Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 42

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Á ráðstefnu um upplýsingatækni í dreifbýli gagnrýndi Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn- málafræði við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst, sölu Símans. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Sagði hann að möguleikarnir til að halda úti dreifðri búsetu snerust í auknum mæli um að gera fólki kleift að vinna að þekkingarstörfum bú- andi í dreifbýli. Enginn gæti ætl- ast til þess af einkafyrirtæki fyndi hjá sér þörf að fara út í fjárfestingar við uppbyggingu og viðhald gagnaflutningskerfis á svæðum þar sem vonlaust væri að það skilaði nokkurri arðsemi. Því ýtti salan undir fólksflóttann af landsbyggðinni þar sem þjón- usta Símans við litlu jaðarbyggð- irnar myndi leggjast af. Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér nýtt umræðuskjal um ný við- mið í áhættuprófi fjármálafyrir- tækja. Eftirlitið hefur unnið að endurskoðun viðmiða með hlið- sjón af þróun áhættuþátta fjár- málafyrirtækja. Fjármálaeftir- litið leggur til að hækka áfalla- viðmið vegna hlutabréfaeignar úr 25 prósent í 35 prósent. Þetta er ákveðið með hliðsjón af þróun verðs hlutabréfa og samsvarar því að hlutabréf í Kauphöll Ís- lands lækkuðu til þess gildis sem var fyrir ári. Þá hefur einnig verið bætt við lið í álagspróf fjármálafyrir- tækja, breytingum á gengi krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum og áhrifum á eigið fé fjármálafyrirtækja. Þetta er gert í ljósi sterkrar krónu og lík- inda á veikingu hennar. Í þriðja lagi er bætt við hug- takinu virðisrýrð lán, en það hugtak er notað í alþjóðlegum reikningsskilum sem hafa verið innleidd hér á landi. - hh Yfir 650 milljóna króna við- snúningur varð á rekstri Ár- vakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, á síðasta ári sam- kvæmt reikningum ársins 2004. Félagið skilaði 357 milljóna króna hagnaði árið 2004 samanborið við 302 millj- óna króna tap árið áður. Rekstrartekjur námu um 3,5 milljörðum króna og jukust um tæpar sjö hundruð milljónir króna frá fyrra ári en rekstrar- kostnaður stóð í stað. Tekjur af áskriftar- og auglýsingasölu juk- ust lítillega um sex prósent. Inn í rekstrartekjur er færður sölu- hagnaður rekstrarfjármuna að upphæð 579 milljónir króna sem er tilkominn vegna sölu á fasteign og lóð við Kringluna. Söluverð eignarinnar var um 1,5 milljarðar króna. Ef litið er framhjá þessari upphæð er ljóst að tap af reglu- legri starfsemi er um eitt hundrað milljónir króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 117 milljónir króna, sem skýrist einkum af gengishagnaði af erlendum lánum. Handbært fé hækkaði um 82 milljónir á síðasta rekstrarári eftir töluverða lækk- un árið áður. Eignir Árvakurs námu um 3,7 milljörðum króna og hækkuðu um sjö hundruð milljónir króna. Ár- vakur fjárfesti fyrir rúmar 700 milljónir króna í vélum, áhöldum og innréttingum og má ætla að þar sé hluti af heildarfjárfestingu í nýrri prentsmiðju. Eigið fé fé- lagsins var tæpir 1,4 milljarðar í árslok og var eiginfjárhlutfallið 37 prósent. Hluthafar Árvakurs voru 16 í lok síðasta árs og fengu þeir 21 milljón króna í arð. Laun til stjórn- ar og framkvæmdastjóra námu um 22 milljónum króna. - eþa Stjórnarformenn lífeyrissjóðs Norðurlands, Austurlands og Vestfjarða eru að undir- búa viðræður um hugsanlega samein- ingu eða samstarf sjóðanna. Form- legar viðræður eru þó ekki enn hafnar þó formennirnir séu að nálgast hver annan varðandi aðferðafræði í þeim efnum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvenær af viðræðum gæti orðið. Vilja viðmælend- ur Markaðarins stíga var- lega til jarðar í þessum efn- um og segja ófyrirséð um niðurstöðu slíkra viðræðna þó til þeirra verði boðað. Fari svo að stjórnendur sjóðanna vilji reyna sameiningu verði það til- kynnt sérstaklega. – bg Orðrómur er á kreiki um að Baugur hafi keypt hlut í tísku- keðjunni French Connection. Baugur á fyrir fjórtán prósenta hlut, en The Guardian segir tveggja prósenta hlut hafa skipt um hendur í fyrradag. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hefur Baugur ekki í hyggju að auka hlut sinn í French Connection í bili að minnsta kosti. Baugur hafi því ekki verið á ferðinni í kaupum á tveggja prósenta hlutnum, en ekki er talið útlokað að aðrir ís- lenskir fjárfestar hafi verið þar á ferð. - hh Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. E N N E M M / S IA / N M 17 5 9 5 P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. 6 mánu›i á ársgrundvelli m.v. 30.11.2005 – kraftur til flín! 9 , 0% * SÖLUHAGNAÐUR AF FASTEIGN Morgunblaðið skilaði 357 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári, sem var mikil breyting frá fyrra ári. Söluhagnaður af lóð og fasteign við Kringluna vó þungt í afkomu félagsins. M ar ka ðu rin n/ H ar i JÓNAS FR. JÓNSSON, FORSTJÓRI FME Fjármálaeftirlitið hyggst innleiða nýjar reglur við mat á áhættu banka. ÞÓRARINN STEFÁNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HEXIA.NET Í samstarfi við Real Network er sjálfstæðum tónlistarmönnum gert kleift að selja tónlist sína á netinu. Sala Símans ekki til heillaMat á áhættu banka Skoða sameiningu Grunaðir um kaup Söluhagnaður af fast- eign skipti sköpum Nærri 650 milljóna króna viðsnúningur á rekstri Morgunblaðsins. Bílskúrsbönd á netið Hexia.net og Real Network opna nýja tónlistarveitu. Hexia.net hefur í samstarfi við Real Networks opnað tónlistar- veitu í Bretlandi sem gerir sjálfstæðum tónlistarmönnum kleift að selja tónlist sína á net- inu. Á veitunni er bæði hægt að ná í lög til niðurhals á tölvu og til sendingar í síma. Íslenskar hljómsveitir geta nú skráð sig þarna en í bígerð er opnun sams konar veita á Íslandi í samstarfi við valinkunna tónlistarmenn. Mun hún líta dagsins ljós í kringum áramót. Hexia herjar nú einnig á önnur markaðs- svæði, undir eigin flaggi og merkjum annarra samstarfsað- ila. Þórarinn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Hexia, gerir ráð fyrir að búið verði að ganga frá tengingum á öllum Norður- löndunum í byrjun næsta árs. Hann bendir á að helmingurinn af heildarsölunni af tónlist og bókum á netinu sé titlar sem seljist í litlu upplagi. Til að mynda séu 60 prósent af sölu Amazon titlar sem komist ekki inn á topplistana. Því sé til mikils að vinna á þessum mark- aði en jafnframt margir um hit- una. - hhs 04_05_Markadur lesið 13.12.2005 15:25 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.