Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 51

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 51
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 H É Ð A N O G Þ A Ð A N ÞORLÁKSMESSA 2004. GARÐI, REYKJANESBÆ. EIN ERFIÐ BLINDHÆÐ OG SVO HEIM. Isuzu D-Max, Crew Cab (4 dyra), Sjálfskiptur, 3.0 l. dísil. Fáir bílar hafa sannað sig eins vel við íslenskar aðstæð- ur og Isuzu. Þessi sterki og þrautsegi bíll er nú kominn í nýjan og glæsilegan búning. Hann vekur athygli hvert sem hann fer en virðist alltaf passa inn í umhverfi sitt, sama hversu gróft það er. D-Max var valinn Pick-up ársins 2005 af “4x4” maga- zine og hlaut gullverðlaun tímaritsins “What Van” 2004. Komdu til okkar og kynnstu nýjum Isuzu D-MAX. Staðalbúnaður í D-MAX: Vökva- og veltistýri, tveir öryggisloftpúðar, rafdrifnar rúður, útvarp og geislaspilari, snúningshraðamælir, samlæstar hurðir með fjarstýringu, stokkur á milli framsæta, höfuðpúðar í aftursæti, fimm þriggja punkta bílbelti, loftkæling, ABS hemlakerfi, álfelgur, brettakantar, kastarar í framstuðara, leðurklætt stýrishjól, rafstýrðir útispeglar. „Síðustu þrjú ár hefur verið vöxtur í vatnssölu milli ára og jafnvel milli mánaða,“ segir Bjarni Már Bjarna- son, rekstrarstjóri Kerfis. Fyrirtæk- ið hóf árið 2002 að tappa vatni á nítján lítra brúsa og selja til fyrir- tækja og stofnana. Bjarni segir ekk- ert vera að hægja á vextinum og af- koman sé viðunandi. Annars væri hann ásamt bróður sínum, Atla Má Bjarnasyni, ekki að standa í þessu. Þeir vilja samt ekki upplýsa hversu mikið af vatni þeir selji í hverjum mánuði. Salan sé nokkuð jöfn yfir árið og skipti tugum tonna. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins kosta nítján lítrar af vatni 550 krónur auk virðis- aukaskatts. Hver bíll á vegum fyrirtækisins keyrir nálægt tveimur tonnum af vatni til viðskiptavina dag hvern að sögn Bjarna. Á hverjum stað séu sérstakar vatnsvélar sem lítið fari fyrir. Þannig verði vatnið aðgengi- legt starfsmönnum og viðskiptavin- um fyrirtækjanna án þess að þeir þurfi að fara inn í eldhús eða salerni til að svala þorsta sínum.Slíkar vélar séu líka á fjölmörgum leikskólum. Bjarni segir heilsuvakningu, þar sem áhersla er lögð á vatnsdrykkju, hafa aukið söluna. Einnig sé vatnið ekki gott í nýlega byggðum húsum og eins þar sem leiðslur eru gamlar. Í vatnsvélunum sé hreint og kalt vatn aðgengilegt. Ekki bara séu fleiri fyrirtækin að bætast í hóp við- skiptavina heldur sé selt meira vatn til hvers og eins. Bjarni segir Kerfi fá vatn úr Kaldárbotnun fyrir ofan Hafnar- fjörð, sem sé ein kaldasta uppsprett- an á landinu. Þeir hafi tekið tillit til þess þegar þeir völdu fyrirtækinu stað undir starfsemina. Bjarni játar að sumum hafi fund- ist fáránlegt að þeir ætluðu að fara að selja Íslendingum kranavatn. Margt hafi breyst síðan þá og þetta þekkist víða erlendis. „Sumum finnst þetta í raun fáránlegt ennþá,“ segir hann og þá geti þeir sótt sér vatn í kranann. Auk Kerfis er Selecta að selja vatn til viðskiptavina. Selja Íslendingum kranavatn Kerfi selur mikið af vatni á brúsum til fyrirtækja og stofnana í viku hverri. Rekstrarstjórinn heyrir enn raddir sem segja það fáránlegt. VATNSVÉLAR FINNAST VÍÐA Nú fær starfsfólk sér oft vatn í staðinn fyrir að þamba kaffi allan daginn. Fr ét ta bl að ið /H ar i 12_13_Markadur lesið 13.12.2005 15:12 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.