Fréttablaðið - 14.12.2005, Side 58

Fréttablaðið - 14.12.2005, Side 58
Nóg rými fyrir gesti Nú styttist í að niðurstaða fáist í það hverjir hreppi hnossið í við- skiptum við danska fasteignafé- lagið Atlas ejendomer. Nokkrir íslenskir fjárfestar hafa falast eftir því sem er í boði í kóngsins Kaupmannahöfn. Þannig voru nefndir til sögunnar Straumur - Burðarás, Exista með fasteignafélaginu Eik og Baugur með fasteignafélagið Stoðir í farteskinu. Baugur hefur þegar nokkra fyrirferð á dönskum fasteigna- markaði og um það er hvískrað í Tívolí, sem er fullt af Íslending- um þessa dagana, að Stoðir muni kaupa eignir af Atlas. Talað er um að þarna detti þúsundir fer- metra í eignaaukningu Íslend- inga í Kaupmannahöfn. Það ætti að vera nóg rými fyrir íslenska gesti, sem heimsækja sína gömlu höfuðborg sem aldrei fyrr. Gráta þurrum tárum Systurfélag Félags fjárfesta í Svíþjóð gengur nú í gegnum miklar þrengingar. Yfirmaður félagsins hefur rekið Lars Mill- berg úr starfi. Hann hefur ekki tjáð sig mikið um málið, en segir það í lagalegum farvegi. Samkvæmt heimildum Dagens Industri snýst málið um óheil- indi Lars Millberg í garð yfir- manns síns. Meðal annars að hafa skipulega unnið gegn hon- um og lekið upplýsingum í fjöl- miðla. Lars þessi Millberg er mikill Ís- landsvinur, ef svo má að orði komast. Hann er sérstaklega hjartfólginn KB bankamönnum, en hann hafði þau orð um inn- komu bankans á sænskan fjár- málamarkað að sænski markað- urinn væri enginn helvítis fisk- markaður. KB bankamenn gráta því þurrum tárum yfir örlögum Lars Millberg. Úr slorhöll í tískuhús Veður í fjármálaheiminum skip- ast fljótt. Ekki er mjög langt síð- an markmiðið var að Kauphöll Íslands yrði miðstöð sjávar- útvegsfyrirtækja. Nú er öldin önnur og tískukeðja leysir síð- asta sjávarútvegsfyrirtækið af hólmi í úrvalsvísitölunni. Tísku- hús er væntanlega ofmælt um Kauphöllina, en sem fyrr hafa fjármálafyrirtækin mest vægi í höllinni og þau eru náttúrlega í tísku. 21 33% 1,9milljarðs króna heildarvelta á húsnæðismark-aði á höfuðborgarsvæðinu í nóvember. hlutur fjárfestingarfélagsins Sunds í TM. milljarða markaðsvirði hluta IngólfsHelgasonar forstjóra í KB banka. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_20_Markadur 13.12.2005 16:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.