Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 6
6 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR
KjörKassinn
EInKAVæÐInG Jafet Ólafsson, fyrr-
um framkvæmdastjóri Verðbréfa-
stofunnar hf., sem annaðist mats-
gerð á tilboðum í hlut íslenska
ríkisins í ÍAV, segir að sér hafi
fundist matið helst til of flókið
fyrir svona ferli. „ Okkur var nátt-
úrulega sagt hvernig ætti að
leggja mat á þetta mál og það má
alveg deila um það af hverju það
var verið að hafa svona marga
mælikvarða. Þetta var einum of
flókið mat að okkur fannst.“ Að
öðru leyti sagðist Jafet hvorki
geta né vilja tjá sig frekar um
málið.
Verðbréfastofan hf. tók við sem
umsjónaraðili söluferlisins á síð-
ustu stigum þess eftir að Lands-
bankinn hafði sagt sig frá því
sökum tengsla við bjóðendur. Í
greinargerð sem hún skilaði til
einkavæðingarnefndar kemur
bersýnilega í ljós að Verðbréfa-
stofunni hf. þykir ýmislegt athuga-
vert við tilboð EAV ehf. Þar segir
meðal annars að matsaðilinn telji
fyrirvara sem séu í tilboði EAV
ehf.: „í besta falli ekki ganga upp
og hægt er að velta upp þeirri
spurningu hvort tilboðið sé í raun
gilt. Framkvæmdarnefnd um
einkavæðingu hefur kosið að taka
tilboðið gilt eins og það er lagt
fram. Samkvæmt upplýsingum
frá nefndinni er ekki hægt að
ganga að neinum þessara fyrir-
vara. Það er því nærtækast að
telja að þá gildi lægra tilboðið frá
EAV.“ Þrátt fyrir þessa skoðun
matsaðilans ákvað einkavæðing-
arnefnd að ganga til samninga við
EAV ehf.
Í Fréttablaðinu í gær var sagt
frá því að Halldór Ásgrímsson
hefði látið boð ganga inn á fund
einkavæðinganefndar um að hann
væri „á þeirri skoðun að tvö tilboð
væru sambærileg“. Halldór vildi
ekki svara spurningum blaða-
manns þegar leitað var eftir því í
gær en sendi þess í stað frá sér
yfirlýsingu. Þar segir hann það
hafa verið öllum ljóst sem skoð-
uðu tilboðin að tvö þeirra væru
mjög sambærileg, en önnur lægri.
Þegar Landsbankinn hafi sagt sig
frá málinu vegna tengsla hafi svo
skapast óvenjuleg staða. „Var sú
staða að sjálfsögðu rædd við mig
sem utanríkisráðherra enda bar
ég ábyrgð á málinu.“
Baldur Guðlaugsson, fulltrúi
fjármálaráðherra í einkavæðing-
arnefnd, sem lét samkvæmt fund-
argerðum bóka mótmæli við orð-
sendingu Halldórs til nefndarinnar,
sagðist í gær ekki muna eftir ein-
stökum atriðum í atburðarásinni.
Ekki náðist í Sturlu Sigurjónsson
né Sævar Þór Sigurgeirsson í gær
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
thordur@frettabladid.is
Öllum ljóst að tvö til-
boð voru sambærleg
Halldór Ásgrímssyni segir í yfirlýsingu að öllum hafi verið ljóst að tvö tilboð í
ÍAV hafi verið sambærileg. Hann lét þau boð ganga á fund einkavæðinganefnd-
ar. Baldur Guðlaugsson segist ekki muna eftir atburðarásinni.
Halldór Ásgrímsson Segir í yfirlýsingu að öllum hafi verið ljóst að tvö tilboð væru
sambærileg, en önnur lægri. Hann vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær.
Baldur guð-
laugsson
Fulltrúi fjármála-
ráðherra í einka-
væðingarnefnd.
jafet ólafsson
Fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri
Verðbréfastof-
unnar hf.
Er til fátækt á Íslandi?
já 88,4%
nei 11,6%
spurning dagsins í dag
Á að neita gjaldþrota innflytj-
endum um ríkisborgararétt?
Segðu skoðun þína á visir.is
EfnAhAGsMál Fimmtán þúsund
einstaklingar fá í dag eða næstu
daga leiðréttar vaxtabætur frá
hinu opinbera, þar af eru sex þús-
und einstaklingar sem fengu engar
vaxtabætur í sumar og eru nú að
fá þær í fyrsta sinn.
Leiðréttingin kemur í kjölfarið
á endurskoðun kjarasamninga frá
því í sumar. Vaxtabæturnar eru
yfirleitt á bilinu fimm þúsund upp
í 80 þúsund krónur. Þær miðast
við nettóeign upp á 4,8 milljónir
hjá einstaklingum og rúmar átta
milljónir hjá hjónum og skerðast
hjá þeim sem eiga meira. Yngvi
Már Pálsson, skrifstofustjóri hjá
fjármálaráðu-
neytinu, segir
að eignaviðmið-
ið byggist á
hækkun á fast-
eignamati. Það
hafi hækkað
um fimm pró-
sent á smærri
stöðum úti á
landi og allt upp
í þrjátíu og
fimm prósent
sérbýlið á höfuðborgarsvæðinu á
síðasta ári.
Ólafur Darri Andrason, hag-
fræðingur ASÍ, segir að ASÍ telji
þessar lagfæringar ófullnægjandi
og á skjön við samkomulag frá því
í sumar. Jákvætt sé að ákveðinn
hópur fái leiðréttingu en stór
hópur fái ekki leiðréttingu sem þó
væri full ástæða til að fengi hana.
„Það sem er alvarlegast er að
skerðingin sem ekki er leiðrétt
núna mun vara til allrar framtíðar.
Þetta er grunnurinn að vaxta-
bótakerfinu fyrir næsta ár,“ segir
hann. „Það er ekki hægt að segja
annað en að þetta valdi okkur
verulegum vonbrigðum.“
Hækkun útgreiddra vaxtabóta
nemur samtals 577 milljónum
króna. - ghs
ólafur darri
andrason
Fimmtán þúsund einstaklingar fá greiddar vaxtabætur frá ríkinu í dag:
Stór hópur fólks fær ekkert
löGREGlUMál Karlmaður í Vest-
mannaeyjum, sem hafði í fórum
sínum 1,3 kíló af hassi og lítilræði
af amfetamíni, verður samkvæmt
upplýsingum frá sýslumanninum í
Vestmannaeyjum ákærður í þess-
um mánuði. Hann hefur ekki verið
í haldi lögreglu á meðan ákæru-
meðferð hefur staðið yfir.
Lögreglan í Eyjum fann fíkni-
efnin um síðustu áramót en í
fórum mannsins fannst einnig
umtalsvert af peningum sem talið
er að hafi verið ávinningur af
fíkniefnasölu.
Fréttablaðið flutti af því fréttir
í janúar að maðurinn hefði stund-
að fíkniefnasölu í Eyjum árum
saman áður en lögreglan fann
efnin en höfuðpaur málsins, sem
seldi efnin til Eyja, var búsettur á
höfuðborgarsvæðinu þegar málið
kom upp. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins tengdist maðurinn
höfuðpaur málsins fjölskyldu-
böndum.
Efnin voru flutt til Eyja með
Herjólfi en þau sem tóku þátt í að
flytja efnin fylgdust náið með
vöktum lögreglu í Vestmannaeyju
og Þorlákshöfn við ferjuna og áttu
auðvelt með að panta sér far undir
fölsku nafni þar sem ekki þurfti
að sýna skilríki er farið var um
borð í Herjólf.
Rannsókn málsins lauk á fyrri
hluta ársins en ákærumeðferð
hefur staðið yfir undanfarna mán-
uði og lýkur senn. - mh
Karlmaður verður ákærður fyrir fíkniefnabrot í Vestmannaeyjum fyrir áramót:
Ákærður eftir árs rannsókn
Herjólfur Burðardýr fluttu efnin til
Eyja með Herjólfi. FréttaBlaðið/kk
löGREGlUMál Lögreglan í Reykja-
vík hefur þurft að bregðast við
líflátshótunum vegna andláts
þrítugs karlmanns sem lést eftir að
hafa fengið hjartastopp í lögreglu-
bifreið. Karl Steinar Valsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Reykjavík, segir lögreglu hafa
brugðist við með ákveðnum
aðgerðum. „Við höfum fengið
hótanir og ábendingar sem hafa
leitt til þess að við teljum ástæðu
til þess að grípa til aðgerða. Við
höfum meðal annars fjölgað
lögreglumönnum á vakt og tryggt
öryggi þeirra en gefum ekki upp
með hvaða hætti. En við tökum
þessar hótanir alvarlega.“ - mh
Lögreglan í Reykjavík:
Með varann á
vegna hótana