Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 100
Hvað er það við ungæðislegt rokk
sem er svona heillandi? Stundum
geri ég mér ekki lengur grein
fyrir því. Tökum þessa sveit hér
sem dæmi, The Gossip. Ég myndi
aldrei láta hafa það eftir mér að
þessi sveit væri þétt eða vel spil-
andi. Við fyrstu hlustun minnti
hún mig á landsbyggðarkvöldið á
Músíktilraunum. Ég myndi meira
að segja halda því fram að þessi
plata hljómar fremur illa. Hljóð-
færin eiga það meira að segja til
að vera rammfölsk. En af ein-
hverjum óútskýranlegum ástæð-
um er þetta með betri rokkplötum
sem ég hef heyrt á árinu.
Helsta ástæða þess er líklegast
söngkonan með Bjarkar augna-
ráðið, Beth Ditto, sem var nýlega
valin „svalasta fígúra rokksins“ í
NME. Hún er ekki bara fyrsta
konan sem fær titilinn, heldur líka
fyrsta lesbían og fyrsti einstakl-
ingurinn þyngri en hundrað kíló.
Hún hefur þykka og góða rödd
sem myndi henta svartri soul-
söngkonu en þessi bleiknefjaða
snót velur að syngja pönkskotið
rokk með beittum ádeilutextum.
En það sem heillar mann strax
upp úr skónum er hversu mikið
hún gefur af sér. Hún skiptir beint
úr því að bræða mann eins og
smjörlíki með blíðum raddlykkj-
um yfir í fimmta gír, þar sem
röddin bjagast í hálsinum á henni.
Hljóðfæraskipanin er eins og hjá
Yeah Yeah Yeah´s. Eina spilið
undir rödd Beth er trommusláttur
frá stelpu sem heldur rétt svo
takti, og leikur stráks sem þarf að
læra að stilla gítarinn sinn betur.
Þau hafa þó góða tilfinningu
fyrir því hvað virkar, þegar kemur
að riffum og upplífgandi töktum.
Það er mikill neisti í þessu, það fer
ekki á milli mála.
Þetta er ein af þessum plötum sem
vex og vex við hverja hlustun
þangað til að hún er orðin svo stór
hluti af lífi manns að maður er
reiðubúinn til þess að gefa þó
nokkuð mikið til þess að sjá þau
spila á tónleikum. Tja, a.m.k. and-
virði tveggja bíómiða, eða svo. Í
laginu „Yr Mangled Heart“ syng-
ur Beth með mikilli innlifun, „I
don´t want the World. I just wan´t
what I deserve!“. Hún á eftir að fá
það og þó nokkuð meira en hún
ætlast til. Kannski að heimurinn
fylgi með í kaupbæti?
Birgir Örn Steinarsson
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
80þúsund gestir
MEÐ ÍSLENSKU TALI
5 edduverðlaun
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN Á MIDI.IS - ATH: EINNIG ER HÆGT AÐ VERSLA MIÐA Í FÖRSÖLU Í KVIKMYNDAHÚSUM
Jólamyndin 2006
Frábær jólamynd fyrir alla fjölskylduna!
40þúsund gestir
DAVID EDWARDS, DAILY MIRROR
AUBRAY DAY, TOTAL FILM
“SIGUR”
“MÖGNUД
“FRÁBÆR”
DEBORAH ROSS, THE SPECTATOR
“STÓRFENGLEG”
CHARLES GANT, HEAT
JONATHAN ROSS, FILM 2006
ZOO
MARK ADAMS SUNDAY MIRROR
MATTHEW BOND, THE MAIL ON SUNDAY
CASINO ROYALE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 6 500 KR.
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 5.50, 8, 10.10
THE NATIVITY STORY kl. 8 B.I. 7 ÁRA
MÝRIN W.ENGLISH SUBTITLES kl. 6 og 10.10 B.I. 12 ÁRA
BORAT kl. 8 og 10
THE HOLIDAY kl. 5.10, 8 og 10.45
CASINO ROYALE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 14 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50
HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 3.40 500 KR.
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10
SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 3.40
BORAT kl. 10.20 B.I. 12 ÁRA
MÝRIN kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA
THE HOLIDAY kl. 8 og 10.30
HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 6 500 KR.
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 6
SAW III kl. 8 og 10.15
W.ENGLISH SUBTITLES
IN REGNBOGINN
Beth Ditto eignast heiminn
tónliSt
Standing in the Way of Control
The Gossip
HHHH
Frumraun The Gossip er stórkostleg.
Rokkið hefur eignast nýja
súperstjörnu með söngkonunni Beth
Ditto.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Brooklyn Fæv, Góð jól, er komin
út. Á plötunni eru þekktir jóla-
smellir sem Brooklyn Fæv gera að
sínum með rödduðum söng án
undirleiks. Íslenskir textar hafa
verið gerðir við nokkur af eldri
lögunum og á Bragi Valdimar
Skúlason heiðurinn af þeim.
Brooklyn Fæv sló fyrst í gegn
árið 1998 þegar hún vann Söngva-
keppni framhaldsskólanna. Sama
ár kom út jólalagið Sleðasöngur-
inn. Fyrir tveimur árum kom síðan
út annað jólalag, Einmana á jóla-
nótt. Bæði þessi lög eru á plötunni
auk níu laga til viðbótar, þar á
meðal Góða ósk um gleðilega hátíð.
Er það íslensk útgáfa af laginu
Have Yourself a Merry Little
Christmas og er enginn annar en
Raggi Bjarna gestasöngvari.
„Hann er mesti töffari Íslands-
sögunnar held ég,“ segir Davíð
Olgeirsson, einn af fimm meðlim-
um Brooklyn Fæv. „Þegar við
vorum að æfa í sumar komumst við
fljótlega að því að það væri bara
einn maður á Íslandi sem gæti sung-
ið Have Yourself a Merry Little
Christmas. Ég held líka að þetta sé
fyrsta lagið sem hann syngur án
undirleiks,“ segir hann. - fb
Raggi Bjarna á jóla-
plötu Brooklyn Fæv
Brooklyn fæv og raggi Bjarna
Aðalsteinn Jón Bergdal, Davíð Þ. Olgeirs-
son, Karl Sigurðsson, Kristbjörn Helga-
son og Viktor Már Bjarnason, ásamt
gestasöngvaranum Ragga Bjarna.
Jennifer Hudson heitir
nýjasta stjarna Hollywood,
en hún fer með eitt aðal
hlutverkanna í kvikmynd
inni Dreamgirls sem hefur
gert það afar gott í Banda
ríkjunum á haustmánuðum.
Jennifer kom fyrst fram í þriðju
seríu af sjónvarpsþættinum
American Idol, þar sem hún komst
áfram í tíu manna hópinn en féll
svo úr leik stuttu síðar. Óhætt er að
segja að Jennifer hafi nú náð meiri
frama en sigurvegari keppninnar,
en margir gagnrýnendur spá að
frammistaða hennar í kvikmynd-
inni muni tryggja henni tilnefn-
ingu til Óskarsverðlaunanna, en nú
um helgina lenti hún í öðru sæti í
flokknum besta leikkona í auka-
hlutverki þegar kvikmyndaverð-
laun gagnrýnendasamtaka Los
Angeles voru veitt. Sagði meðal
annars söngvarinn Elton John að
kynþáttur stúlkunnar hafi ráðið
ferð þegar hún féll úr Idol, en hann
telur að Bandaríkjamenn hafi síður
viljað svartan sigurvegara tvö ár í
röð, en Ruben Studdard vann
keppnina árið áður. Allt kom þó
fyrir ekki og ung stúlka að nafni
Fantasia vann keppnina.
Kvikmyndin Dreamgirls er
endurgerð á samnefndum söng-
leik frá árinu 1981 og rekur hún
sögu stúlknasveitar á Motown-
árunum og hvernig þær hægt og
rólega ná heimsfrægð með öllum
þeim vandamálum sem því fylgir.
Ásamt Jennifer leika í kvikmynd-
inni söngkonan Beyoncé Knowles,
Eddie Murphy, Jamie Foxx og
Danny Glover. Er sagt að Jennifer
gefi Beyoncé ekkert eftir á hvíta
tjaldinu, hvorki í leik né söng, en
segir Jennifer sjálf að það hafi
verið undarlegt að leika við hlið
Beyoncé þar sem hún hafi verið
hennar helsti aðdáandi um árabil.
Dreamgirls er fyrsta kvikmynd
Jennifer og alveg örugglega ekki
sú síðasta.
dori@frettabladid.is
Hudson slær í gegn
jennifer hudSon Slær í gegn í nýrri mynd sem ber heitið Dreamgirls, en þar leikur
hún gegn Beyoncé Knowles, Eddie Murphy og Jamie Foxx.
HEIMSFRUMSÝND 15. DESEMBER
Vinningar eru
miðar fyrir tvo,
Eragon bókin,
Eldest bókin,
Eragon
tölvuleikurinn,
DVD myndir
tölvuleikir og
margt fleira!
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S k
lú
bb
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.