Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 44

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Ágúst Agnarsson skrifar Átta lönd innan Evrópusam- bandsins gætu orðið af fjörutíu til fimmtíu milljörðum íslenskra króna í formi skatttekna tapist dómsmál sem fyrirtækið Cad- burys Schweppes hefur höfðað gegn breska ríkinu fyrir Evrópu- dómstólnum. Réttarhöldin snúast um hvort hin svokölluðu „controlled foreign company“ lög brjóti í bága við lög Evrópu- sambandsins. Áðurnefnd lög heimila breska ríkisvaldinu að leggja aukaskatt á bresk fyrir- tæki sem greiða skatt í öðrum löndum innan ESB þar sem skattaprósentan er lægri en í Bretlandi. Breska ríkið hefur beitt þessum lögum og lagt auka- skatt á tekjur sem Cadburys Schweppes aflaði á Írlandi, þar sem skattar eru með þeim lægstu innan Evrópusambandsins. Tapi breska ríkið málinu sem Cad- burys Schweppes höfðaði gegn því mun það leiða til að Bretum, ásamt sjö öðrum Evrópulöndum sem notast við CFC-lögin, verður gert skylt að afnema þau. Í The Financial Times er vitnað í Stefano Marchese, varaforseta Félags evrópskra endurskoð- enda, þar sem hann segir að mál- ið gæti haft þau áhrif að fjár- magn myndi flæða til fyrirtækja sem yrðu stofnuð í löndum með lægri skatta og auka þannig þrýsting á önnur Evrópulönd að lækka skatta til að vera sam- keppnishæf. Þau lönd sem myndu tapa mest á afnámi CFC-lagana eru þau lönd sem hafa hæstu skattaprósentuna eins og Þýskaland og Ítalía því þeim væri gert ókleift að skatt- leggja tekjur sem kæmu frá öðr- um ESB-löndum. Annað prófmál sem nú er fyrir Evrópudómstólnum er mál smásölufyrirtækisins Marks og Spencer gegn breska ríkinu. Marks og Spencer telur breska ríkið hafa brotið gegn lögum Evr- ópusambandsins með því að neita fyrirtækinu að jafna tap erlendra útibúa á móti þeim hagnaði sem fyrirtækið skilaði innan Bret- lands. Ef mál Marks og Spencer tapast mun það kosta milljarða evra í skattaendurgreiðslur til al- þjóðafyrirtækja.               !  " " "# $ %"&'#!#(  %!!#"")$") (  %# #%" %# %*+#&,#"# ")-(.# (/(./ %( "# 0/")-# %# #$ &,- #1)#% #-/"%"*$ # " 1# -.1./ %( "2 %) ##3" #))4) -  " 0#)30(# %%%#%" %#%"*$ & "35 -###-##*$ 1 6 &7+"  # )-#03 0$")$ % #&        7+)%## *+#$ 6 '89*#%5 -(%% / 89- #1%# ##% /" %#45 " !2 /  :-) #%);: -) #./"  !+##"%- # !+# / "4# % ") -#4" -1#- .2) "%) -1/ "") ##+" "!!-" <=1  " )# #& 7+  "")%)) # 3 #$ &'#(5 / ""<  >>-# # 3 #)/%""$)#)2$*$ 5 (41 #-/" %*+#&?+"  )2 ."!%<>-# #<  $# 3   )*+#1"&@ )"$:)* &         # ")A')*$ 1>=  *   2" "%#     )&#&*$ 11B #&C(  +D"& " E @ )"$:)* &!""/ "1.## 1B #")  &")03  * ")# "  (#) #*$ &               !  "                                                                                          HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPUSAMBANDSINS Í BRUSSEL Lönd innan Evrópusambands- ins með hæstu skattprósentuna gætu tapað milljörðum í skatttekjum tapist mál fyrir Evrópudómstólnum sem myndi gera þeim ókleift að innheimta aukaskatt á tekjur sem aflað er í ESB-löndum með lægri skattprósentu. Gjaldþrot er ekki svo langsótt hugmynd ef fyrirtækið heldur áfram á sömu braut, sagði í til- kynningu frá matsfyrirtækinu Standard og Poor eftir að hafa í nýju mati sent hluta- og skulda- bréf fyrirtækisins enn lengra niður í átt að ruslbréfunum. „Á þessum tímamótum er niðurstaða okkar sú að það sé ekki lengur langsótt að GM verði gjaldþrota ef fyrirtækinu heldur áfram að hraka á sama hraða og síðustu árs- fjórðunga.“ - áa General Motors í vanda HÖFUÐSTÖÐVAR GENERAL MOTORS Standard og Poor matfyrirtækið spáir gjaldþroti með sama áframhaldi hjá GM. Kínverjar efnast Í nýjum hagtölum frá viðskiptaráðuneyti Kína kemur fram að viðskipti við útlönd hafi vaxið um 23 pró- sent fyrstu ellefu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og séu 75 billjónir ís- lenskra króna. ESB er enn stærsti viðskipta- aðili við Kína með viðskipti upp á 196,7 milljarða dollara það sem af er þessu ári. Viðskiptajöfnuður við útlönd var jákvæður um 90,8 milljarða dollara fyrstu ellefu mánuði ársins. Bandaríkjamenn hafa haft uppi efasemdir um þennan rekstrar- afgang og segja stóran hluta af- gangsins mega rekja til allt of lágrar gengisskráningar Kínverja á gjaldmiðli sínum. Ú t f l u t n i n g u r Kínverja einskorð- ast ekki lengur við ódýrar framleiðslu- vörur. Í nýrri skýrslu frá samvinnu- og þró- unarstofnuninni kemur fram að Kína flytur nú meira út af hátæknivör- um en Bandaríkin. Kínverjar fluttu út hátæknivörurfyrir 180 milljarða Bandaríkjadollara á árinu 2004 á meðan Bandaríkin fluttu á sama tíma út fyrir 149 milljarða Banda- ríkjadollara. Sem dæmi um há- tæknibyltingu Kínverja keypti kín- verski tölvuframleiðandinn Lenovo alla einkatölvuframleiðslu- deild IBM á 1,75 milljarða Banda- ríkjadala í maí á þessu ári. - áa Gætu orðið af milljörðum Átta ríki Evrópusambandsins gætu orðið af milljörðum í skatttekjum tapist dómsmál sem höfðað er gegn þeim. SHANGHAI 06_07_Markadur lesið 13.12.2005 15:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.