Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 31

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 3 Jólunum fylgir alltaf ákveðin fortíðarþrá. Jólaskrautið sem umkringdi mann í barnæsku á þannig ákveðinn sess í jóla- minningunni. Fyrir um fimmtán árum voru nokkr- ar perur í þakskegginu og ljósadýrð- in frá gulum og rauðum perum í blokkunum í Safamýrinni og Fells- múlanum nóg til að koma hvaða barni sem er í jólaskapið. Seríur með nokkrum fjörutíu watta perum, sem stungið var beint í samband, voru útiseríurnar sem skreyttu flest hús. Við þetta ólust þeir foreldrar upp sem nú halda sín fyrstu jól sem fjöl- skylda. Nostalgían er rík og þetta fólk sækist nú eftir þessum seríum í auknum mæli. Lengi vel var erfitt að nálgast þær og sáust þær einungis á blokk- um hjá afa og ömmu. Nú þykir hins vegar flott að hafa þær í grenitrénu fyrir framan húsið eða í þakskegg- inu. Kannski minna þær á einfaldari tíma þegar jólin snerust ekki um stress og skyldur, heldur eftirvænt- ingu, afslöppun og jólaskap. Svo er líka mun einfaldara að fara yfir tíu stórar perur en fimm hundruð litlar. Gamaldags jólaseríur er nú hægt að fá víða, til dæmis í Byko og í Glóey. Seríurnar eru tíu ljósa og fimm metra langar og kosta um sex þúsund krónur. - tg 13. desember Giljagaur kemur í Þjóðminja­ safnið kl. 11. Aðventutónleikar domus Vox verða haldnir í Hallgrímskirkju og hefjast kl. 20. Kvennakórarnir Vox feminae, Vox junior og Stúlknakór Reykjavíkur flytja jólatónlist undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Jólatónleikarnir Ég man þau jólin verða endurfluttir í Hafnar­ borg kl. 20. Þar verða gömlu góðu amerísku jólalögin flutt af hafnfirskum listamönnum. Árlegir Lúsíutónleik- ar sænska félagsins á Íslandi verða haldnir í Grafar­ vogskirkju og hefjast kl. 19. Á jóladöfinni } Gamaldags jólaljós Gamaldags jólaseríur hafa prýtt Óslóartréð í mörg ár og eru aftur að komast í tísku. fRéttablaðið/Stefán Jólalag skín í rauðar skotthúfur Skín í rauðar skott­ húfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inni´ í frið´ og ró, úti´ í frosti´ og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi´ á lofti, inni´ í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki´ í bæinn inn, inni í frið og ró, inn úr frosti’ og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. norðurljósin loga skær leika´ á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjó þá í friði´ og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.