Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 3
Jólunum fylgir alltaf ákveðin
fortíðarþrá. Jólaskrautið sem
umkringdi mann í barnæsku á
þannig ákveðinn sess í jóla-
minningunni.
Fyrir um fimmtán árum voru nokkr-
ar perur í þakskegginu og ljósadýrð-
in frá gulum og rauðum perum í
blokkunum í Safamýrinni og Fells-
múlanum nóg til að koma hvaða
barni sem er í jólaskapið. Seríur með
nokkrum fjörutíu watta perum, sem
stungið var beint í samband, voru
útiseríurnar sem skreyttu flest hús.
Við þetta ólust þeir foreldrar upp
sem nú halda sín fyrstu jól sem fjöl-
skylda. Nostalgían er rík og þetta
fólk sækist nú eftir þessum seríum í
auknum mæli.
Lengi vel var erfitt að nálgast
þær og sáust þær einungis á blokk-
um hjá afa og ömmu. Nú þykir hins
vegar flott að hafa þær í grenitrénu
fyrir framan húsið eða í þakskegg-
inu. Kannski minna þær á einfaldari
tíma þegar jólin snerust ekki um
stress og skyldur, heldur eftirvænt-
ingu, afslöppun og jólaskap. Svo er
líka mun einfaldara að fara yfir tíu
stórar perur en fimm hundruð litlar.
Gamaldags jólaseríur er nú hægt
að fá víða, til dæmis í Byko og í
Glóey. Seríurnar eru tíu ljósa og
fimm metra langar og kosta um sex
þúsund krónur. - tg
13. desember
Giljagaur kemur í Þjóðminja
safnið kl. 11.
Aðventutónleikar domus Vox
verða haldnir í Hallgrímskirkju
og hefjast kl. 20. Kvennakórarnir
Vox feminae, Vox junior og
Stúlknakór Reykjavíkur flytja
jólatónlist undir stjórn Margrétar
J. Pálmadóttur.
Jólatónleikarnir Ég man þau
jólin verða endurfluttir í Hafnar
borg kl. 20. Þar verða gömlu
góðu amerísku jólalögin flutt af
hafnfirskum listamönnum.
Árlegir
Lúsíutónleik-
ar sænska
félagsins á
Íslandi verða
haldnir í Grafar
vogskirkju og
hefjast kl. 19.
Á jóladöfinni } Gamaldags jólaljós
Gamaldags jólaseríur hafa prýtt Óslóartréð
í mörg ár og eru aftur að komast í tísku.
fRéttablaðið/Stefán
Jólalag
skín í rauðar skotthúfur
Skín í rauðar skott
húfur
skuggalangan
daginn,
jólasveinar
sækja að
sjást um allan
bæinn.
ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inni´ í frið´ og ró, úti´ í frosti´ og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Uppi´ á lofti, inni´ í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki´ í bæinn inn,
inni í frið og ró, inn úr frosti’ og
snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
norðurljósin loga skær
leika´ á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði´ og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.