Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 59 Til sölu Toyota Avensis, árg. 00, ekinn 113 þús., 1800 vél, sjálfsk. Sumar- og vetrard. Mjög góður bíll. V. 800 þús. Sími 847 1782. Toyota Doublecab 2,4 dísel turbo árg. 1996. Ekin 238 þ. 33" breyttur. Verð 500 þ. Engin skipti. Uppl. 696 0874. Vw Golf 1.4 Comfortline, árg. '99 Ek. 44 þ. km, 3ja dyra, 5 gíra, smur- og þjónustubók. Eins og nýr. Mjög sparneytin. Svartur. Gullfallegur. Verð 77o þús. Upplýsingar í síma 661 9660. Volvo S 40 05/03, 2 l vél, 136 hö., ek. 40 þús., leður, loftkæling, vindskeið, cd, sjálfsk., cruise control. Fallegur konubíll. (Verð nýr kr. 2.760 þús.) Verð 2.030 þús., bein sala. S. 865 6663. Toyota Corolla árg. '97, ek. 200 þús. km, til sölu, dökkblá, tjóna- bíll. Þarfnast viðgerðar, seld á vægu verði. Upplýsingar í síma 868 7144/865 7035. Toyota Landcruiser 90 disel gx 08/'99, 3000 cc. slagrými. Bein- skiptur, ek. 129 þús. Dráttarkúla, CD, heilsársdekk. Verð 1.890 þús. Sími 820 6263 eða 557 3481. Toyota Landcruiser 80 VX Diesel árg. '95, ek. 260 þús. km. Bíll í sérflokki, þjónustubók, topp- viðh. Ný super swamper 38". Aukatankur. Verð 2,7 m. Ath. skipti á ódýrari. S. 690 2577. Hjólbarðar Negld vetrardekk tilboð 4 stk. 175/70 R 13 + vinna kr. 25.300. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 544 4333. Dekk og felgur undan Ford F150 árgerð '05, til sölu. 18" dekk og felgur. 80.000 kr. S. 693 0802. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Til sölu Volvo 740 GLE Station árg. 1988, sjálfskiptur, vökvastýri, rafknúnar rúður og speglar, læst drif, hundagrind. Bíllinn er á 15 tommu álfelgum, einnig fylgja ný- leg nagladekk og auka 14 tommu álfelgur og dekk. Einnig fylgir nettur NMT sími með handfrjáls- um búnaði. Bíllinn er nýskoðaður. Uppl. í síma 896 4924. Til sölu Toyota Rav 4. Nýskráður í apríl 2003, ek. 56.000, sjálfskipt- ur, dráttarkrókur, spoiler, sumar- og vetrardekk. Einn eigandi, vel með farinn. Ásett verð 2.200.000. Upplýsingar í síma 694 4414 og 557 1540. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dodge Ram 3500 Dually diesel '05. Til sölu Dodge Ram 3500 Dually Cummins diesel 330 ha, 73% hljóðlátari, silfurgrár (nýr), leður, cd, ryðfr. stigbretti o.m.fl. Upplýsingar í síma 892 4163 og ansa@internet.is . FRÉTTIR BLEIKA boðið í Gerðarsafni í Kópavogi í lok september tókst vel og er áætlað að ágóði Krabba- meinsfélags Íslands verði rúmar fjórar milljónir króna. Bleika boðið var fjáröflunar- kvöldverður, sem efnt var til að frumkvæði Freistingar, klúbbs matreiðslumanna og bakara, til styrktar baráttunni gegn brjósta- krabbameini undir heitinu Bleika boðið. Nafnið tekur mið af Bleiku slaufunni, árveknisátaki um brjóstakrabbamein sem félagið hef- ur staðið fyrir síðustu fimm ár í samvinnu við Samhjálp kvenna, Estée Lauder og fleiri aðila. Félagar í Freistingu sáu um mat- reiðslu, útskriftarnemar í fram- reiðslu við Hótel- og matvælaskól- ann í Menntaskólanum í Kópavogi sáu um framreiðslu, skólinn lánaði tæki og borðbúnað. Kópavogsbær styrkti verkefnið með láni á hús- næði, framleiðendur og innflytj- endur matvæla og veitinga gáfu vörur og tónlistarmenn og skemmtikraftar gáfu vinnu sína eins og allir aðrir. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mikils þennan stuðning og vilji koma á framfæri þakklæti til allra sem gerðu mögu- legt að Bleika boðið tækist eins vel og raun bar vitni. Stefnt er að því að hliðstæður hátíðarkvöldverður verði árviss atburður til stuðnings baráttunni gegn brjóstakrabba- meini. Morgunblaðið/Ómar Hluti hópsins sem sá um matreiðslu og framreiðslu í Bleika boðinu, ásamt fulltrúum frá Krabbameinsfélaginu. Aftari röð, frá vinstri: Sigmar Pétursson, Smári V. Sæbjörnsson, Guðjón Kristjánsson, Rúnar Þór Rúnarsson, Ottó Magnússon, Bárður Guðlaugsson og Guðrún Hildur Eyjólfsdóttir. Fremri röð: Þorbjörn Ólafsson, Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnlaugsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Elísabet Þorvarðardóttir og Evert Ingjaldsson. Ágóði af Bleika boðinu var um 4 milljónir KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs munu starfa saman að neyðaraðstoð við bágstadda ein- staklinga og fjölskyldur fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ann- ast úthlutun á matarstyrkjum til fjölskyldna í neyð með stuðningi frá Kópavogsdeild Rauða krossins sem nýverið afhenti Mæðrastyrks- nefnd styrk að upphæð 500 þús- und krónur. Kópavogsdeild Rauða krossins getur einnig haft milli- göngu um að koma umsóknum um aðstoð til Mæðrastyrksnefndar. Í desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar aðstoða Mæðra- styrksnefnd Kópavogs við úthlut- anir á matarstyrkjum og fatnaði til Kópavogsbúa. Mæðrastyrks- nefnd sér um að úthluta fatnaði til þeirra sem þurfa á þriðjudögum kl. 16–18 í Fannborg 5. Rauði kross Íslands úthlutar fatnaði á miðvikudögum kl. 9–14 í fata- flokkunarstöðinni í Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði. Kópavogsdeild hvet- ur fyrirtæki, stofnanir, félaga- samtök og einstaklinga til að leggja Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs lið í aðstoðinni við þurfandi fyrir jólin. Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar Kópa- vogs við afhendingu styrksins. Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi UM MIÐJAN mánuðinn rann út skráningarfrestur vegna borg- aralegrar fermingar vorið 2006. Aldrei hafa fleiri ungmenni skráð sig eða 118. Í fyrstu borgaralegu fermingunni hér á landi sem haldin var árið 1989 fermdust 16 ungmenni og síðastliðið vor fermdust 93 ung- menni borgaralega. „Áður en fermingarathöfnin fer fram vorið 2006 sækja ungmennin vandað námskeið þar sem fjallað er um ýmislegt gagnlegt fyrir ungt fólk s.s. gagnrýna hugsun, siðfræði, sam- skipti, fordóma, vímuefnavarnir svo fátt eitt sé nefnt,“ segir m.a. í frétta- tilkynningu. Stjórn Siðmenntar sem stendur fyrir borgaralegum ferm- ingum hefur merkt aukinn áhuga á starfsemi félagsins að undanförnu sem ekki síst endurspeglast í aukn- um þátttakendafjölda í borgaralegri fermingu og auknum fyrirspurnum um aðrar borgaralegar athafnir. Stjórn Siðmenntar telur mikilvægt að þeir félagsmenn Siðmenntar sem standa utan trúfélaga fái að greiða svokölluð sóknargjöld sín sem nú renna til Háskóla Íslands til félags- ins svo þeir geti notið sambæri- legrar þjónustu og fólk sem tilheyrir trúfélögum. Margir skrá sig í borgaralega fermingu SKRÁNING er hafin varðandi jólastyrk frá Hjálpræðishern- um. Þeim sem þurfa á styrk að halda er bent á að fara á Hjálp- ræðisherinn Kirkjustræti 2 og fylla út umsókn. Úthlutun fer svo fram laugardaginn 17. des- ember. Þeir sem ætla að borða á Hjálpræðishernum á aðfanga- dag eru líka beðnir um að skrá sig, sú skráning er á Hjálpræð- ishernum eða í síma 561 3203. Jólastyrkur Hjálpræðis- hersins JÓLAKORT Geðhjálpar í ár eru af stærðinni 12,3 x 17 cm og eru til sölu á skrifstofu Geðhjálpar, Tún- götu 7, Reykjavík. Í boði eru kort án texta sem og með prentuðum texta. Höfundur myndarinnar í ár er Guðný Svava Strandberg, mynd- listarmaður og kennari við sam- starfsverkefni Geðhjálpar og Fjöl- menntar um menntun- og starfs- endurhæfingu fólks með geð- raskanir. Jafnframt þessu eru í boði kort frá fyrri árum. Frekari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Geð- hjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík og hægt er að senda fyrirspurnir/ pantanir á netfangið: ged- hjalp@gedhjalp.is Jólakort Geð- hjálpar komið út JÓLAKORT Hjartaheilla eru komin út. Kortin eru seld í Hagkaups- verslunum, verslunum Lyfju og hjá aðildarfélögum Hjartaheilla um land allt. Kortin eru prýdd myndum eftir myndlistarkonuna Gunnellu. Þetta eru fallegar stemnings- myndir og afar jólalegar og voru málaðar árið 2003, segir í frétta- tilkynningu. Gagnrýnandi New York Times heillaðist af myndum Gunnellu, en „hænurnar“ hennar Gunnellu eru myndskreyting í barnabók sem nú er á lista New York Times yfir 10 best mynd- skreyttu barnabækur árið 2005. Jólakortin eru seld tíu saman í pakka. Hægt er að styrkja sam- tökin með kaupum á jólakortum í öllum Hagkaupsverslunum, í útibú- um Lyfja um land allt og einnig er hægt að kaupa kortin á skrifstofu Hjartaheilla í Síðumúla 6. Deildir Hjartaheilla um land allt munu einnig annast sölu á kortunum. Sala jólakorta er ein mikilvægasta tekjulind Hjartaheilla. Einnig eru í boði merkimiðar fyrir þessi jól og eru þeir í stíl við kortin. Jólakort Hjarta- heilla komin út HINN 10. nóvember 2005 barst Skipulagsstofnun tillaga Alta og Stróks ehf. að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals í Mos- fellsbæ. Allir hafa rétt til að kynna sér til- löguna og leggja fram athugasemd- ir. Hægt er að nálgast tillögu að matsáætlun á heimasíðu Alta: www.alta.is Athugasemdir skulu vera skrif- legar og berast eigi síðar en 28. nóv- ember 2005 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Mosfellsbæjar, Forn- leifaverndar ríkisins, Heilbrigðis- eftirlits Kjósarsvæðis, Landsnets, Orkuveitu Reykjavíkur, Umhverfis- stofnunar og Vegagerðarinnar. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 28. nóvember 2005. Efnistaka metin í Hrossadal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.