Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 2
2 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR Spurning dagSinS Steinunn, hefðu svartar net- sokkabuxur ekki nýst betur til veiða? Ég hafði hugsað mér þær fyrir vorið. Svartar bómullarsokkabuxur voru dýrasti útgjaldaliður Steinunnar Þóru Árnadóttur í forvali VG. Hún notaði þær fyrst á kosn- ingavöku og þær nýttust henni því ekki til atkvæðaveiða. Maðurinn sem lést í umferðar- slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag hét Ágúst Bjarnason. Ágúst var 28 ára, fæddur 9. maí árið 1978. Hann var til heimilis á Esjugrund 33 í Reykja- vík, áður að Kirkjubæjarbraut 4 í Vest- mannaeyjum. Ágúst var ókvæntur og barnlaus. Lést í bílslysi ÁgúSt bjarnaSon 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM FRÁ INGVARI HELGASYNI BRetlAnD, Ap Lögreglan í Suffolk í Bretlandi fann í gær lík tveggja kvenna til viðbótar þeim þrem sem fundist hafa í nágrenni Ipswich á undanförnum dögum. Konurnar störfuðu allar sem vændiskonur í Ipswich borg og voru allar myrtar. Ekki var búið að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, en sagði lögregluforinginn Stewart Gull að líklegt þætti að um tvær konur sem saknað hefur verið sé að ræða. Lögreglan segir að grunur leiki á að um raðmorðingja sé að ræða og biður vændiskonur, sem og aðrar konur, um að forðast að vera einar á ferli í Ipswich. - smk Raðmorðingi í Englandi: Tvö lík finnast til viðbótar Svæðið fínkembt Lögreglumenn fundu tvö önnur lík myrtra vændiskvenna í nágrenni Ipswich í gær. FrÉttabLaðIð/ap DÓMSMÁl Rúmlega tvítugur karl- maður, Edward Apeadu Koran- teng, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Maðurinn nauðgaði telpunni í heimahúsi í Reykjavík í september í fyrra. Ákærði neitaði því að hafa átt kynferðisleg sam- skipti við stúlkuna. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að samkvæmt málsatvikum og framburði vitna í málanna teld- ist sannað að maðurinn hafi nauðg- að stúlkunni. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi neytt bæði aldurs- og aflsmunar gagnvart henni og að hann ætti sér engar málsbætur. Brot hans er sagt ófyrirleitið og til þess fallið að valda stúlku á viðkvæmum aldri verulegum skaða. Samkvæmt framburði móður stúlkunnar byrjaði dóttur hennar að ganga illa í skóla í kjölfar nauðgunarinnar, hún vildi svipta sig lífi oft í viku, hafi grennst um 30 kíló og væri byrjuð að reykja. Móðirin sagði jafnframt að fyrir nauðgunina hafi stúlkan verið sak- laus, feimin og hlédræg. Manninum var meðal annars þess vegna gert að greiða stúlk- unni skaðabætur að upphæð ein milljón króna ásamt vöxtum vegna þess miska sem hann olli henni. Honum var auk þess gert að greiða rúmar 750 þúsund krónur í sakar- kostnað. - ifv Rúmlega tvítugur karlmaður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot: Nauðgaði fjórtán ára stúlku HÉraðSdÓmur reYkjavíkur rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi reykjavíkur í gær fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. StjÓRnMÁl Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður hald- inn klukkan 17.30 í dag. Á honum verður rædd framtíðarstaða Mar- grétar Sverrisdóttur, og sérstak- lega hvort hún láti af stöðu sinni sem framkvæmdastjóri flokksins, en Margréti var um mánaðamót sagt upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins. „Við fréttum lítið af fyrirætlunum Margrétar nema gegnum fjölmiðla og hún verður því innt eftir þeim,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, í gær. Þriggja manna sjálfskipuð sáttanefnd fundaði með þing- flokknum á fimmtudag og síðan með Margréti daginn eftir, en Margrét hefur ekki fundað með þingflokknum í eigin persónu og þingflokknum hefur ekki borist sáttatillögur frá henni. Þau Mar- grét og Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, hittust á skrif- stofu flokksins í gær, en ræddu ekki málin. Þeim Magnúsi Þór og Guðjóni Arnari finnst ekki við hæfi að Margrét gegni mikilvægum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn, fari hún jafnframt í framboð gegn þeim, en þeir reikna báðir með því að svo verði á komandi landsþingi í janúar. „Það væri skrítin staða að hafa framkvæmdastjóra sem væri að fara að vinna gegn okkur. Fram- kvæmdastjórinn á að vera allra,“ sagði Magnús Þór. Að mati Guðjóns Arnars er lík- legt að Margrét fari fyrst í for- mannsframboð, en síðan í varafor- mannsslaginn, gangi hið fyrra ekki eftir. Að honum vitandi er ekkert í reglum flokksins sem hindrar slíkt. Þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór sögðust í gær ekki ætla að víkja fyrir Margréti. „Ég er ekkert á leiðinni úr flokknum. Ég tel að ég hafi unnið þessum flokki vel og mun berjast fyrir minni stöðu. Það er ekki hægt að semja um slíkt á lokuðum fundum,“ sagði Magnús Þór. Guðjón Arnar sagðist ætla að bíða átekta þangað til sáttanefnd- in skilaði tillögum á fundinum og miðstjórn myndi þá taka ákvörðun um hvort farið yrði fram á að Mar- grét Sverrisdóttir segði af sér sem framkvæmdastjóri flokksins á fundinum í dag. Þeir Magnús Þór og Guðjón Arnar sitja í miðstjórn ásamt Margréti. Hún vildi ekki tjá sig um málið í gær. klemens@frettabladid.is Guðjón býst við mót- framboði frá Margréti Bæði formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins segjast lítið hafa frétt af fyrirætlunum Margrétar Sverrisdóttur nema í gegnum fjölmiðla. Þeir ætla að inna hana eftir svörum á miðstjórnarfundi flokksins í kvöld. formaður og varaformaður frjÁlSlYnda flokkSinS Þeir félagar ræða loks málin við Margréti Sverrisdóttur seinna í dag, eftir margra vikna erjur. Fundinn gæti orðið marga klukkutíma langur, sagði Guðjón í gær. FrÉttabLaðIð/E.ÓL Ég tel að ég hafi unnið þessum flokki vel og mun berjast fyrir minni stöðu. magnúS ÞÓr HafSteinSSon VaraForMaður FrjÁLSLynda FLokkSInS VIÐSKIptI Samheitalyfjafyrirtækið Actavis er í hópi 22 fyrirtækja sem hug hafa á að kaupa 53 prósenta hlut rúmenska ríkisins í samheitalyfjafyrirtækinu Antibiotice. Róbert Wessman forstjóri Actavis greindi frá þessu í viðtali við Bloomberg. Greiningardeild Landsbankans segir markaðsvirði Antibiotice um 21 milljarð króna. Róbert sagði að líklegt væri að mikill áhugi hækkaði verðið á fyrirtækinu óhóflega og því óvíst um kaup Actavis. Antibiotice er með 9 prósenta markaðshlutdeild í Rúmeníu, en Actavis með um 8 prósent. - óká Actavis í Rúmeníu: Vilja kaupa Antibiotice HeIlBRIGÐISMÁl Síðustu tíu ár hafa rúmlega 100 manns greinst með berkla hér á landi og er um helmingur þeirra með erlent ríkisfang. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttafrétta. Stærstur hluti þeirra Íslendinga sem greinast með berkla er aldraðir sem hafa smitast á fyrri hluta síðustu aldar og gengið með berklabakterí- una án þess að veikjast. Það sem af er þessu ári hafa níu manns greinst með berkla, þar af fimm með erlent ríkisfang. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir á lungna- og berklavarnadeildinni í Mjódd segir berkla skiptast í leynda bakteríusýkingu, sem er ein- kennalaus og án smithættu, og berklaveiki sem getur smitast á milli manna. „Reikna má með að einn af hverjum þremur berklasjúklingum séu smitberar og það er mikilvægt að skoða þá útlendinga sem hafa hugsað sér að setjast að hér á landi til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki smitberar og meðhöndla þá síðan með viðeigandi hætti.“ Þorsteinn segir tiltölulega auðvelt að lækna berkla en þá má meðhöndla á 6-9 mánuðum með nokkrum tegundum lyfja. Í Farstóttafréttum kemur fram að rík ástæða sé til að fylgjast með berklasmiti meðal innflytj- enda til Íslands. - hs Helmingur þeirra sem greinast með berkla hérlendis er með erlent ríkisfang: Níu hafa greinst með berkla í ár AlBAníA, Ap Varnarmálaráðherrar sex landa á Balkanskaga settust á rökstóla í albönsku höfuðborginni Tirana í gær til að ræða tilraunir landa þeirra til að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Efst á dagskrá var að ræða hvernig efla mætti hernaðarlega, pólitíska og efnahagslega samvinnu landanna - Albaníu, Króatíu, Makedoníu, Serbíu, Svartfjallalands og Bosníu- Herzegovínu - auk þess að berjast gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi, til að nálgast það að uppfylla aðildarskilyrðin. - aa Balkanskagalönd og NATO: Ræða aðildar- undirbúning bera Saman bækur alfred Moisiu albaníuforseti, fyrir miðju, ásamt ráðu- nautum á ráðherrafundinum í tirana í gær. FrÉttabLaðIð/ap rúta með átta farþegum fór út af veginum sunnan við Hítará á Mýrum í borgarfirði í gærkvöldi. Engan sakaði en ísing var á veginum þegar slysið átti sér stað. lögreglufrÉtt rúta fór út af Stríð óumflýjanlegt Forsætis- ráðherra Sómalíustjórnar lýsti því yfir í gær að stríð við skæruliða herskárra múslima í landinu væri óumflýjanlegt. Skæruliðar hefðu að undanförnu verið að reyna að umkringja bæki- stöð stjórnarinnar. uppreisnarmenn hafa þegar megnið af landinu á valdi sínu. Þeir vilja koma á klerkaveldi og sjaríalögum. SÓmalía ÞorSteinn blöndal Mikilvægt er að skoða þá útlendinga sem hyggjast setjast að hér á landi til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki smit- berar og meðhöndla þá með viðeigandi hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.