Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 27

Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 27 MINNSTAÐUR LANDIÐ Sauðárkrókur | Vörumiðlun ehf. á Sauðárkróki hefur tekið í notkun nýja og glæsilega 540 fermetra að- stöðu við Eyrarveg 21. Af því tilefni lögðu fjölmargir leið sína á Eyrina, til þess að skoða fyrirtækið og árna eigendunum heilla. Í stuttu spjalli við Magnús Svav- arsson framkvæmdastjóra kom fram að flutningafyrirtækið Vöru- miðlun var stofnað hinn 1. maí 1996, en þá sameinuðust í eitt fyrirtæki Vöruflutningar Magnúsar Svav- arssonar, sem höfðu þá starfað í tæp tuttugu ár, og flutningadeild Kaup- félags Skagfirðinga, sem starfrækt hafði verið um áratuga skeið. Var allur reksturinn fluttur að Borg- arflöt 5 þar sem Vöruflutningar Magnúsar voru til húsa. Það var síð- an árið 2004 sem Vörumiðlunin keypti fyrirtækin Húnaleið á Skaga- strönd og Tvistinn á Blönduósi, og annast nú alla flutninga til áð- urnefndra þriggja staða. Vel staðsettir á Eyrinni Fyrir nákvæmlega einu ári hófust framkvæmdir við byggingu aðstöðu- húss á hinu nýja athafnasvæði fyr- irtækisins við Eyrarveg 21, en þá hafði farið fram mikil vinna við lóð- ina sem er rúmlega 5 þúsund fer- metrar að stærð. Magnús sagði að fyrirtækið gerði nú út 30 bíla af ýmsum stærðum, þar af væru 17 stórir bílar en hinir not- aðir til smærri flutninga, og væri af- kastageta þessara tækja um 400 tonn á dag og starfsmenn væru 35. Gerði hann ráð fyrir að velta fyr- irtækisins á þessu ári mundi verða um 4 til 500 milljónir. Þá sagði Magnús að mikil hagræð- ing væri að því að vera kominn á Eyrarsvæðið, sem væri mjög vel staðsett í bænum með tilliti til veg- tengingar, og mundi enn batna með tilkomu nýrrar aðkomu frá norðri, en ekki væri minna um vert að í rúmgóðu aðstöðuhúsinu yrði öll af- greiðsla og meðhöndlun vörunnar þægilegri og betri. Þá mun öll skipa- afgreiðsla sem er á vegum kaup- félagsins verða á sama stað svo sem verið hefur. Magnús sagði að fyr- irtækið hefði verið í örum vexti, ekki síst eftir að strandsiglingar hefðu verið aflagðar, allur bílafloti fyr- irtækisins hefði verið endurnýjaður og nú væri góður tími til að ná vel ut- an um reksturinn og koma honum í þann farveg sem ætlað er. Ný aðstaða Vörumiðlunar ehf. á Eyrinni á Sauðárkóki Morgunblaðið/Björn Björnsson Afgreiðsla Magnús Svavarsson framkvæmdastjóri í nýja vöruhúsinu. Bætir meðhöndlun og afgreiðslu vörunnar Eftir Björn Björnsson Ölfus | Hesta- og vörusýningin Skeifnasprettur verður haldin í Ölfushöll í dag. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur fram á nótt. Á sýningunni verða hestatengd- ar sýningar af ýmsu tagi, meðal annars sölusýning á hestum, reið- sýning, tísku- og vörukynningar, hestahnykkingar, heitjárningar og kynning á Meistaradeildinni, sem mun fara í gang eftir áramótin. Sölusýningin er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá þau fyr- irfram. Skeifnasprettur í Ölfushöllinni Seyðisfjörður | Viðbrögð við alvar- legu slysi um borð í ferju verða æfð á Seyðisfirði í dag, laugardag. Fjöl- margir taka þátt í æfingunni og und- irbúningi hennar. Líkt verður eftir því að ferjan Sky Princess sé lögst að bryggju og af- ferming að hefjast, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Það verð- ur sprenging í gaseldavél í húsbíl á bílaþilfari og talsverður eldur kvikn- ar sem breiðist hratt út, farþegar fyllast skelfingu og reyna að ryðjast frá borði, margir troðast undir auk þess sem allmargir sem á bíla- þilfarinu voru eru slasaðir og í mik- illi hættu vegna elds og reyks. Undanfarin misseri hefur verið unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna atburða af þessu tagi á Seyð- isfirði eða á hafinu þar nálægt. Ætl- unin er að láta reyna á virkni áætl- unarinnar með þessari æfingu. Að æfingunni standa almanna- varnanefnd Seyðisfjarðar og við- bragðsaðilar á Austurlandi og víðar. Æfa viðbrögð við ferjuslysi Ingólfur Margeirsson fékk heilablóðfall fyrir fáum árum og fjallar í þessari bók um baráttu sína við að öðlast bata á nýjan leik. Afmörkuð stund er mögnuð frásögn af alvarlegum veikindum og einstakri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins. Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun öllum þeim sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu. Bókin fjallar á góðu og auðskiljanlegu máli um hverfulleika lífsins og átök við brigðula tilveru. Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið Áhrifamikil og sönn Þórður Kjartansson er traustur embættismaður sem skyndilega kastar öllu frá sér og heldur á vit ævintýranna. Í bríaríi greinir hann frá viðkvæmu hneykslismáli sem skekur efstu lög þjóðfélagsins og allt fer í bál og brand. Bráðfyndin og hörkuspennandi samtímasaga! „... óþægilega sönn. En sannleikurinn er sagna fyndnastur ... Eiríki ... ferst vel að fjalla um samskipti karla og kvenna enda þarf líklega stjórnmálafræðing í verkið ... Sérstaklega er fyndið þegar hann lýsir lífinu í Stjórnarráðinu ...“ – Valur Gunnarsson, Sirkus 11. nóv. Kraftmikil frumraun! Bækur við allra hæfi Nýjasta bók Ians Rankin um lögreglumanninn John Rebus. Hér rannsakar Rebus morð á ólöglegum innflytjanda og dregst inn í heim kúgunar og ofbeldis. Enn einn snilldarkrimminn frá Ian Rankin! Besta bók Rankins til þessa og það segir þó nokkuð! – Observer Rankin á sér engan jafningja þegar kemur að því að afhjúpa fordóma, hræðslu og fáfræði. – Good Book Guide SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Snilldartaktar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.