Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 96
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR40 Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð sam- komulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnað- ar þeirra. News of the World heldur því fram að McCartney hafi samið um greiðslu upp á hundrað og tuttugu milljónir punda, sem samsvarar sextán milljörðum íslenskra króna, en auðævi Pauls eru metin á hundrað og sextán millj- arða íslenskra króna. Samkvæmt News of the World var það dóttir Pauls, fata- hönnuðurinn Stella McCartney, sem sannfærði hann um að semja við fyrirsæt- una fyrr- verandi en Stella hefur haft mikl- ar áhyggjur af heilsu- fari föður síns. Bít- illinn fyrrver- andi fékk flökt fyrir hjartað fyrr á árinu og hefur verið í meðferð vegna þessa og er talið að Stella hafi ekki viljað sjá að skilnaðurinn myndi ganga af honum dauðum. „Stella sagði við pabba sinn að hamingjan væri ekki metin í peningum og það væri ekki þess virði að standa í svona málum,“ lætur heimildamaður News of the World hafa eftir sér. Frá því er greint í blaðinu að Mills verði formlega afhentar tíu milljónir punda, eða einn milljarð- ur íslenskra króna, sem verði látn- ar renna til góðgerðasamtaka. Paul mun síðan greiða fyrir hús þeirra á Englandi, í Bandaríkjun- um og Evrópu auk þess sem hann mun láta af hendi rúmlega tvö hundruð og sextíu milljónir í með- lag og þrjú hundruð og níutíu milljónir sem eiga að fara í laun handa starfsfólki Mills. Heimild- armaður blaðsins sagði að Paul væri létt og feginn að þessu væri lokið. Paul McCartney og Heather Mills skildu um miðjan maí og létu þá hafa eftir sér að þau hygð- ust láta skilnaðinn fara fram í kyrrþey. Talið er að Paul hafi farið fram á skilnað vegna óvið- unandi ágreinings en hjónin sök- uðu fjölmiðla um að hafa spillt sambandinu. Bresku blöðin fögn- uðu mörg hver þessum slitum enda hafa þau löngum haldið því fram að Mills væri á höttunum eftir peningum bítilsins. Mikið fjaðrafok varð síðan þegar skiln- aðarskjölin láku út en þar hélt Mills því fram að Paul væri bæði dópisti og drykkjuhrútur sem hefði oftar en ekki látið hnefana tala. Mills hélt því jafnframt fram að Paul hefði beitt eiginkonuna sína sálugu, Lindu McCartney, ofbeldi og fram á sjónvarsviðið spratt náinn vinur Lindu, Peter Cox, sem hafði undir höndum upptökur en þar er Linda sögð tjá sig á opinskáan hátt um sambúð sína og Paul. McCartney kom í veg fyrir að þær birtust opinber- lega og var síðan sagður hafa keypt þær af Cox. Lengi vel stefndi því í ljótan skilnað fyrir dómstólum á Bretlandi en ef News of the World hefur rétt fyrir sér er allt útlit fyrir að hul- unni verði ekki svipt af því hvað fór fram milli Mills og McCartn- ey. Öllu lokið hjá McCartney og Mills HeatHer Mills Fær rúma sextán milljarða vegna skilnaðar síns og Pauls McCartney. Fréttablaðið/GettyiMaGes Paul Mccartney Dóttir Pauls hvatti hann til að ganga frá málinu áður en það gengi af honum dauðum. Fréttablaðið/GettyiMaGes stella Hefur margoft lýst því yfir í heyranda hljóði að henni sé meinilla við Heather Mills. Það var margt um manninn og mikið fjör á skemmtistaðnum Yello í Keflavík þegar skemmt- analöggan Atli Rúnar Hermanns- son fagnaði þrítugsafmælinu sínu í góðra vina hópi um síðustu helgi. Pilturinn hefur nú rekið Yello í tæpt ár og er sestur að í Keflavík, um sinn að minnsta kosti. Atli er vinmargur og mátti sjá fjölda þekktra andlita úr skemmt- anabransanum meðal veislugesta eins og við má búast þegar skemmtanalögga fagnar stór- afmæli. Atli skemmtanalögga þrítugur í góðuM félagsskaP atli er hér í góðum gír á spjalli við söngkonuna brí- eti sunnu og skítamóralsgæjana Hanna og Hebba. kátir keflvíkingar Hildur Jónsdóttir, Helena snorradóttir, Gunnar stefánsson, arnar Freyr Jónsson og elínborg Ósk Jensdóttir voru í feiknastuði í veislunni. frænkur afMælisbarnsins tvíbura- systurnar elfa og eyrún sigurðardætur mættu að sjálfsögðu í afmælisveislu atla frænda. Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wem- bley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipu- lagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað,“ sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vild- um stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað.“ Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði,“ sagði hann. Elton og Duran Duran heiðra Díönu elton joHn söngvarinn elton John, sem var góður vinur Díönu prinsessu, mun syngja á Wembley 1. júlí á næsta ári. joss stone söngkonan unga syngur á tónleikunum. PHarrell tónlistar- maðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prins- essu. Mikið fjör Þorsteinn lár í rottweiler, Halli bach, Grétar, skúli og Helgi Valur trúbador voru kampakátir og sötruðu Mojito af miklum móð á yello. Fréttablaðið/ÞorGils skilnaðurinn í Hnotskurn 17. maí 2006 Paul McCartney og Heather Mills tilkynna skilnað og saka fjölmiðla um að hafa spillt sambandinu. Parið áréttar að þau ætli sér að halda sínum málum út af fyrir sig. 18. maí 2006 Paul vísar þeim orðrómi á bug að Heather hafi gifst honum peninganna vegna. 11. júní 2006 News of the World birtir frétt þess efnis að Mills hafi verið vændiskona og fyrirsætan fyrrverandi hótar götu- blöðunum málsókn. 8. ágúst 2006 Mills meinað að fara inn í hús Pauls í london. Öryggisvörður klifrar yfir vegginn en er handtekinn. Mills talar málið niður og segir þetta vera byggt á misskilningi. 9. ágúst 2006 McCartney og Mills ráða sér sömu lögfræðinga og vörðu Karl bretaprins og Díönu prinsessu á sínum tíma. 16. ágúst 2006 Mills er bannað að heimsækja dóttur sína á heimili Pauls sem vill að þau hittist á hlutlausu heimili. Óveðurský- in hrannast upp. 17. október 2006 Daily Mail birtir búta úr dómskjölun- um þar sem Mills sakar McCartney um að vera ofbeldishneigður drykkju- rútur. bresku blöðin hafa vart undan að greina frá viðbrögðum vina og vandamanna. Flest blaðanna standa með Paul. 23. október 2006 News of the World hefur eftir McCartney að hann ætli að ná sér niðri á Mills vegna þessara „fáranlegu“ yfirlýsinga. 27. október 2006 breskir fjölmiðlar birta fréttir um að til séu upptökur með lýsingum lindu McCartney á hjónabandi hennar og Pauls. Þær eru sagðar styðja yfirlýsingar Mills um ofbeldishneigð McCartneys. stella, dóttir Pauls, lýsir því yfir að hún vilji drepa stjúpmóður sína fyrrverandi. 5. nóvember 2006 Paul er sagður hafa keypt upptökurnar af Peter Cox fyrir tvö hundruð miljónir íslenskra króna á kaffihúsi. 10. desember 2006 News of the World greinir frá því að Paul hafi samið um greiðslur handa Mills og fjölmiðlafárinu sé því lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.