Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 36
[ ]Hálkaner skæð þessa dagana. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega í jólaösinni til að forðast slys.
DSG sjálfskiptingar hafa hing-
að til eingöngu verið fáanlegar
í Golf GTI. Þetta er um það bil
að breytast.
Volvo, Ford, Mazda og Land Rover
munu öll bjóða upp á módel með
DSG skiptingum á næsta ári í 2008
árgerðum. Volvo mun ríða á vaðið
með S40 og V50 og þar á eftir
kemur Ford með C-max módel
sitt. Ford ætlar einnig að bjóða
upp á skiptinguna í fleiri módelum
eins og Focus og er ljóst að þar
mun góður bíll verða enn betri.
DSG skiptingar byggjast á því
að kúplingin er tvöföld. Þetta gerir
kassann fljótari að skipta um gír,
mun fljótari en mannshöndin og
jafnvel fljótari en skiptingar í For-
múlubílum. Þar að auki stuðlar
hún að betri eldsneytisnýtingu
sem nemur um 10 próentum.
Margir spá því að framtíð sjálf-
skiptingarinnar liggi í DSG. Þeir
virðast hafa rétt fyrir sér en á
næstu fimm árum mun Volkswag-
en skipta út öllum hefðbundnum
sjálfskiptingum í nýjum bílum
sínum fyrir DSG og virðast fleiri
framleiðendur ætla að fylgja í
kjölfarið.
- tg
DSG skiptingar festast í sessi
Volvo S40 verður einn af fyrstu bílunum
utan Volkswagen Golf GTI sem fær DSG
skiptingu. Fleiri fylgja í kjölfarið.
FréTTablaðIð/pjeTur
4x4 specialist
Ford dekkin 33x13,5R18
Tilboðsverð 24,900,-
Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444
Jeppadekkin frá
����������������������������������������������
�� �������������������������������������������
���������������������������
������������������������������
����������������������������������������������
�� �������������������������������������������
��������������� ��������
����������������
Bílsæti slitna og skitna þannig
að nauðsynlegt getur reynst
að gera þau upp. Þá er hægt
að leita til H S Bólstrunar í
Auðbrekku 1 í Kópavogi.
„Við erum í þessari iðju af því
okkur finnst hún skemmtileg og
vegna þess að margir kunna að
meta það sem við gerum,“ segir
Hafsteinn Sigurbjarnason í H S
bólstrun. Spurður frekar út í bíl-
sætaviðgerðirnar svarar hann:
„Við lögum sætin frá A til Ö, lag-
færum fjaðrir og grindur, skiptum
um áklæði eftir þörfum, saumum
og gerum við.“
Þótt atvinnubílstjórar leiti oft
til Hafsteins til að láta laga sæti
segir hann þá oft gera sér alltof
litla grein fyrir því hvað ónýt sæti
geti farið illa með skrokkinn.
„Sætin versna smátt og smátt
þannig að bílstjórarnir taka ekki
eftir því og verða samdauna þeim
ef svo má segja. Svo koma þeir
loksins þegar þeir eru komnir
alveg niður í gorma og geta þá
kannski varla gengið fyrir óþæg-
indum í herðum, lærum og baki.
Þetta er nákvæmlega það sama og
að sofa á lélegri dýnu,“ segir hann
með áherslu.
Leður og leðurlíki eru efnin sem
Hafsteinn notar einna mest við við-
gerðirnar, einkum í atvinnubílana.
Segir þau endast betur en tauið.
„Þó maður panti áklæði í sama lit
og fyrir er í bílnum getur það
gamla verið orðið upplitað þannig
að nýja efnið stingur í stúf. Þá fer
betur að nota leðurlíki eins og er í
innréttingunni,“ fræðir hann blaða-
mann um og segir honum svo eftir-
farandi sögu úr faginu.
„Það kom hérna maður með
áklæði af aftursæti með alla sauma
raknaða. Ég saumaði það allt upp
með níðsterkum nælontvinna og
eigandinn var mjög ánægður þegar
hann náði í það. Svo kemur hann
fáum dögum seinna og þá er allur
saumurinn horfinn. Ég hélt ég væri
að verða vitlaus. Svo varð mér á að
lyfta aftursætinu í bílnum. Þá er
geymirinn þar undir og allt löðr-
andi í geymasýru. Hún hafði leyst
upp allan tvinnann. Þessu hefur
enginn lent í annar svo ég viti til.“
Hafsteinn er búinn að vera í
bólstruninni í þrjátíu ár, þar með
töldum bílsætaviðgerðum og hefur
því orðið mikla reynslu. „Það er
dálítill galdur að taka sætin sundur
og það getur fylgt óþrifnaður þessu
verki því stundum er olíumengun í
sætunum, sérstaklega á atvinnu-
bílum sem eru trassaðir. Við höfum
haft mikið að gera í þessu því
margir bólstrarar benda á okkur.“
gun@frettabladid.is
Ónýt bílsæti fara illa
með skrokkinn
Stundum þarf að grípa til sniðugra lausna eins og að taka bút aftan af sætisbaki til að gera við setu og setja leðurlíki í bakið í
staðinn. FréTTablaðIð/GVa
Sætin slitna mest á kantinum þar sem
bílstjórar renna sér inn í bílinn.