Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 35

Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 35
][ Ferðaáætlun Útivistar 2006 kemur út í dag Sólarlandaferðir verða sífellt vinsælli hjá Íslendingum um jólin. Það skiptir máli þegar farið er til sólarlanda að gleyma ekki að nota sólarvörn þar þó að það sé hávetur hérna heima. Ólöf Björnsdóttir er íslensk myndlistarkona sem hefur verið búsett í London til fjölda ár. Hún er mikill matgæðingur og hér er listi yfir uppáhalds- veitingastaði hennar í heims- borginni sem Íslendingar sækja mikið til. MORO RESTAURANT Frábær marokkóskur/spænskur veit- ingastaður. Þarf helst að panta. Ekki alveg í miðbænum, frekar á mörkum City, en þess virði að taka leigubíl þangað. Meðalverð á aðalrétt er um 30 pund. www.moro.co.uk/, á Exmouth Market sími: 0044 (0) 207 833 8336 CORK AND BOTTLE Virkilega góður vínbar með mat, sérstak- lega áströlsk og nýsjálensk vín. Hann er ódýr þótt sum af 1000 vínum sem boðið er upp á kosti sitt, óformlegur og frábærlega staðsettur. Er á Cranbourn street sem liggur frá Charing Cross Rd inn á Leicester Square. Þar er hann á vinstri hönd, gengið niður hringstiga niður í kjallara (vinstra megin við brúnt skilti sem á stendur „Sex shop“). Þarf yfirleitt ekki að panta nema ef til vill á föstudagskvöldi. 44-46 Cranbourn Street, Leicester Square, sími: 0044(0)20 7734 7807 MOHSEN Góður persneskur matur. Gott að taka leigubíl eða tube a High Street Kensington. Má hafa vín með sér (bring your own). Þarf ekki að panta. 152 Warwick Road, sími: 0044 (0) 207 602 9888. SMITH‘S Fyrir steikarunnendur er enginn staður betri en Smith´s. Þar er gengið af hæð á hæð og steikurnar verða sífellt dýrari og fínni eftir því sem ofar er komið uns komið er á efstu hæð með útsýni yfir St. Pauls og dýrð- legum 23 daga svartfjallasteik. Þarf að panta á efstu hæð en ekki neðar í húsinu. Við Smithfields market (kjöt- markað borgarinnar), 67- 77 Charterhouse St., sími 0044(0)2072517997. FRENCH HOUSE DINING ROOM Franskur og skemmti- legur, mjög lítill og notalegur. Matseðillinn hljómar ekki alltaf vel, nautatunga með beinmerg til dæmis, en látið ekki blekkjast, Virkilega gott. Þarf að panta. 49 Dean Street, Soho, LOND- ON, W1D 5BG, W1D 5BG sími: 0044(0)207 437 2477. THE RED FORT Einn af bestu indversku veitingastöðum Lond- on (og þar með heimsins!?). 77 Dean Street, Soho, London, W1D 3SH sími: 020 7437 2115. BELGO Fínn belgískur matur í Covent Garden, borinn fram af þjónum í munkakuflum. Þarf yfir- leitt ekki að panta. Þeir eru með hádegistilboð fyrir tæp 6 pund. http: / /www.belgo-restaurants. com/. 29B Sheldon Street. ITSU Sushi á færibandi. Fínn fyrir hádegismat og svona rétt fyrir bíó. Sniðugt fyrir mjög litla hópa. 103 Wardour Street, Soho. LA PORTE DES INDES London Fransk indverskur matur. Namm. Ævintýralegt umhverfi. Frábær fyrir hópa. Endar alltaf með að vera frekar dýr. Ágætis kokteil- ar hækka reikninginn. Matseðill kostar 38 pund. http: / /www.blueelephant.com/ pi/london/set_menu.html Góðir veitingastaðir í London Það er meira hægt að gera í London en að versla. Sífellt meiri straumur ferða- manna fer í gegnum Keflavík- urflugvöll samkvæmt nýjustu tölum. Samkvæmt tölum frá Keflavíkur- flugvelli eru farþegar á þessu ári orðnir mun fleiri en allt árið 2004. Í nóvember á síðasta ári fóru 107 þús- und farþegar um völlinn en í sama mánuði á þessu ári voru farþegarn- ir tæplega 116 þúsund. Aukningin er því upp á átta prósent. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 1,7 milljónir farþega farið um Keflavíkurflugvöll. Taldir eru allir ferðamenn, bæði þeir sem fara frá landi, millilenda eða hafa viðdvöl. Aukning á straumi ferða- manna nemur því 10,6 prósentum milli ára. Fyrstu ellefu mánuði ársins í fyrra fóru rúmlega 1,5 milljónir farþega um völlinn. Miðað við fyrstu ellefu mánuði áranna 2004 og 2005 hefur ferðamannastraumur um Keflavíkurflugvöll aukist um 10,6 prósent. Fleiri fara um Keflavíkurflugvöll Hallormsstaðarskógur er stærstur allra skóga á Íslandi. Þar er hægt að ganga um fjörutíu kílómetra eftir merkt- um gönguleiðum og skoða sum elstu tré landsins. Eins er landslagið umhverfis skóginn afar fjölbreytt og heillandi. Stærsti skógur landsins er við sunnanvert Lagarfljót. Hallorms- staður, sem áður var prestssetur, er tæplega þrjátíu kílómetra frá Egilsstöðum, skammt frá þeim stað sem Jökulsá í Fljótsdal fellur í Fljótið. Lög um verndun Hallorms- staðarskógar voru sett árið 1899 og sex árum síðar var megnið af skóginum girt af. Nú eru um 740 hektarar innan girðingar en heild- arflatarmál friðlandsins er 18,54 ferkílómetrar. Árið 1940 var skóg- urinn friðaður fyrir búfjárbeit. Skógrækt var stofnuð í Hall- ormsstaðarskógi árið 1903 og eru þar nú framleiddar trjáplöntur og gerðar tilraunir með erlendar teg- undir. Þar eru framleiddar um það bil tvö hundruð þúsund plöntur árlega, sem svo eru gróðursettar á skógræktarsvæðum landsins. Trjásafn er við gróðrarstöðina, þar sem flest elstu og stærstu trén er að finna. Um sjötíu prósent skógarins eru náttúrulegur birkiskógur og eru þau elstu þeirra um 160 ára gömul og ná allt að tólf metra hæð. Jafnframt er meira af náttúruleg- um reyniviði og gulvíði þarna en annars staðar á landinu. Í Hallormsstaðarskógi eru um fjörutíu kílómetrar af götuslóðum og merktum gönguleiðum og er öllum frjálst að ganga um skóginn. Stærsti skógur á Íslandi Trén í Hallormsstaðarskógi eru afar fjöl- breytt og falleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.