Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 61
Friðar- og mann- réttindaráðstefna ungs fólks FRIÐAR- og mannréttinda- ráðstefna ungs fólks verður haldin í dag, laugardaginn 19. nóvember, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ráðstefnan hefst kl. 14 og lýkur 17.30. Að- gangur er ókeypis. Ráðstefnan er sett upp í tengslum við sýninguna „Gandhi, King, Ikeda: Friður fyrir komandi kynslóðir“ sem nú er í Ráðhúsinu. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Áhrifamáttur einstaklingsins til að breyta heim- inum“. Þar verður reynt að svara spurningunni „hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til mannrétt- inda- og friðarmála á 21. öldinni sem einstaklingar?“ segir í frétta- tilkynningu. Amnesty International, Rauði kross Íslands, UNICEF, Samstarfs- hópur friðarhreyfinga, Samtökin ’78 og Soka Gakkai International á Íslandi fjalla um störf sín í þágu friðar og mannréttinda. Einnig munu Alþjóðahúsið, Blátt áfram, CISV, Dýraverndarsamtök Íslands, og Geðhjálp kynna starfsemi sína. Hörður Torfason, Skjöldur Ey- fjörð, Ólafur Magnús Torfason, Chris Foster og Bára Grímsdóttir flytja tónlist á milli atriða. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar er að finna á www.simnet.is/meistarar/ radstefna MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 61 FRÉTTIR SJÓMANNADAGSRÁÐ, Íslands- banki og Húsvirki hafa undirritað samning um byggingu og fjár- mögnun 24 leiguíbúða við Hrafn- istu í Reykjavík. Íbúðirnar eru ætl- aðar fólki 60 ára og eldra, en mikil eftirspurn er eftir leiguíbúðum í grennd við dvalar- og hjúkrunar- heimili aldraðra. Húsvirki sér um framkvæmdina sem Íslandsbanki fjármagnar á byggingartíma með láni upp að 500 milljónum króna. Íslandsbanki og Sjómannadagsráð hafa áður átt farsælt samstarf um fjármögnun á fasteignum fyrir félagið, segir í fréttatilkynningu. Um er að ræða 2.450 fermetra hús á fjórum hæðum með kjallara. Innangengt verður úr húsinu inn á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem íbú- arnir geta keypt sér margvíslega þjónustu. Íbúðirnar eru frá 73 fermetrum upp í 112 fermetra, að meðtalinni sameign. Þær verða búnar neyð- arhnöppum sem eru beintengdir við Hrafnistu, sem veitir íbúum leiguíbúðanna alla nauðsynlega bráðaþjónustu. Byggingaframkvæmdir eru þeg- ar hafnar og stefnt er að því að hús- ið verði fullbyggt og íbúðirnar til- búnar í lok mars árið 2007. Teiknistofa Halldórs Guðmunds- sonar teiknaði húsið en VSÓ ráð- gjöf sá um verkfræðilega hönnun þess. Tuttugu og fjórar nýjar leiguíbúðir við Hrafnistu í Reykjavík Á FERÐ sinni kringum hnöttinn á 30 dögum, sem nýlega er lokið með þátttöku rúmlega 40 manns, hafði staðið til að allur hópurinn yrði við- staddur opnun nýja þjóðleikshúss- ins í Bangkok, en opnunin frestað- ist um einn dag, svo að afþakka varð boðið, sem var hið höfðingleg- asta. Vegna sérstakra vináttutengsla hefur boðið nú verið framlengt til 1. febrúar á næsta ári, en þá verður annar hópur á vegum Heims- kringlu; Ferðaklúbbs Ingólf Guð- brandssonar og Heimsferða stadd- ur í borginni á ferð sinni um landið og nágrannaríki. Sýna Taílending- ar gestunum virðingu með þessu boði, sem jafnframt er viðurkenn- ing til Ingólfs Guðbrandssonar, sem haldið hefur úti menningar- ferðum til Taílands í meira en 20 ár. Þess má einnig minnast, að nú hef- ur vegabréfsáritun fyrir íslenska ferðamenn verið aflétt í Taílandi. Að sögn sérfróðra er nýja leik- húsið Siam Niramat í fremstu röð í heiminum hvað snertir búnað og leiksviðstækni. Sýningin þykir sú litríkasta, sem getur að líta nokkurs staðar, enda hafa fremstu leikhús- menn heimsins lagt hönd að verki. Sögupersónur birtast jafnt svíf- andi utan úr geimnum sem á jörðu niðri, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur fyrir íslensku gestina verður ókeypis að þessu sinni. Með- al annars sem ber upp á í ferðinni er heimsókn á hinar frægu blómahá- tíðir Norður-Taílands, í Chiang Mai og Chiang Rai. Og Hinn gullni þrí- hyrningur á landamærum Taí- lands, Laos og Myanmar (Burma). Ferðasaga nýafstaðinnar hnatt- reisu Heimskringlu/Heimsferða verður sögð í breiðtjaldsmyndum Gunnars V. Andréssonar ljósmynd- ara í sal 1 í Háskólabíói í dag, laug- ardag 19. nóvember, kl. 13.15. Hægt er að kaupa aðgöngumiða frá kl. 12.30. Myndasýning úr hnattreisu Heimskringlu/Heimsferða Hópi Íslendinga boðið í nýtt þjóðleikhús Taílands Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslu og afstungu á bifreiðastæðinu við KB banka í Mjódd 16. nóvember um kl. 16.30. Dökkblárri VW Golf eða Polo fólks- bifreið var ekið inn á stæðið en svo virðist sem ökumaður hennar hafi misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún rann á rauða Toyota-bifreið, sem stóð kyrr og mannlaus á stæðinu, sem við það kastaðist á gráa Peugeot-bifreið sem einnig var kyrrstæð. Ökumað- ur ók hins vegar á brott. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferðar- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Sýning á léttvín- um í Smáralind MATUR og léttvín af ýmsu tagi verða kynnt á Vínsýningunni 2005 í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina, þar sem helstu vínbirgjar landsins koma saman. Vínþjónasamtök Íslands og ÁTVR standa fyrir sýningunni. Hægt verður að smakka á mat með vínunum, kynnast helstu nýjungum og aukahlutum og almennt fá betri innsýn í heim vínsins, segir í frétta- tilkynningu. Gestir sýningarinnar fá einnig að fylgjast með spennandi keppni milli vínklúbba ásamt því að eiga mögu- leika á að leysa sjálfir skemmti- legar þrautir þar sem þeir snjöll- ustu geta unnið til verðlauna, segir í fréttatilkynningu. Miðaverð er 1.000 kr. og innifalið í miðaverði er eitt vínglas (á meðan birgðir endast). 20 ára aldurs- takmark er inn á sýninguna, en hún er opin frá kl. 13–18 laugardag og sunnudag. Yfirlýsing Samtaka um betri byggð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing Samtaka um betri byggð: „Samtök um betri byggð lýsa yf- ir furðu á orðum, sem höfð eru eft- ir Degi B. Eggertssyni borgarfull- trúa í grein á bls. 11 í Morgunblaðinu mánudaginn 14.11. 2005. Í umfjöllun um færslu Hring- brautar, sem Samtök um betri byggð og fjölmargir aðrir telja með verstu skipulagsmistökum í Reykjavík fyrr og síðar, er haft eft- ir Degi: „Auk þess gerir útfærsla Hring- brautar ráð fyrir því að hægt sé að byggja yfir hana þegar byggð rís í Vatnsmýri.“ Samtökin óska þess hér með að Dagur geri grein fyrir því hvað hann á við. Eins og hver maður getur skilið með því að skoða verksummerkin við Vatnsmýrina er ekki mögulegt að byggja 6 m há- an og 30 m breiðan stokk yfir götu, sem er lögð í yfirborð landsins. Samtök um betri byggð börðust í 6 ár gegn áformum Vegagerðarinn- ar um færslu Hringbrautar. Sam- tökin lögðu fram fjölmargar tillög- ur, áskoranir, greinargerðir, rökstudd erindi og kostnaðarmat máli sínu til stuðnings, t.d. um Hringbraut bæði í opnum og lok- uðum stokki, tillögur að niðurfell- ingu gömlu Hringbrautar, tillögu að mislægum gatnamótum við Bú- staðaveg og mat á verðmæti lands- ins, sem nú er farið í súginn. Engin viðbrögð komu frá neinum hinna 15 kjörnu fulltrúa í Ráðhúsi Reykja- víkur. Samtök um betri byggð stóðu fyrir 2 borgarafundum í Ráðhúsi Reykjavíkur um færslu Hring- brautar í von um að þannig næðu kjósendur í Reykjavík tali af kjörn- um fulltrúum sínum við pallborðið. Í hvorugt skiptið mætti nokkur borgarfulltrúi. Þó Hringbrautarklúðrið ætti að vera ráðamönnum víti til varnaðar eru nú í uppsiglingu stórfelld skipulagsmistök, sýnu verri, við hönnun Sundabrautar. Þar virðast 15 borgarfulltrúar ætla að fórna hagsmunum Reykvíkinga, allir sem einn, með því að samþykkja lakan valkost samgönguráðherra um þverun Kleppsvíkur í leið III, val- kost sem er óhagstæður fyrir sam- félagið, umhverfið, umferðina og þróun miðborgarinnar.“ Ingibjörg Sólrún með Dagsbrún- arfyrirlestur BÓKASAFN Dagsbrúnar og ReykjavíkurAkademían í samstarfi við Eflingu – stéttarfélag boða til hins árlega Dagsbrúnarfyrirlesturs í dag, laugardaginn 19. nóvember. Fyrirlesari verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar. Erindi sitt nefnir hún: Ís- lenskt launafólk á tímum alþjóða- væðingar. Fyrirlesturinn hefst kl. 15 í ReykjavíkurAkademíunni, 4. hæð, JL húsinu, Hringbraut 121, Reykja- vík. Í fréttatilkynningu segir: „Í fyr- irlestrinum verður fjallað um hnatt- væðinguna og þróun hennar. Fjallað verður um efnahagslegt og pólitískt vald alþjóðlegra viðskiptablokka á tímum hnattvæðingar og áhrif þeirra á stefnumótun og umræðu á vettvangi stjórnmálanna. Rætt verð- ur um nýfrjálshyggjuna sem af- sprengi viðskiptalegra hagsmuna stórfyrirtækjanna og hvernig hún hefur vegið að jöfnuði og jafnrétti milli þjóða og innan þjóða. Þá verður fjallað um hvernig hægt sé að bregð- ast við þessari þróun og nýta hnatt- væðinguna í þágu launafólks og þeirra sem eiga undir högg að sækja í heiminum í dag.“ Að loknum fyrirlestri verður gest- um boðið að skoða Bókasafn Dags- brúnar og þiggja þar léttar veit- ingar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. KARLAKÓRINN Lóuþrælar og Sönghópurinn Sandlóur í Húna- þingi vestra halda söngskemmtun í Fella- og Hólakirkju í dag, laug- ardaginn 19. nóvember kl. 16. Stjórnandi Lóuþræla er Guð- mundur St. Sigurðsson og undir- leikarar Elínborg Sigurgeirsdóttir og Þorvaldur Pálsson. Karlakórinn Lóuþrælar er 20 ára á þessu ári, og hefur kórinn haldið á árinu nokkra hljómleika á Hvammstanga og í nágranna- byggðum. Kórfélagar eru um 30. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og höfðar til allra aldurs- hópa. Aðgangseyrir er 2.000 kr., en ókeypis er fyrir ungmenni til og með 14 ára. Lóuþrælar og Sandlóur syngja SALA er hafin á jólakortum Styrkt- arfélags vangefinna. Í ár prýðir mynd- in „Jól“ eftir Stefán Sigvalda Krist- insson kortin. Þau fást stök án texta á 85 kr. stk. og einnig 6 í búnti á 500 kr. Allur ágóði af sölu jólakortanna fer til að bæta þjónustu við þroskahefta. Félagið fékk nýlega úthlutað lóð undir nýtt sambýli fyrir mikið fatlaða ein- staklinga, sem brýn þörf er á að reisa. Munu byggingarframkvæmdir hefjast í byrjun nýs árs. Með dyggri aðstoð velunnara tekst vonandi að gera það fullbúið á næsta ári, segir í frétta- tilkynningu. Kortin verða til sölu á skrifstofu fé- lagsins, Skipholti 50c, 3. hæð, í Bjark- arási, Stjörnugróf 9, Lækjarási, Stjörnugróf 7, Lyngási, Safamýri 5, Ási, Brautarholti 6, Þroskahjálp, Háaleitisbraut 11–13, Öryrkjabanda- lagi Íslands, Hátúni 10, Lyfjum og heilsu, Eiðistorgi 17, Efnalauginni Björg, Álfabakka 12 og Háaleit- isbraut 58–60, og Skipholtsapóteki, Skipholti 50 b. Jólakort Styrktarfélags vangefinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.