Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 80
...yndislegt að gera sér glaðan dag í hádeginu í desember. Veitingastaðurinn Vox býður upp á dýrðlegt jólahlaðborð þar sem forréttirnir eru sérlega girnilegir, allt frá gröfnu lambi til síldarrétta. Svo er ekki slæmt að fá sér væna desertrétti og kaffi áður en haldið er í vinnuna aftur. Það verður bara að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr svo dagurinn fari ekki til ónýtis vegna ofáts. ...gaman að búa til hjartalaga pönnu- kökur handa ástvinum sínum, það er heldur ekki verra að fá þær í morgunmat. Hjartalaga formin er hægt að fá í verslun- inni Kokku á Laugavegi. ...nauðsynlegt að fara í nudd í öllu jólastressinu. Staðir eins og Mecca Spa, Nordica Spa og Laugar bjóða allir upp á fyrsta flokks nudd. ...gott að fá sér nokkra blómadropa á hverjum degi. Nokkrir dropar eru settir í glas og blandað með vatni. Hægt er að fá dropa við nánast hvernig líðan sem er. Hver segir nei við sjálfsöryggi í fljótandi formi? ...frábært að gera jógaæfingar heima í stofu. Þetta er bara spurning um að vera með réttu dýnuna og að sjálfsögðu lipr- an fatnað. FÓLKINU FINNST... Stella Design er nýtt hönnunar- fyrirtæki sem rekið er af þeim Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur og Dagnýju Kristjánsdóttur en þær hafa nú þegar vakið mikla athygli með hönnun sinni. Um er að ræða glös sem Epal hefur tekið til sölu en glösin prýða skemmti- legar myndir með fjölskylduþema. „Við sérhæfum okkur í að hanna grafík á gler og postulín og þessi glös eru fyrsta línan okkar,“ segir Ingibjörg Hanna. „Hugmyndin að glösunum kom upp þegar við vorum að ræða um hvernig hlut- irnir voru þegar við vorum litl- ar. Þá var ekki neitt sem truflaði borðhaldið, fjölskyldan settist við matarborðið klukkan sjö og allir snæddu saman.“ „Það var ekkert sjónvarp í eld- húsinu og fólk var ekki í sínu horni að borða kvöldmatinn eins og vill gerast nú á tímum,“ segir hún og bætir því við að þær hafi langað að fá fólk til að setjast niður og borða saman. „Ég veit ekki hvort glösin hafi þau áhrif en við gerðum glas fyrir hvern og einn. Eitt á mann, fyrir mömmu, pabba, krakkana, ömmu og afa.“ Umbúðirnar utan um glös- in hafa ekki síður vakið athygli en þær eru í formi gamaldags torfbæja. „Við pældum mikið í umbúðunum og vildum hafa þetta heilsteypt og nýta þetta íslenska þema. Þegar nokkrum glösum eru raðað saman mynda þau stóran torfbæ, við reynum að hafa svolít- inn leik í þessu öllu saman.“ Glösin hafa nú þegar fengið góðar viðtökur og segir Ingibjörg það hafa komið sér á óvart hve glösin höfða til margra. „Við héld- um að börnin yrðu aðallega spennt fyrir þessu en það er fólk á öllum aldri sem fellur fyrir glösunum og jafnvel fullorðnir karlmenn,“ segir hún og hlær. Ingibjörg og Dagný eru nú í samningaviðræðum um að selja glösin í Þýskalandi og segir Ingi- björg að það muni allt skýrast betur eftir áramót. „Við stefnum svo á að selja glösin í fleiri löndum í Evr- ópu og munum hanna fleiri línur.“ hilda@frettabladid.is Hver á sitt eigið glas DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG HANNA BJARNADÓTTIR Þær eiga saman hönnunarfyrirtækið Stella Design og hafa vakið mikla athygli með glösum sem nú eru til sölu í Epal. 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR44 Þegar dagurinn er sem stystur fer hinn vinnandi maður að koma sér í hið hefðbundna jól- skap sem er svo skemmtilegt á þess- um árstíma. Það má þó ekki gleyma blessuðum námsmönnunum sem strita bróðurpartinn úr desember- mánuði til þess að ná prófunum sem lögð eru fyrir þá rétt fyrir jólahátíð- ina. Við spurðum nokkra nemendur við Háskóla Íslands hvernig þau haga hlutunum yfir mesta annatím- ann. Spurningarnar voru þessar: Hvort borðar þú hollmeti eða óholl- ustu yfir prófatímann? Eyðir þú tíma í útlitið á morgnana þegar þú þarft að mæta snemma á bókhlöðuna? Hvernig haga námsmenn- irnir sér í prófunum? JÓHANNES RUNÓLFSSON SVANHILDUR ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR SIGRÚN SVAVA VALDIMARSDÓTTIR JÓHANN JÖKULL ÁSMUNDSSON LILJA GUNNLAUGSSDÓTTIR KONRÁÐ G. GUÐLAUGSSON Konráð G. Guðlaugsson nemi: ,,Ég borða ekkert sérstaklega hollt, held ég. Það mætti alveg vera hollari fæða. Í samband við útlitið verð ég að segja að maður er bara nokkuð rólegur yfir útlitinu yfir þennan tíma. Maður leggur ekki mikla áherslu á það.“ Lilja Gunnlaugsdóttir nemi: ,,Ég borða yfirleitt bara eitthvað rusl- fæði yfir prófatörnina en ég lít nú alltaf í spegilinn áður en ég fer út. Ég sleppi því nú ekki að fara í sturtu þrátt fyrir að ég sé að læra undir próf.“ Jóhann Jökull Ásmundsson keram- ik-batik-listamaður og nemi: ,,Ég reyni að borða bara hollan mat, bara þetta helsta, Coco-puffs og egg. Maður safnar bólum og baug- um þessa dagana við lesturinn. Ég hringi nú bara í stílistann minn á morgnana og fer í gegnum þessa venjulegu rútínu. Síðan er ég mætt- ur á hlöðuna fljótlega eftir það.“ Sigrún Svava Valdimarsdóttir nemi: ,,Það er svona sitt lítið af hverju. Má eiginlega segja að það sé hollt og óhollt í bland. Ég eyði ekkert sér- staklega miklum tíma í útlitið þegar ég þarf að fara að læra.“ Svanhildur Ásta Kristjánsdóttir nemi: ,,Ég reyni nú að borða bara það sama og venjulega þegar ég er í prófum. Vanalega borða ég frek- ar hollan mat. Ég geri lítið fyrir útlitið áður en ég mæti á hlöðuna á morgnana.“ PÉTUR INGI PÉTURSSON Pétur Ingi Pétursson nemi: ,,Ég reyni að borða næringarríkan mat yfir prófatímann. Ég eyði samt ekki mjög miklum tíma í að hafa mig til á morgnana. Maður reynir þó að vera snyrtilegur.“ Jóhannes Runólfsson nemi: ,,Maður lætur bæði í sig hollt og óhollt, það er þó meira um óholl- ustuna en hitt. Ég eyði nær engum tíma í útlitið þegar ég vakna á morgnana. Það er bara farið beint út í hlöðu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.