Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 50
2
Heimili Ebbu ber þess vott að þar
eru jólin undirbúin af kostgæfni.
„Ég hef verið mikið jólabarn alveg
frá því ég man eftir mér. Er alin
upp við það. Móðir mín var jóla-
kona og amma líka. Þetta er bara í
genunum,“ segir hún brosandi. Hún
kveðst halda þeim sið móður sinn-
ar að byrja jólaföndur í ágúst og
vera að allt haustið. „Við föndruð-
um mikið saman og með vinkonum
okkar,“ rifjar hún upp.
Ebba hefur málað mörg jóla-
stell og gefið bæði börnum sínum
og vinum og ættingjum. Auk þess
eru ótal aðrir hlutir sem hún hefur
málað. En þegar hún ætlaði að
fara að stilla upp jólaskrautinu í
fyrra fannst ekki stór hluti þess.
„Það hafði þá verið tekið svona
hraustlega til í geymslunni. Þetta
var jólabær sem hvarf og ýmislegt
smádót,“ segir Ebba. Nú hefur hún
endurnýjað birgðirnar og kveðst
skipta alveg út skrauti í eldhús-
hillum og sjónvarpsholi áður en
aðventan gengur í garð. „Ég á tvo
ganga af jólaskrauti þannig að
ég er ekki alltaf með það sama,“
útskýrir hún. En er eitthvað sér-
stakt í uppáhaldi? „Já, það sem
móðir mín saumaði þykir mér
alveg óskaplega vænt um. Hún sat
oft og saumaði heilu næturnar því
þá hafði hún frið. Svo finnst mér
bara allt sem er handunnið óskap-
lega mikils virði.“
Ebba kveðst alltaf hafa bakað
frá 10 upp í 20 smákökusortir fyrir
jólin og lokið því af í nóvember.
Nú er hún hins vegar á danska
kúrnum svo engar kökur verða á
borðum þetta árið.
Aðventan er mikill eftirlætis-
tími hjá Ebbu. Fyrsta helgin þetta
árið fór í Kaupmannahafnarferð að
njóta jólastemningar og sá siður
sem hún tók í arf eftir móður sína
að bjóða í aðventukaffi færðist því
aftur um eina helgi. „Ég hef aldrei
neitt stress á aðventunni og ef eitt-
hvað er ógert, þá bara sleppi ég
því,“ segir hún og bætir við: „Ég
nýt þess sem í boði er, fer á tón-
leika og slaka á heima við kertaljós
og jólatónlist.“
- gun
Andi jólanna í genunum
Ebbu Arngrímsdóttur handavinnukennara brá í brún er hún áttaði sig á að stórum
hluta jólapostulínsins hafði óvart verið hent. Hún er búin að mála mikið síðan í ágúst.
Ebba stressar sig ekkert á aðventunni heldur nýtur þess að fara á tónleika og slaka á heima. fréttablaðið/stefán
Ebba er flink með pensilinn enda hefur hún stundað postulínsmálun frá 1980 og kennt
handavinnu frá 1982. fréttablaðið/stefán
■■■■ { blessuð jólin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Handmálaðar postulínsstytturnar fara vel undir útsaumaða jólakransinum. fréttablaðið/stefán
Það sem Ebba heldur hvað mest upp á er
jólaútsaumurinn eftir móður hennar.
fréttablaðið/hörður
Mörg jólastell hefur Ebba málað. Þetta er hennar eigið. fréttablaðið/hörður
Kórinn. fréttablaðið/stefán
Þessar Betlehemsstyttur voru
jólaútstilling Kirkjuhússins
fyrir nokkrum árum og ekki
til sölu fyrr en á aðfanga-
dagsmorgun. Þá náði Ebba
í þær.
fréttablaðið/hörður
Kærleikurinn skín út úr þessu handmálaða
pari. fréttablaðið/stefán