Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 70
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson „Austanpóstur kom í gær- kveldi. Enginn giftur, dáinn eða jarðsunginn í bænum. Skipaferðir engar.“ Á þessa leið var ein af forsíðufrétt- um fyrsta tölublaðs Vísis sem kom út miðvikudag- inn 14. desember 1910. Greindi hún frá ástandinu í Reykjavík deginum áður og má merkja af fréttinni að þriðjudagurinn 13. desem- ber árið 1910 hafi verið tíð- indalaus með öllu. Vísir hét ekki bara Vísir heldur Vísir til dagblaðs í Reykjavík. Undir því nafni kom blaðið út fyrstu mánuð- ina en var svo breytt í Vísi. Blaðið varð fljótlega að dagblaði sem kom út fimm daga vikunnar en um það leyti voru aðeins gefin út vikublöð í Reykjavík. Eldri tilraunir til dagblaðaútgáfu höfðu mistekist og taldist Einar Gunnarsson, eig- andi, útgefandi og ritstjóri Vísis, djarfur að stefna að svo tíðri útgáfu blaðsins. Í fyrstu voru Einar og eigin- kona hans, Margrét Hjart- ardóttir Líndal, einu starfs- menn Vísis en síðar réðust fleiri til starfa. Meðal þess sem gerði Vísi að vinsælu blaði í Reykjavík voru smáauglýsingar sem strax þá voru með svipuðu sniði og sjá má í blöðum í dag. „Atvinna“, „fæði og húsnæði“ og „tapað-fundið“ voru meðal smáauglýsinga- flokka. Þegar Vísir hafði komið út í þrjú ár fregnaðist af stofnun nýs dagblaðs í borginni. Vísismenn höfðu spurnir af því að til stæði að nefna nýja blaðið Dagblaðið og drifu því í að gefa út lítið blað sem þeir kölluðu Dag- blaðið. Stálu þeir því nafni nýja blaðsins sem í kjölfar- ið var skírt Morgunblaðið. Vísir var lengi fram- an af óháð dagblað en síðar varð það hallt undir stjórnmálaskoðanir og um nokkurt skeið átti Sjálf- stæðisflokkurinn hlut í Vísi. Um miðjan sjöunda áratuginn keypti hópur kaupsýslumanna blaðið en þeir voru flestir tengd- ir Sjálfstæðisflokknum. Áhrifamenn innan flokks- ins beittu svo ítökum sínum til að hafa áhrif á skrif og stefnu blaðsins og einnig um hver ritstýrði því. Varð það á endanum til þess að Dagblaðið var stofnað 1975. Nokkrum árum síðar voru blöðin tvö sameinuð undir nafninu Dagblaðið og Vísir sem síðar varð að skamm- stöfuninni DV. Meðal ritstjóra Vísis á síðari árum voru Gunnar G. Schram, Jónas Kristj- ánsson, Þorsteinn Páls- son, Ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Helstu heimildir: Nýj- ustu fréttir eftir Guðjón Friðriksson. DAGBLAÐIÐ VÍSIR: NÍUTÍU OG FIMM ÁR FRÁ UPPHAFI ÚTGÁFU Enginn dáinn í bænum FYRSTA TÖLUBLAÐ VÍSIS JÓNAS KRISTJÁNSSON GUNNAR G. SCHRAM ELLERT B. SCHRAM ÓLAFUR RAGNARSSON ÞORSTEINN PÁLSSON JARÐARFARIR 11.00 (Stefán) Örn Ólafsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík, verður kvaddur með athöfn frá Fossvogskirkju. 13.00 Benedikt Kjartansson (Marjóns) málarameist- ari, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Magnús Valur Þorsteins- son, fyrrverandi sjómaður, Gaukshólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvoskirkju. 15.00 Lára Ósk Arnórsdóttir, Eiríksgötu 6, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni. 17.00 Minningarathöfn um Helga Jósefsson Vápna, verður í Akureyrarkirkju. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 15. desem- ber klukkan 15.00. Elsa Ágústsdóttir, Digranesheiði 45, Kópavogi, lést á Landspítalan- um við Hringbraut miðvikudaginn 30. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sólveig Ágústa Runólfsdóttir, Laufbrekku 17, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi fimmtu- daginn 8. desember. Þórdís Þorgrímsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudag- inn 8. desember. Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar, Aflagranda 17, Reykjavík, lést á Landspítalan- um laugardaginn 10. desember. Guðný Maren Matthíasdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánu- daginn 12. desember. AFMÆLI Hannes Pétursson rithöfundur er 74 ára. Geirharður Þorsteinsson arkitekt er 71 árs. Ástráður Hreiðarsson læknir er 63 ára. Hjálmtýr Heiðdal kvikmynda- gerðarmaður er sextugur. Vilhelm G. Kristinsson útvarps- maður er 58 ára. Guðrún Pétursdóttir líffræðingur er 55 ára. Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur er 54 ára. Ástvaldur Traustason tónlistar- maður er 39 ára. Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona er 34 ára. Kristjana Skúladóttir leikkona er þrítug. Gísli Galdur Þorgeirsson plötu- snúður er 23 ára. PATTY DUKE (1946-) FÆDDIST ÞENNAN DAG Það er erfiðast að fyrirgefa sjálfum sér, þannig að það er líklega best að byrja á að fyrirgefa öðrum. Patty Duke er bandarísk leikkona. MERKISATBURÐIR 1819 Alabama verður 22 ríki Bandaríkjanna. 1902 Fyrsti símakapallinn lagður yfir Kyrrahafið. 1911 Roald Amundsen og hans menn komast fyrstir manna á Suðurpólinn. 1939 Sovétríkin rekin úr Þjóðar- bandalaginu. 1979 Pönkbandið The Clash gefur út plötuna London Calling. 1981 Ísraelsríki slær eign sinni á Gólan-hæðirnar. 2003 Handtaka Saddams Huss- ein tilkynnt. Þennan dag árið 1959 var útgáfufyrirtækið Motown Records stofnað í Detroit í Bandaríkjunum. Það var Berry Gordy Jr., lagahöfundur úr bílaborginni, sem stofnaði fyrirtækið. Það varð fljótt virtasta útgáfu- fyrirtæki á sviði sálartónlistar í Bandaríkjunum, og á sjöunda og áttunda áratug seinustu aldar var fyrirtækið orðið stærsti útgefandi sálartónlistar í Bandaríkjunum. Þeir sem hrærðust í tónlist á þessum tíma töluðu um „Motown- hljóminn“ og áttu þá við sérstök stílbrigði tónlistarinnar sem ein- kenndi tónlistarmenn sem Motown hafði á sínum snærum. Tambúrín- ur, trommur og bassi voru áberandi í lögum útgefnum af Motown og söngstíllinn átti upptök sín í banda- rískri gospeltónlist. Á tíu ára tímabili, frá 1961 til 1971, höfðu tónlistarmenn Motown 110 sinnum komist á topp tíu lista yfir vinsælustu og söluhæstu lögin. Tón- listarmenn á borð við Stevie Wonder, Marvin Gaye, Diana Ross, Jackson Five voru á samningi við fyrirtækið. Í lok sjöunda áratugarins byrj- aði veldi Motown-útgáfurisans að hnigna. Þar spilaði helst inn í að lagahöfundurinn og framleiðand- inn Holland Dozier Holland, sem hafði framleitt marga smelli fyrir fyrirtækið ákvað að segja skilið við það vegna deilna um greiðslur vegna höfundarréttar. Einnig náðu listamenn útgáfunnar sjaldnar en áður inn á topplistana yfir vinsæl- ustu lögin. ÞETTA GERÐIST > 14. DESEMBER 1959 Motown Records stofnað í Detroit ANDLÁT Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen árið 1980 og klofningur Sjálfstæðis- flokksins í kjölfarið verða til umræðu á opnum fundi sem Landssamband sjálf- stæðiskvenna og vefritið Tíkin standa að í dag. Verð- ur hann haldinn í hádeginu á Kaffi Sólon Bankastræti. Stjórnarmyndun Gunn- ars vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur margt verið sagt og ritað um hana í gegnum árin. Á fundinum mun Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur halda framsögu um þetta vindasama skeið í stjórnmálasögu landsins en Guðni gerir því einmitt skil í bókinni Völundarhús valdsins sem er nýkomin út og vakið hefur athygli. Pallborðsumræður verða að framsögu lokinni og í þeim taka þátt Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sem var blaðamaður á Morgunblaðinu á þessum tíma og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, en hann var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands árið 1980. Ásta Möller, alþingismað- ur og formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, verður fundarstjóri. GUNNAR THORODDSEN Stjórn- armyndun hans 1980 verður til umfjöllunar á hádegisfundi á Sólon í dag. Býsnaveturinn mikli − 25 árum síðar Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, Stefáns Reynis Kristinssonar framkvæmdastjóra Spalar, Aflagranda 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 10. desember sl. verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. desember kl. 13:00. Guðríður Þorsteinsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Gísli Hrafn Atlason Nína Guðríður Sigurðardóttir Þorbjörg Anna Gísladóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Kristjánsson frá Súðavík, áður til heimilis að Grettisgötu 73, Reykjavík, sem lést 5. þessa mánaðar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desember kl. 15. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð um forfeður Sigurðar, Þórð Magnússon og Hjalta Sveinsson, til gróðursetningar við Raggalund í Súðavík, nr. 1128-05-300229 í Sparisjóði Súðavíkur. Valur Sigurðsson Stefanía Pálsdóttir Jón Sigurðsson Hlíf S. Arndal Rúnar Sigurðsson Ingibjörg Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.