Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 53
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 15 S K O Ð U N Vísitala neysluverðs í desember mælist 248,9 stig og hefur hækkað um 0,36 prósent frá því í nóvember. Vísitalan hefur því hækkað um 4,1 prósent síðast- liðna tólf mánuði. Verðbólgan var umfram spár bankanna. Greiningardeild Landsbankann segir frávik frá sinni spá eink- um skýrast af hækkun á dag- vöru umfram væntingar. „Þessi hækkun er nokkuð meiri en við höfðum gert ráð fyrir, en spá okkar fyrir desem- ber var 0,1% hækkun og aðrar opinberar spár voru um óbreytta vísitölu. Þeir liðir sem hækka mest nú eru póstur og sími (2,95% vísitöluáhrif 0,09%) föt og skór (2,13% vísitöluáhrif 0,11%), og húsnæði (0,73% vísi- töluáhrif 0,20%). Frávik spár okkar skýrist að mestum hluta af því að matar- og drykkjarvörur hækkuðu um 0,36% en þar reiknuðum við með töluverðri lækkun (-0,5%). Hækkun á eigin húsnæði mæld- ist 0,9% (við reiknuðum með 1,0%). Ýmsir undirliðir þar lækka töluvert en aðrir hækka (einkum mjólk og drykkjarvör- ur). Einnig var hækkun á fötum og skóm sem og ýmsum þjón- ustuliðum nokkuð yfir því sem við höfðum gert ráð fyrir.“ Greiningardeildin segir ljóst að nokkuð vanti upp á að hag- stætt gengi skili sér að fullu til neytenda. „Frá því í janúar hefur verð á innfluttum vörum hækkað að jafnaði um 0,4% á meðan viðskiptavegið gengi er- lendra gjaldmiðla hefur lækkað (krónan hækkað) um 5,5%.“ Þá segir greiningardeildin að hækkun vísitölunnar hafi haft greinileg áhrif á markaði. Þannig hafi krónan styrkst um 0,6 prósent við opnun markaða og styrkingin haldist út daginn „Viðskipti með skuldabréf voru jafnframt töluverð eða 8,1 ma.kr., einkum með íbúðabréf eða 5,9 ma.kr. og lækkaði ávöxtunar- krafa þeirra um 1 til 5 punkta, mest á HFF24. Ávöxtunarkrafa Ríkisbréfa hækkaði um allt að 17 punkta, mest á RB07.“ Verðbólgan umfram væntingarnar Skiptimarkaður bankabréfa Ég er enn að pæla í bréfum Straums í Íslandsbanka. Sumir halda því fram að Björgólfur Thor vilji ekki selja Jóni Ásgeiri og FL Group mönnum bréfin. Eignarhluturinn er stór og ekki margir kaupendur að svona stór- um hlut í Íslandsbanka og það er leiðinlegt að selja eitthvað ef ekki eru fleiri en einn til að kaupa. Þá lendir maður í svo lé- legri samningsaðstöðu. Karl Werners hefur verið að reyna að sannfæra Björgólf Thor um að hann geti keypt með Hann- esi og Jóni Ásgeiri, en ekki tekist að sannfæra hann enn. Maður er búinn að heyra af því lengi að Straumsmenn hafi verið að bjóða hlutinn úti um allan bæ. Ég held reyndar að einn kaupandi enn gæti verið í pípunum. Það er Ólafur Ólafsson og hans menn. Það myndi væntanlega ganga út á það að Ólafur léti bréfin sín í KB banka í skiptum fyrir Ís- landsbankabréfin. Ólafur væri stærri fiskur í minni tjörn í Ís- landsbanka og Straumur fengi seljanlegri hlut í KB banka. Þar er veðjað á að fyrr eða síðar tak- ist að laða að erlenda fjárfesta og þá gæti Straumur losað um stöð- una í bankanum. Ólafur Ólafsson hefur reyndar ekki verið efstur á vinsældalista Björgólfsfeðga, en bisness er bis- ness og Þórður Már er nýbúinn að leysa erfitt mál með Ólafi. Þeir hafa alltaf getað unnið sam- an og hvers vegna ekki nú? Alla vega væri ekkert leiðinlegt fyrir Straum að ná að búa til smá keppni um eignarhlutinn í Ís- landsbanka. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N „Frávik spár okkar skýrist að mestum hluta af því að matar- og drykkjarvörur hækkuðu um 0,36% en þar reiknuðum við með töluverðri lækkun (-0,5%). Hækkun á eigin húsnæði mældist 0,9% (við reiknuðum með 1,0%). Ýmsir undir- liðir þar lækka töluvert en aðrir hækka (einkum mjólk og drykkjarvörur). Einnig var hækkun á fötum og skóm sem og ýmsum þjónustuliðum nokkuð yfir því sem við höfðum gert ráð fyrir.“ 14_15_Markadur lesið 13.12.2005 15:16 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.