Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 18
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja til Hæsta- réttar tveggja ára fangelsisdómi sem fyrir helgi var kveðinn upp yfir 16 ára pilti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann nam, í félagi við aðra, á brott starfsmann Bón- usverslunar á höfuðborgarsvæðinu og píndi hann til að taka út peninga í banka. Árásin átti sér stað föstu- daginn 2. september. Jóhannes Ásgeirsson, lögmað- ur piltsins, staðfesti að til stæði að áfrýja. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar piltinum verður gert að sitja af sér dóminn, en líklegt er talið að það verði á Litla- Hrauni. Er það vegna þess að pilt- urinn hefur áður orðið uppvís af tilraun til að smygla um 44 grömm- um af hassi í fangelsið á Litla- Hrauni og því ólíklegra að fallist verði á lágmarksgæslu. Einnig var dæmt vegna þess núna, en bróðir piltsins, tveimur árum eldri, játaði að hafa fært honum efnin. Sá var dæmdur til greiðslu 150.000 króna sektar. Jóhannes segir hér vanta úrræði fyrir unga afbrotamenn. „Að sjálfsögðu verður að vera til unglingafangelsi og einhver upp- byggileg starfsemi þar,“ segir hann og telur aðstæður sem ungum afbrotamönnum eru hér búnar vera forkastanlegar. Lög- maðurinn segir hins vegar nokkuð vel útlistað í dómsorðinu hvernig á því standi að dómurinn yfir pilt- inum sé jafnþungur og raun ber vitni. Fram kemur í dómnum að með broti sínu hafi pilturinn rofið 13 mánaða skilorðsbundna fangelsis- refsingu, sem kveðin var upp yfir honum sama dag, en alls hljóðaði sá dómur upp á 16 mánaða fang- elsi. Að auki var pilturinn með á bakinu 5 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað frá því í desem- ber 2004. „Að rjúfa skilorð dóms- ins samdægurs þykir bera vott um styrkan og einbeittan brotavilja ákærða og er það virt til refsi- hækkunar,“ segir í dómnum, en tekið fram að á móti komi skýlaus játning og ungur aldur. Sá elsti í hópnum sem rændi Bónusstarfsmanninum, 26 ára að aldri, var ökumaður bílsins sem notaður var við árásina. Hann var fyrir aðild sína dæmdur í fimm mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár. Þá voru hann og pilturinn dæmdir til að greiða þeim sem rænt var 300.000 krónur í miska- bætur. olikr@frettabladid.is VIÐ ÞINGFESTINGU Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Í NÓVEMBERBYRJUN Fimm voru ákærðir í máli þar sem starfsmanni í Bónusverslun var rænt og hann píndur til að taka út peninga í hraðbanka. Tveir voru sýknaðir, einn hlaut tveggja ára fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ungur brotamaður áfrýjar héraðsdómi Máli 16 ára pilts sem fyrir helgi var dæmdur í tveggja ára fangelsi verður áfrýj- að til Hæstaréttar. Lögmaður piltsins segir hér vanta úrræði fyrir afbrotaungl- inga. Af fimm sem voru ákærðir í málinu voru þrír sýknaðir. Í TILEFNI AF GULLSÖLU Á ÞVÍ BESTA MEÐ STRÁKUNUM MÆTA SVEPPI, AUDDI OG PÉTUR KLUKKAN 15:00 FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER Í BT SMÁRALIND OG ÁRITA! TRYGGÐU ÞÉR ÁRITAÐ EINTAK AF ÞVÍ BESTA MEÐ STRÁKUNUM! BANDARÍKIN Þrátt fyrir þrjár þrumuræður um stjórnmálaupp- bygginguna í Írak að undanförnu bendir ný viðhorfskönnun CNN, USA Today og Gallup til að 58 pró- sent Bandaríkjamanna telji George W. Bush forseti skorta stefnu sem skila mun árangri í hernaðinum í Írak. Könnunin var gerð um helg- ina en greint var frá niðurstöðum hennar í fyrrakvöld. Rúmlega þús- und Bandaríkjamenn voru spurðir um afstöðu sína til frammistöðu forsetans. 59 prósent sögðu hann hafa haldið illa á málefnum Íraks, sem er lægra hlutfall en í könnun síð- astliðins mánaðar en þá voru 63 prósent óánægð með forsetann. 63 prósent telja að Írakar séu á réttri leið í lýðræðisátt. Bush hélt ræðu í Philadelphiu í fyrrakvöld um Íraksmálin en ræðan var sú þriðja og næstsíðasta í fundaherferð sem farin er í því markmiði að vinna hernaðinum stuðning. Í ræðunni undirstrik- aði hann að enn væri langt í land með að lýðræði kæmist á í Írak en þegar þeim áfanga væri náð væri heimurinn öruggari fyrir hryðju- verkamönnum. Hann viðurkenndi ennfremur að sennilega hefðu 30.000 óbreytt- ir borgarar fallið í Írak síðan inn- rásin var gerð 2003 en hingað til hafa bandarísk stjórnvöld verið mjög treg til að áætla slíkt mann- fall. - shg GEORGE W. BUSH Forsetinn viðurkenndi í fyrrakvöld að 30.000 borgarar hefðu fallið í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandarísk Gallup-könnun á viðhorfum almennings til málefna Íraks: Fleiri ánægðir með forsetann FÉLAGSMÁL Greiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði Tryggingastofnunar árið 2004 námu alls um 6.6 millj- örðum króna og jukust um yfir einn milljarð ár hvert frá árinu 2000. Þetta kemur fram í Staðtölum almannatrygginga sem nýkomn- ar eru út. Kemur þar í ljós að árið 2000 fengu rúmlega fjögur þúsund manns fæðingarorlofsgreiðslur. Þar af voru karlmenn helmingi færri en konur. Fjórum árum síðar nutu yfir tólf þúsund manns sömu greiðslu og voru þar af 6600 konur móti 5600 karlmönnum. Reyndust heildargreiðslur Tryggingastofnunar vegna þessa 1.6 milljarður um aldamótin en er nú 6.6 milljarðar króna. - aöe RÚMLEGA FJÖGUR ÞÚSUND FÆÐINGAR ÁRIÐ 2004 Fæðingaorlofsgreiðslur jukust um fimm milljarða króna frá árinu 2000 til ársins 2004. Tryggingastofnun greiddi 6,6 milljarða í fæðingarorlof: Greiðslurnar jukust um ríflega milljarð DANMÖRK Danskir atvinnurekend- ur hafa áhyggjur af aukinni notk- un inni á vinnustöðunum. Þetta kemur fram í dagblaðinu Industriens Dagblad þar sem bent er á hversu margar fyrirspurn- ir berist frá vinnuveitendum um hvernig eigi að taka á starfsmönn- um sem neyta efna í vinnutíman- um. Er þar um að ræða allt frá kókaíni og amfetamíni til örvandi lyfja af ýmsu tagi. Telja sérfróðir þetta afleiðingu álags sem leiðir sífellt fleiri til þunglyndis sem þeir telja auðveldara að eiga við með hjálp slíkra efna. ■ NEYSLA Á VINNUSTÖÐUM Danir neyta í síauknum mæli fíkniefna í vinnunni. Vaxandi vandamál: Danir dópaðir í vinnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.