Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 2
Jörundur hundadaga- konungur Ævintýramaðurinn sem lagði Ísland undir sig. Lygilegri en nokkur skáldskapur. Frábær ævisaga. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - Reykjavík s. 5528866 - skrudda@skrudda.is ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST Hundruð millj- arða króna berast til Afríku frá innflytjend- um sem fengið hafa störf í Evrópu. NORDICPHOTOS.AFP SPÁNN Afrískir innflytjendur á Spáni senda sem svarar til 24 milljarða króna af launum sínum hvert ár til ástvina sinna í heima- löndum sínum og lina þannig þjáningar og fátækt hjá hálfum milljarði manna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem spænsk stofnun í alþjóðamál- um lét gera. Þar kemur auk þess fram að gera megi því skóna að þetta fé, og annað það sem berst frá innflytjendum í öðrum vestrænum löndum, geri meira fyrir fátæka íbúa í mörgum ríkjum álfunnar en sú neyðarhjálp er þjóðir heims senda reglulega til Afríku þar sem fleiri milljónir manna lifa á 60 krónum eða minna hvern dag. ■ Innflytjendur á Spáni: Senda fúlgur til síns heima ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� HONG KONG, AP Til átaka kom á milli nokkurra tuga mótmælenda og lög- reglu við upphaf ráðherrafundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í Hong Kong í gær. Eftir að friðsamlegri kröfu- göngu lauk í gærmorgun þar sem 4.500 manns fylktu liði reyndu rúmlega sjötíu suðurkóreskir bændur að brjóta varnarlínu lög- reglunnar umhverfis fundarstað erlendu sendinefndanna í borg- inni. Þeir létu höggin dynja á lög- reglumönnum með bambusstöfum sem svöruðu að bragði með því að sprauta á þá piparúða. Áður en til þessarar snerru kom stukku um eitt hundrað Suður-Kór- eumenn ofan í eina af höfnum borg- arinnar og freistuðu þess að synda til ráðstefnuhallarinnar. Áður en þeir komust á leiðarenda voru þeir hins vegar veiddir upp úr vatninu af lögreglumönnum á bátum. Suðurkóresku bændurnir óttast að kröfur WTO um að hrísgrjón- amarkaðir landsins verði opnaðir muni ganga af stétt þeirra dauðri. John Tsang, viðskiptamálaráð- herra Hong Kong, kvaðst harma átökin og varaði óeirðaseggina við að tekið yrði á þeim af hörku. Einn leiðtogi mótmælendanna sagði hins vegar að þeir væru hvergi nærri hættir aðgerðum sínum. Á fundinum var fyrirhugað að ljúka svonefndri Doha-samninga- lotu sem miðar að því að draga verulega úr hvers kyns tollamúrum og niðurgreiðslum en ekki er búist við að mikill árangur verði af við- ræðunum. - shg HANDALÖGMÁL Mótmælendur huldu and- lit sín með grímum til að verjast piparúða lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hófst í gær: Mótmælendur lömdu lögreglu Nafn hins látna Maðurinn sem lést í umferðarslysi á hringvegin- um við Sætún í Svalbarðsstrand- arhreppi hét Sigurður Arnar Ró- bertsson. Hann var fæddur árið 1967 í Reykjavík en búsettur að Laxagötu 6 á Akureyri. Sigurður lætur eftir sig þrjú börn. Bifreið sem hann ók lenti út af hring- veginum að morgni mánudagsins 12. desember, hafnaði á hvolfi og kom eldur upp. Vegfarendum sem komu að bílnum tókst ekki að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki. Þegar lögregla og Slökkvi- lið Akureyrar komu á staðinn var Sigurður látinn. BANASLYS SVÍÞJÓÐ Svíar ætla að koma sér upp verksmiðju til að framleiða efni til bólusetninga fyrir árið 2010. Verksmiðjan er hluti af viðbragðsáætlun Svía ef farsótt á borð við fuglaflensu brýst út. Ríkisstjórnin mun ræða við full- trúa alþjóðlegra lyfjarisa um samstarf. Á vefútgáfu Dagens Nyhet- er kemur fram að áætlað sé að verksmiðjan kosti um 10 millj- arða sænskra króna og að ekki sé endanlega frágengið hversu mikið Svíar muni greiða og hvort aðrar þjóðir taki þátt í að byggja verksmiðjuna. - ghs Ótti við útbreiðslu sjúkdóma: Svíar bregðast við farsóttum 2 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Hjalti, er nokkuð mál að gera mynd um Jón Pál? „Já, ég þarf að hafa mig allan við.“ Hjalti Úrsus Árnason er með í bígerð heimildarmynd um kraftajötuninn Jón Pál Sigmarsson heitinn. BÆKUR Þýskt útgáfufyrirtæki hefur keypt útgáfuréttinn að skáldsögu Árna Þórarinssonar, Tíma nornar- innar, í Þýskalandi fyrir 2,3 millj- ónir króna. Útgáfufyrirtækið JPV, sem gefur bækur Árna út, segir það metfé fyrir íslenska bók. Um er að ræða fyrirtækið Droemer Knaur sem er eitt hið öflugasta í Þýskalandi. Tvö önnur forlög sýndu einnig mikinn áhuga á bók Árna. Sjálfur segir Árni að þetta hafi komið honum á óvart. „Það er greinilegt að áhrif Arnalds Indriðasonar eru mikil og hann hefur rutt glæpaskáldsögum ákveðna braut í Þýskalandi. Ég er að vonum ánægður með árangur- inn og tel ljóst orðið að Jóhann Páll Valdimarsson sé ansi góður sölu- maður.“ Tími nornarinnar er fjórða skáldsaga Árna en fyrsta bók hans, Nóttin hefur þúsund augu, var einnig gefin út í Þýskalandi. „Það var með litlum árangri og það forlag fór á hausinn skömmu síðar. Þessi nýi samningur er hins vegar mikil búbót og hver veit nema pakkarn- ir undir jólatrénu þessi jólin verði stærri en ella fyrir vikið.“ - aöe Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson verður gefin út í Þýskalandi: Metverð fyrir útgáfurétt HRÓÐUR ÍSLENSKRA RITHÖFUNDA EYKST ENN Fjórða bók Árna Þórarinssonar, Tími nornar- innar, hefur verið seld fyrir 2,3 milljónir til Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MANNRÉTTINDI Dick Marty, öld- ungadeildarþingmaður frá Sviss, segir í skýrslu sinni fyrir Evrópu- ráðið að ásakanir um leynifang- elsi og fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA séu trú- verðugar. Hann segir þó engin slík fangelsi starfrækt í Evrópu í dag. Marty kynnti niðurstöður bráða- birgðaskýrslu sinnar fyrir mann- réttindanefnd Evrópuráðsins í gær en hann var fenginn til að kanna hvort fótur væri fyrir því að CIA flytti grunaða hryðju- verkamenn um evrópska flugvelli í leynileg fangelsi til yfirheyrslna í trássi við alþjóðalög. Í skýrsl- unni segir Marty að „upplýsing- ar sem safnað hefur verið fram á þennan dag renni stoðum undir trúverðugleika ásakananna um flutninga og tímabundið varðhald einstaklinga, án dóms og laga, í evrópskum ríkjum.“ Á blaðamannafundi í kjölfarið sagði Marty telja að engin leyni- fangelsi væru ennþá starfrækt í álfunni heldur hefði þeim verið lokað í kjölfar frétta af málinu og fangarnir fluttir til Norður-Afr- íku, að líkindum til Marokkó. Engin Evrópulönd voru sér- staklega nefnd í skýrslunni. Þar segir samt að „þótt of snemmt sé að staðhæfa að ríkisstjórnir landanna sem í hlut eiga hafi haft vitneskju um eða tekið þátt í ólög- legu athæfi er alvara ásakananna svo mikil og vísbendingarnar svo eindregnar að rétt sé að halda ítarlegri rannsókn áfram.“ Marty fer hörðum orðum um bandarísk stjórnvöld í skýrslunni og bendir á að þau hafi aldrei neit- að ásökununum. „Skýrsluhöfund- ur vill lýsa vanþóknun sinni á að Rice gaf engar upplýsingar eða útskýringar um málið í Evrópuför sinni,“ segir í skýrslunni og er þar átt við Condoleezzu Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Rannsókn málsins mun halda áfram og hefur Marty meðal ann- ars farið fram á að fá gervihnatta- myndir af tveimur herflugvöllum í Rúmeníu og Póllandi en mann- réttindasamtökin Human Rights Watch hafa haldið því fram að þar hafi leynifangelsin verið starf- rækt. sveinng@frettabladid.is Ásakanir um leyni- fangelsi trúverðugar Svissneskur öldungadeildarþingmaður sem rannsakað hefur ásakanir um fangaflutninga og leynifangelsi CIA fyrir Evrópuráðið segir þær trúverðugar í nýútkominni skýrslu sinni. Hann átelur bandarísk stjórnvöld fyrir þögn sína. Á FUNDI MANNRÉTTINDANEFNDARINNAR Að sögn Dicks Marty flutti CIA alla sína fanga frá Evrópu til Marokkó þegar umræður um leynifangelsin komu upp í síðasta mánuði. MYND/AP Á IÐUFELLI Sextugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rækt- unar á marijúana. MYND/SUNNLENSKA LÖGREGLA Á annað hundrað kann - abisplöntur og fimm kíló af marijúana fundust við húsleit á ferðaþjónustubænum Iðufelli í Laugarási í gær. Þetta er einn stærsti fíkniefnafundur lögregl- unnar á Selfossi hvað magnið varðar. Söluverð fíkniefnanna er 3.000 til 3.500 krónur grammið komið á götunni. Lögregla hefur handtekið einn mann vegna málsins og óskað eftir að hann verði úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Maðurinn hefur áður verið ákærður fyrir tryggingasvik og íkveikjutilraun í húsi á Stokkseyri og verður það tekið fyrir í dómi á næstunni. ■ Marijúana á Selfossi: Maður í viku gæsluvarðhald
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.