Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 40
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Samkeppnishæfni fyrirtækja
getur skipt sköpum hvort heldur
er innanlands eða utan. Með vax-
andi alþjóðavæðingu og sam-
keppni á heimsvísu kjósa alþjóð-
leg stórfyrirtæki sér starfsvett-
vang þar sem hagstæðust skil-
yrði bjóðast, óháð staðsetningu.
Okkur er mikið í mun að íslensk-
ur sjávaútvegur haldi sínum
sessi. Verði hér eftir sem hingað
til í allra fremstu röð,“ sagði Ein-
ar Kristinn Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra þegar hann
kynnti nýja skýrslu um sam-
keppnishæfni íslensks sjávar-
útvegs í samanburði við þann
norska.
Samanburðurinn var gerður í
líkani sem verðlagsstofa skipta-
verðs vann í samstarfi við Há-
skólann á Akureyri og Háskólann
í Tromsö. Sagði ráðherra líkanið
góðan mælikvarða á samkeppnis-
hæfni sjávarútvegsins.
„Íslensk fiskvinnslufyrirtæki
eru feti framar en þau norsku.
Forskot Íslendinga er einkum að
þakka háu tæknistigi og góðu
samstarfi við íslenska framleið-
endur fiskvinnslubúnaðar. Afli
berst að landi mun jafnar hér en
þar. Ástæðan er líklega meira
samspil veiða og vinnslu, en hér á
landi eru eignatengsl þessara
þátta ríkari en í Noregi,“ sagði
Einar Kristinn. Þó vantaði mikið
upp á hér á landi í að mennta
fiskvinnslufólk og millistjórn-
endur. Staða þeirra mála væri
betri í Noregi.
Eins og sjá má í meðfylgjandi
töflu skilar fiskveiðistjórnun Ís-
lendinga þeim töluvert hærri
samkeppniseinkunn en Norð-
mönnum. Sjávarútvegsráðherra
sgaði þetta helgast fyrst og
fremst af því að á Íslandi væri
framsal aflaheimilda mun frjáls-
ari en í Noregi. Þá væri meiri
ánægja með fiskveiðikerfið hér
en í Noregi.
„Norðmenn eru svo aftur á
móti mun sáttari við hafrann-
sóknir sínar og veiðiráðgjöf og
munar þar töluvert miklu. Ís-
lendingar standa sig hins vegar
miklu betur við eftirlit hvers
konar. Reyndar vekur það síðast-
nefnda nokkra athygli því út-
gerðarmenn hafa á stundum
kvartað undan óhóflegu eftirliti
að þeirra mati. Þegar á reynir
virðast þeir bara býsna ánægðir,
í það minnsta umtalsvert sáttari
en Norðmenn,“ sagði Einar K.
Guðfinnsson.
Vika Frá áramótum
Actavis Group 1% 30%
Bakkavör Group 5% 112%
Flaga Group -2% -19%
FL Group 4% 78%
Grandi -1% 22%
Íslandsbanki 2% 50%
Jarðboranir 0% 19%
Kaupþing Bank 2% 54%
Kögun 0% 28%
Landsbankinn 0% 102%
Marel -2% 30%
SÍF 0% -14%
Straumur 1% 65%
Össur 4% 54%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Ívið betri en Norðmenn
Rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja er mun verra á Ís-
landi en í Noregi, aðallega vegna sterkrar krónu. Heilt á litið
kemur þó íslenskur sjávarútvegur vel út í samanburðinum.
„Við ætlum að bjóða viðskipta-
vinum okkar símaþjónustu í
gegnum netið,“ segir Hreinn Jak-
obsson, forstjóri Skýrr. Verða
símtölin flutt með svokölluðum
IP-staðli og er ekki um hefð-
bundna símaþjónustu að ræða í
samkeppni við Símann og Og
Vodafone, að sögn Hreins. Þetta
er viðbót við internetþjónustu og
gagnaflutninga sem viðskipta-
vinum Skýrr býðst.
Forstjóri Skýrr segir þessa
tækni hafa lengi verið í umræð-
unni en ekki rutt sér til rúms hér
á landi ennþá. Fjarskipta- og
tölvutækni sé að renna saman í
eitt. Nú sé verið að prófa þetta
kerfi, uppitíma og áreiðanleika.
Áfram verði fylgst með tækni-
þróun en gæðin eigi ekki að vera
minni en í hefðbundna símakerf-
inu. Kostnaður við þessi símtöl sé
hins vegar mun minni.
Þetta er sambærileg tækni og
notendur Skype-forritsins
þekkja. Hins vegar verður not-
andinn bara með hefðbundin sím-
tæki á borði sínu og getur hringt
í hvaða númer sem er. – bg
deCODE vill kaupa líftæknifyrir-
tækið Urður, Verðandi, Skuld
(UVS). Samningaviðræður um
það hafa verið í gangi í þó
nokkurn tíma. Erfiðlega hefur
gengið að ná saman. Er meðal
annars tekist á um hversu verð-
mætt félagið er samkvæmt heim-
ildum Markaðarins. Einn heim-
ildarmaður segir að Urður, Verð-
andi, Skuld hafi nánast verið
komið í þrot með reksturinn.
Urður, Verðandi, Skuld var
stofnað árið 1998 og hefur byggt
upp stórt safn lífsýna sem mynda
gagnagrunn um krabbamein á Ís-
landi. Hafa yfirmenn fyrirtækis-
ins sagt gagnagrunninn einstak-
an í heiminum.
Í byrjun desember var öllu
starfsfólki UVS sagt upp. Óvissa
er um framhald rekstursins.
Stærstu eigendurnir eru Actavis
Group og Straumur – Burðarás
fjárfestingabanki.
deCODE hefur hingað til ekki
einbeitt sér að þróun lyfja gegn
krabbameini. – bg
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður úr Vestmannaeyjum og
fjárfestir, er í viðræðum við eig-
endur Toyota-umboðsins á Ís-
landi um kaup á fyrirtækinu eins
og komið hefur fram í Markaðn-
um. Hann segir niðurstöðuna enn
óljósa í þeim viðræðum en vonar
að hún fáist fyrir vikulok. Þó geti
það dregist lengur. Verðhug-
myndir hafi verið settar á borðið
en það eigi eftir að ganga frá
ýmsum lausum endum. Í mörg
horn sé að líta þegar svona fyrir-
tæki sé keypt.
P. Samúelsson er umboðs- og
söluaðili Toyota á Íslandi. Félagið
á talsvert af fasteignum bæði á
höfuðborgarsvæðinu sem og úti á
landi. Samkvæmt ársreikningi
félagsins fyrir árið 2003 nam
velta þess 11,6 milljörðum króna,
rekstrarhagnaður fyrir skatta
var 550 milljónir og eigið fé var
bókfært á 1.240 milljónir. Telja
verður að velta félagsins og
hagnaður hafi aukist nokkuð frá
árinu 2003. Félagið hefur ekki
skilað inn ársreikningi fyrir árið
2004. Bókfærðir fastafjármunir
samkvæmt uppgjöri ársins 2003
eru 105 milljónir en raunvirði
þeirra nokkuð hærra. – bg
Semja um kaupin á Toyota
Toyota-umboðið er enn óselt. Viðræður halda áfram.
Skýrr í símaþjónustu
Símtöl í gegnum netið verða loksins að veruleika.
Ísland Noregur
Heildareinkunn 4,6 4,5
1. Stjórn fiskveiða 4,5 4,0
2. Rekstrarumhverfi 4,6 5,1
3. Innviðir rekstrar 4,8 5,2
4. Sjávarútvegsfyrirtæki 4,8 4,7
5. Fiskvinnsla 4,6 4,2
6. Markaðsstarf 4,3 4,0
deCODE vill
kaupa UVS
Gagnagrunnur um krabbamein Íslendinga til sölu.
Útgáfan nálgast
150 milljarða
Toyota vill enn njóta íslenskra skuldabréfavaxta.
„Á síðasta ári sóttu skráð fyrir-
tæki um 170 milljarða króna á
markað eða um 16 prósent af
markaðsvirði fyrirtækjanna í
árslok. Hlutfallið var hvergi
hærra í Evrópu og fjárhæðin í
krónum var raunar hærri en í
nokkurri annarri kauphöll á
Norðurlöndum. Skráð félög
hafa á þessu ári haldið áfram
að virkja hlutabréfamarkaðinn
til vaxtar og hafa það sem af er
ári gefið út nýtt hlutafé að
markaðsvirði yfir 120 milljarð-
ar,“ segir Kristín Jóhannsdótt-
ir, markaðs- og kynningarstjóri
Kauphallar Íslands, í grein sem
hún ritar í Markaðinn í dag.
Kristín segir kauphöllina
hafa leikið stórt hlutverk í
vexti skráðra fyrirtækja. Það
megi merkja best af því mikla
fjármagni sem fyrirtækin hafi
sótt á hlutabréfamarkaðinn.
Skráning liðki líka fyrir
annarri fjármögnun og skráð
félög hafi nýverið gert samn-
inga um mjög stórar lántökur á
hagstæðum kjörum. – bg. Nánar
bls. 14
Styrking krónunnar í kjölfar
nýrra verðbólgutalna eykur enn
hvata til erlendrar skuldabréfa-
útgáfu í íslenskum krónum.
Fjármálaarmur bílafyrirtæk-
isins Toyota gaf út skuldabréf í
íslenskum krónum fyrir fimm
milljarða í gær. Erlend skulda-
bréfaútgáfa í krónum stefnir nú
hraðbyri í 150 milljarða króna.
Toyota hafði áður gefið út
bréf fyrir fimm milljarða
króna og nemur því
heildarútgáfan tíu
m i l l j ö r ð u m
króna. Bréf
g æ r d a g s i n s
eru til tveggja
og hálfs árs,
en algengasta
lengdin á útgáf-
unni er eitt til
tvö ár. Lengstu bréfin í þess-
ari útgáfu hafa verið til fimm
ára.
Nýsjálendingar hafa lengsta
reynslu af slíkri útgáfu, en hún
hefur staðið yfir þar í meira en
tvo áratugi. Í nýrri grein í Pen-
ingamálum Seðlabankans er far-
ið í saumana á erlendri skulda-
bréfaútgáfu. Þar er meðal ann-
ars bent á að reynsla Nýsjálend-
inga sé sú að þessi útgáfa hafi
haft jákvæð áhrif á efnahagslíf-
ið og geti verið til þess fallin að
dýpka gjaldeyris-
markaðinn. -hh
S A M K E P P I S H Æ F N I
S J Á V A R Ú T V E G S I N S
S A M A N B U R Ð U R M I L L I
Í S L A N D S O G N O R E G S
NÓTIN DREGIN SAMAN „Norðmenn fá hærri heildareinkunn en Íslendingar fyrir hag-
stjórn og almenn skilyrði fyrirtækja. Þar vegur gengið þungt og mikill styrkur íslensku krón-
unnar,“ sagði sjávarútvegsráðherra.FORSTJÓRI DECODE Starfsmenn Kára
Stefánssonar ræða nú við fulltrúa Urðar,
Verðandi, Skuldar um möguleg kaup á fé-
laginu.
Sóttu 170 milljarða
Skráð íslensk fyrirtæki duglegust að sækja peninga.
02_03_Markadur lesið 13.12.2005 15:39 Page 2