að eiga góð samskipti við almenning í héruðun- um. Friðargæsluliðunum er hins vegar ekki ætl- að að taka þátt í löggæslu og í hlutverki þeirra felst ekki að verja afganska borgara fyrir árás- um. Þeir bera vopn en mega aðeins nota þau til sjálfsvarnar og er ætlað að koma sér sem fyrst burt af átakasvæðum. Í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. október kom fram í máli Arn- órs Sigurjónssonar, skrifstofustjóra Íslensku friðargæslunnar, að ef þörf krefði væri hægt að senda vopnaðar hjálparsveitir á vettvang í allra besta falli á 90 mínútum en áhættumat væri lágt á þessum svæðum og aldrei hefði ver- ið ráðist á friðargæslusveitir í norðurhluta Afg- anistan. „Hernaðarlegar“ athugunarsveitir Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður var á ferð í Afganistan í september sl. og kynnti sér m.a. hlutverk endurreisnarsveitanna. Segir Davíð Logi í grein sinni að þátttaka íslensku sveitanna í þessu verkefni hljóti að teljast nokkur tíðindi. Í greininni segir Davíð Logi m.a.: „Athygli mína vakti að Ian Ridge, undirofursti í breska hernum, þýddi MOT sem „Military Observa- tion Team“. Hér heima hafa menn rætt um „hreyfanlegar athugunarsveitir“ sem ku vera þýðing á „Mobile Observation Team“. Ekki skal það val gert tortryggilegt hér – og eft- irgrennslan leiddi raunar í ljós að embættis- menn í utanríkisráðuneytinu íslenska eru ekki þeir einu sem þýða MOT svona. En þegar málið var borið undir talsmenn ISAF var engu að síður skýrt í þeirra huga að um „hernaðarlegar“ athugunarsveitir er að ræða. Sem fyrr segir notaði Ridge undirofursti í Mazar einmitt þessa útgáfu, „Military Ob- servation Team“, og spurði ég hann því sér- staklega út í það. Hann sagði orðið „Military“ vera notað einfaldlega vegna þess að teymin væru hernaðarleg og vegna þess að hlutverk þeirra væri að vera úti í afskekktari byggð- unum, sýna heimamönnum þar að ISAF væri á staðnum til að gæta öryggis, þó að ekki færi mikið fyrir því.“ Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan kallaðir brott úr norðurhluta landsins vegna átaka Ekki þeirra hlut- verk að verja afganska borgara Íslensku friðargæsluliðarnir eru á sérbreyttum, brynvörðum fjallajeppum á ferðum sínum. Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.