Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 42
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Á ráðstefnu um upplýsingatækni í dreifbýli gagnrýndi Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn- málafræði við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst, sölu Símans. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Sagði hann að möguleikarnir til að halda úti dreifðri búsetu snerust í auknum mæli um að gera fólki kleift að vinna að þekkingarstörfum bú- andi í dreifbýli. Enginn gæti ætl- ast til þess af einkafyrirtæki fyndi hjá sér þörf að fara út í fjárfestingar við uppbyggingu og viðhald gagnaflutningskerfis á svæðum þar sem vonlaust væri að það skilaði nokkurri arðsemi. Því ýtti salan undir fólksflóttann af landsbyggðinni þar sem þjón- usta Símans við litlu jaðarbyggð- irnar myndi leggjast af. Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér nýtt umræðuskjal um ný við- mið í áhættuprófi fjármálafyrir- tækja. Eftirlitið hefur unnið að endurskoðun viðmiða með hlið- sjón af þróun áhættuþátta fjár- málafyrirtækja. Fjármálaeftir- litið leggur til að hækka áfalla- viðmið vegna hlutabréfaeignar úr 25 prósent í 35 prósent. Þetta er ákveðið með hliðsjón af þróun verðs hlutabréfa og samsvarar því að hlutabréf í Kauphöll Ís- lands lækkuðu til þess gildis sem var fyrir ári. Þá hefur einnig verið bætt við lið í álagspróf fjármálafyrir- tækja, breytingum á gengi krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum og áhrifum á eigið fé fjármálafyrirtækja. Þetta er gert í ljósi sterkrar krónu og lík- inda á veikingu hennar. Í þriðja lagi er bætt við hug- takinu virðisrýrð lán, en það hugtak er notað í alþjóðlegum reikningsskilum sem hafa verið innleidd hér á landi. - hh Yfir 650 milljóna króna við- snúningur varð á rekstri Ár- vakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, á síðasta ári sam- kvæmt reikningum ársins 2004. Félagið skilaði 357 milljóna króna hagnaði árið 2004 samanborið við 302 millj- óna króna tap árið áður. Rekstrartekjur námu um 3,5 milljörðum króna og jukust um tæpar sjö hundruð milljónir króna frá fyrra ári en rekstrar- kostnaður stóð í stað. Tekjur af áskriftar- og auglýsingasölu juk- ust lítillega um sex prósent. Inn í rekstrartekjur er færður sölu- hagnaður rekstrarfjármuna að upphæð 579 milljónir króna sem er tilkominn vegna sölu á fasteign og lóð við Kringluna. Söluverð eignarinnar var um 1,5 milljarðar króna. Ef litið er framhjá þessari upphæð er ljóst að tap af reglu- legri starfsemi er um eitt hundrað milljónir króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 117 milljónir króna, sem skýrist einkum af gengishagnaði af erlendum lánum. Handbært fé hækkaði um 82 milljónir á síðasta rekstrarári eftir töluverða lækk- un árið áður. Eignir Árvakurs námu um 3,7 milljörðum króna og hækkuðu um sjö hundruð milljónir króna. Ár- vakur fjárfesti fyrir rúmar 700 milljónir króna í vélum, áhöldum og innréttingum og má ætla að þar sé hluti af heildarfjárfestingu í nýrri prentsmiðju. Eigið fé fé- lagsins var tæpir 1,4 milljarðar í árslok og var eiginfjárhlutfallið 37 prósent. Hluthafar Árvakurs voru 16 í lok síðasta árs og fengu þeir 21 milljón króna í arð. Laun til stjórn- ar og framkvæmdastjóra námu um 22 milljónum króna. - eþa Stjórnarformenn lífeyrissjóðs Norðurlands, Austurlands og Vestfjarða eru að undir- búa viðræður um hugsanlega samein- ingu eða samstarf sjóðanna. Form- legar viðræður eru þó ekki enn hafnar þó formennirnir séu að nálgast hver annan varðandi aðferðafræði í þeim efnum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvenær af viðræðum gæti orðið. Vilja viðmælend- ur Markaðarins stíga var- lega til jarðar í þessum efn- um og segja ófyrirséð um niðurstöðu slíkra viðræðna þó til þeirra verði boðað. Fari svo að stjórnendur sjóðanna vilji reyna sameiningu verði það til- kynnt sérstaklega. – bg Orðrómur er á kreiki um að Baugur hafi keypt hlut í tísku- keðjunni French Connection. Baugur á fyrir fjórtán prósenta hlut, en The Guardian segir tveggja prósenta hlut hafa skipt um hendur í fyrradag. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hefur Baugur ekki í hyggju að auka hlut sinn í French Connection í bili að minnsta kosti. Baugur hafi því ekki verið á ferðinni í kaupum á tveggja prósenta hlutnum, en ekki er talið útlokað að aðrir ís- lenskir fjárfestar hafi verið þar á ferð. - hh Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. E N N E M M / S IA / N M 17 5 9 5 P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. 6 mánu›i á ársgrundvelli m.v. 30.11.2005 – kraftur til flín! 9 , 0% * SÖLUHAGNAÐUR AF FASTEIGN Morgunblaðið skilaði 357 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári, sem var mikil breyting frá fyrra ári. Söluhagnaður af lóð og fasteign við Kringluna vó þungt í afkomu félagsins. M ar ka ðu rin n/ H ar i JÓNAS FR. JÓNSSON, FORSTJÓRI FME Fjármálaeftirlitið hyggst innleiða nýjar reglur við mat á áhættu banka. ÞÓRARINN STEFÁNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HEXIA.NET Í samstarfi við Real Network er sjálfstæðum tónlistarmönnum gert kleift að selja tónlist sína á netinu. Sala Símans ekki til heillaMat á áhættu banka Skoða sameiningu Grunaðir um kaup Söluhagnaður af fast- eign skipti sköpum Nærri 650 milljóna króna viðsnúningur á rekstri Morgunblaðsins. Bílskúrsbönd á netið Hexia.net og Real Network opna nýja tónlistarveitu. Hexia.net hefur í samstarfi við Real Networks opnað tónlistar- veitu í Bretlandi sem gerir sjálfstæðum tónlistarmönnum kleift að selja tónlist sína á net- inu. Á veitunni er bæði hægt að ná í lög til niðurhals á tölvu og til sendingar í síma. Íslenskar hljómsveitir geta nú skráð sig þarna en í bígerð er opnun sams konar veita á Íslandi í samstarfi við valinkunna tónlistarmenn. Mun hún líta dagsins ljós í kringum áramót. Hexia herjar nú einnig á önnur markaðs- svæði, undir eigin flaggi og merkjum annarra samstarfsað- ila. Þórarinn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Hexia, gerir ráð fyrir að búið verði að ganga frá tengingum á öllum Norður- löndunum í byrjun næsta árs. Hann bendir á að helmingurinn af heildarsölunni af tónlist og bókum á netinu sé titlar sem seljist í litlu upplagi. Til að mynda séu 60 prósent af sölu Amazon titlar sem komist ekki inn á topplistana. Því sé til mikils að vinna á þessum mark- aði en jafnframt margir um hit- una. - hhs 04_05_Markadur lesið 13.12.2005 15:25 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.