Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 67
MENNING
HUGLEIKUR ræðst nú í það að
setja upp leikgerð á Jólaævintýri
Dickens. Þetta er fyrsta íslenska
leikgerðin á þessari sögu, sem hefur
verið vinsælt viðfangsefni leik-
húsfólks frá því hún kom út árið
1843.
Söguna þekkja flestir, klassísk
saga sem öll fjölskyldan getur notið
saman, og er kjörin til að koma fólki í
jólaskap. Hugleikarar láta sér þó
ekki nægja að fara einföldu leiðina
að efninu, heldur flytja atburðina úr
Lundúnaþoku nítjándu aldar inn í ís-
lenskt sveitaumhverfi.
Skröggur gamli er nú kominn inn í
íslenska nítjándu aldar baðstofu,
Tommi litli leikur sér að legg og skel
og draugarnir þír eru íslenskar
skottur og mórar. Og þátt fyrir
dramatískan undirtón sögunnar er
vörumerki Hugleiks að ærslast með
efniviðinn og gera hann að sínum.
Höfundar eru þau Sigríður Lára
Sigurjónsdóttir, Sigrún Ósk-
arsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og
Þorgeir Tryggvason. Með hlutverk
Skröggs fer Björn Thorarensen, en
alls standa um tuttugu manns á
sviðnu. Leikstjórn er í höndum höf-
unda.
Sýningar fara fram í Tjarnarbíói
og standa yfir fram í miðjan desem-
ber, auk tveggja sýninga milli jóla og
nýárs. Frumsýning er í kvöld kl. 20.
Í sýningunni eru fjölmörg sönglög
sem þegar hafa verið hljóðrituð og
verða gefin út á geisladiski. Um und-
irleik sér hljómsveitin Forynjur og
draugar, en þar eru m.a. innanborðs
félagar úr hljómsveitunum Ampop,
Hraun og Innvortis, auk þess sem
velflestir leikaranna grípa í hljóð-
færi þegar mikið liggur við.
Jólaævintýri Hugleiks er viða-
mesta uppfærsla félagsins síðan fjöl-
skyldusöngleikurinn Kolrassa var
sýndur árið 2002.
Leiklist | Hugleikur sýnir Jólaævintýri
Morgunblaðið/Sverrir
Skröggur í
íslenskri baðstofu
LIONSHREYFINGIN á Íslandi
heldur menningarhátíð í Salnum í
Kópavogi í dag. Fjölbreytt menn-
ingarstarf Lionshreyfingarinnar
verður kynnt og fram koma tveir
ungir listamenn þau Gróa Margrét
Valdimarsdóttir og Joachin Páll
Palomares fiðluleikarar. Þau Gróa
og Páll hafa bæði farið út og leikið
með Orkester Norden.
Orkester Norden er sinfón-
íuhljómsveit ungra tónlistarmanna
frá Norðurlöndum með gestum frá
baltneskum löndum á vegum Nor-
ræna ráðherraráðsins og hefur
þátttaka ungmennanna verið styrkt
af Lionshreyfingunni. Íslensk þátt-
taka í Orkester Norden hefur um
árabil verið hlutfallslega mikil mið-
að við fólksfjölda.
Þá verður kynntur fulltrúi Lions
á Íslandi á tónlistarkeppni Evr-
ópuþings Lionshreyfingarinnar,
Europa Forum, sem haldin verður í
Bournemouth á Englandi á næsta
ári, en þar eru það flautuleikarar
sem mæta til leiks. Fulltrúi Lions-
hreyfingarinnar á Íslandi verður
Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Menningarhátíð
Lionshreyfingarinnar
Í TILEFNI af 50 ára afmæli Kópa-
vogs var Kársnesskóli með þema-
viku 7.–11. nóvember og í lok vik-
unnar var afraksturinn til sýnis
fyrir foreldra og aðra gesti. Einn
hópur tók að sér þemað Óperuhús í
Kópavogi og komu krakkarnir,
ásamt kennara sínum Pjetri Maack,
í heimsókn í Óperuna í vikunni. Ing-
ólfur Níels Árnason fræðslustjóri
tók á móti þeim og fór með þau í
skoðunarferð um húsið. Ingólfur
sat svo fyrir svörum og voru krakk-
arnir greinilega vel undirbúin og
spurðu Ingólf spjörunum úr um
m.a. hvað hann teldi vera æskilega
stærð á óperuhúsi, hversu stórt svið
þyrfti að vera í húsinu og hvort
hægt væri að halda rokktónleika í
óperuhúsi. Afraksturinn var svo til
sýnis uppi í Kársnesskóla í lok
þemavikunnar og höfðu krakkarnir
búið til módel og teikningar af óp-
eruhúsi framtíðarinnar í Kópavogi.
Það er óhætt að segja að sköp-
unargleðin hafi ráðið ríkjum hjá
krökkunum í Kársnesskóla og sem
dæmi má nefna að einn hópurinn
hannaði óperuhús sem er eins og
hvalur, þar sem aðalinngangur
hússins er um gin hvalsins og á þak-
inu er gosbrunnur. Annar hópur
hannaði hús sem lítur út eins og
blóm séð úr lofti.
Sýning á verkum krakkanna
verður opnuð í Íslensku óperunni í
dag kl. 11 og verður húsið opið fyr-
ir gesti og gangandi til kl. 14.
Börn hanna óperuhús
SNORRI Ásmundsson opnar yf-
irlitssýningu á Nýlistasafninu í dag
þar sem hann gerir upp feril sinn
undanfarin ár og þar ber ýmislegt
á góma.
„Snorri er listamaður sem oft
hefur leitast við að hafa bein áhrif
á samfélagið með opinberum
uppákomum. Hann hefur und-
anfarin ár truflað tilveru fólks
með umfangsmiklum gjörningum
sínum sem hafa oftar en ekki
beinst að helstu feimnismálum al-
mennings eins og pólitík, kynlífi
og trúmálum. Borgarstjórn-
arframboð, forsetaframboð, til-
nefningar til heiðursborgara og
sala aflátsbréfa svo dæmi séu tek-
in. Hann hefur fengist við að
skoða viðbrögð umhverfisins, þ.e.
viðbrögð fólks við því þegar við-
urkenndum gildum er snúið á
hvolf og þegar, annars valdalaus,
einstaklingur tekur sér vald sem
alla jafna er úthlutað eftir fyr-
irfram gefnum reglum. Hvernig
svo sem fólk bregst við þessum
uppátækjum listamannsins þá er
hann fyrst og fremst að ögra sam-
félaginu og gildum þess. Hann leit-
ar á mið sem kalla á snörp við-
brögð og kannar um leið mörk
náungans og væntanlega sín eig-
in,“ segir í kynningu.
Snorri sýnir á Nýló
SÝNING Tilraunaeldhússins verð-
ur opnuð í Nýlistasafninu í dag og
stendur til 19. desember. Sýnendur
eru Helgi Þórsson (Stilluppsteypa),
Magnús Helgason, Auxpan (Elvar
Már Kjartansson), Borko (Björn
Kristjánsson), Trabant og DJ Mus-
ician (Pétur Eyvindsson).
„Við val sitt á sýnendum ein-
blíndi Tilraunaeldhúsið á list sem
sendir umsvifalaust flugelda í slag-
æðar áhorfandans. Við flækjum
ekki heilabrot í hjartarótunum.
Við viljum að listin hellist yfir okk-
ur milliliðalaust, án málalenginga.
Við njótum hennar eins og op-
inmynnt barn starir í glitrandi
ljósaperu, við heillumst hiklaust.
Við potum í takka og sveiflum okk-
ur í regnbogalitum vírum. Það er
gaman. List er skemmtileg. Hún er
ekki flókin gáta fyrir áhorfandann
að leysa. Það er gaman í Eldhúsinu
og Eldhúsið logar,“ segir í kynn-
ingu.
Á sýningatímabilinu slær Til-
raunaeldhúsið upp röð ellefu við-
burða þar sem fornar dyggðir þess
eru endurvaktar – eldar kveiktir
milli ólíkra listamanna í ólíklegum
og æsilegum samstarfsverkefnum.
Viðburðir Tilraunaeldhússins
verða á þriðjudögum, fimmtudög-
um og laugardögum frá og með
22. nóvember–19. desember og
verða nánar auglýstir síðar.
Tilraunaeldhúsið hefur verið
starfrækt í sjö ár af Jóhanni Jó-
hannssyni, Hilmari Jenssyni og
Kristínu Björk Kristjánsdóttur
(Kira Kira).
Tilraunaeldhúsið á Nýló