Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 70
MARKAÐURINN 13. desember 2006 miðvikudagur16
h é ð a n o g þ a ð a n
hólmfríður helga Sigurðardóttir
skrifar
Símafyrirtækið Sko hefur á und-
anförnum mánuðum náð góðri
fótfestu á íslenska símamarkaðn-
um. Um fimm þúsund manns eru
nú í viðskiptum við félagið sem
er vel umfram þau markmið sem
stjórnendur félagsins settu sér í
upphafi. BTnet, sem Ódýra síma-
félagið tók yfir í sumar, miðar að
því, líkt og Sko, að bjóða ódýrustu
vöruna á markaðnum með því
að veita alla þjónustu í gegnum
netið. Ragnhildur Ágústsdóttir
var nýlega ráðin framkvæmda-
stjóri Ódýra símafélagsins sem
rekur bæði fyrirtækin. Hún tók
þátt í uppbyggingu Sko og starf-
aði sem þjónustu- og vefstjóri frá
stofnun þess fyrr á þessu ári.
Sko hefur frá upphafi haft
það að markmiði að halda ekki
úti kostnaðarsömum verslunum.
Því er engar Sko-verslanir að
finna vítt og breitt um landið og
ekki er hægt að kaupa hleðslu í
verslunum, eins og hægt er með
frelsi hinna símafyrirtækjanna.
Þjónusta Sko fer nefnilega að
langmestu leyti fram á netinu
þótt hægt sé að hafa samband
við þjónustuver á annatíma,
milli 12 og 18 virka daga. Þetta
fyrirkomulag hefur að sögn
Ragnhildar reynst vel og stendur
ekki til að breyta því. Sko skil-
greinir meginmarkhóp sinn út frá
ungu fólki, á bilinu 20 til 35 ára,
sem er tilbúið að nota internetið
og borga minna fyrir vikið. „Á
netinu geta viðskiptavinir okkar
skoðað nákvæmt yfirlit yfir við-
skipti sín, frá því hversu oft er
hringt í ákveðna manneskju til
þess hve lengi er talað við hana.
Þannig er hægt að sjá upp á
krónu í hvað hleðslan fer. Við
erum með talsvert lægra verð en
samkeppnisaðilarnir og auk þess
er frítt að hringja innan kerfis í
alla aðra viðskiptavini Sko. Þetta
er eingöngu mögulegt af því að
við höfum svo litla yfirbyggingu
og því mun lægri kostnað en
stóru fyrirtækin.“
Ódýra símafélagið tók yfir
rekstur BTnets í lok síðasta sum-
ars og er nú í því ferli að skoða
og endurskilgreina reksturinn.
Markmiðið er að félagið verði
ekki ósvipað Sko að uppbygg-
ingu. Ekki stendur endilega til
að bjóða þjónustu fyrirtækjanna
tveggja saman í pakka. „Þetta
verður ekki spurning um bind-
ingu og fá þannig besta samning-
inn. Við ætlum að vera ódýrust á
hverju sviði þannig að það borgi
sig alltaf að vera hjá okkur, hvort
sem er með GSM eða ADSL.“
RagnhilduR ÁgústsdóttiR, fRamkvæmdastjóRi ódýRa símafélagsins
Ódýra símafélagið rekur Sko og BTnet sem bæði bjóða ódýra þjónustu í gegnum netið.
Markaðurinn/VilhelM
Fimm þúsund
manns hjá Sko
jón kR. gíslason, staRfsmanna-
stjóRi ÖssuRaR Össur hefur tekið
mörg fyrirtæki yfir í gegnum tíðina.
Það ferli er rétt að byrja miðað við þau
áform sem félagið hefur á prjónunum
um frekari vöxt. Jón sagði frá því hvern-
ig skýr fyrirtækjamenning hafi skipt
sköpum fyrir hversu vel yfirtökurnar hafi
heppnast. Félagið hafi þrjú megingildi:
heiðarleika, hugrekki og hagsýni, sem
séu alltaf höfð að leiðarljósi og leitast
við að innleiða þau eins fljótt og auðið
er í hinum yfirteknu félögum.
skiptiR fyRiRtækjamenning mÁli?
Þannig var yfirskrift morgunverðarfundar
sem Viðskiptafræðistofnun háskóla Íslands
efndi til í síðustu viku. Þar leituðust þeir
Jón kr. Gíslason, starfsmannastjóri Össurar,
og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa,
við að lýsa menningu sinna fyrirtækja og
skýra hvernig hún hefur hjálpað til við að
fleyta fyrirtækjunum þangað sem þau eru
í dag. eins og sjá má hlustuðu gestirnir á
frummælendur af mikilli athygli.
Heiðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin sem fram-
kvæmdastjóri starfsþróunar- og samskiptasviðs
Eimskips, auk þess sem hún sinnir lögfræðilegum
verkefnum.
Um leið og Heiðrún tók við nýju starfssviði
um síðustu mánaðamót létu af störfum Ingunn B.
Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunar-
sviðs og Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmda-
stjóri stefnumótunar- og samskiptasviðs.
Heiðrún segir starfið leggjast vel í sig og að sér
hafi verið vel tekið á nýjum stað. Hún er fædd á
Húsavík árið 1969, lauk kandidatsprófi í lögfræði
frá Háskóla Íslands árið 1995 og varð héraðs-
dómslögmaður haustið 1996. Hún tók próf í starfs-
mannastjórnun frá HA 1999 og lauk löggildingu í
verðbréfamiðlun árið 2006. Heiðrún hefur marg-
víslega starfsreynslu bæði af lögfræði og stjórnun.
Síðast var hún framkvæmdastjóri og meðeigandi
á Lex lögmannsstofu, en þar áður gengdi hún
starfi upplýsingafulltrúa Símans. Heiðrún er í sam-
búð með Jóhannesi Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra
Milestone. Hún á tvö börn og þrjá stjúpsyni. - óká
heiðRún jónsdóttiR heiðrún, sem áður var upplýsingafulltrúi
Símans, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra starfsþróunar- og
samskiptasviðs eimskips. Markaðurinn/GVA
Mannabreytingar hjá Eimskipi
Síminn hefur hafið þjónustu
sem gerir athafnafólki og öðrum
áhugasömum kleift að fá fjár-
málaupplýsingar sendar beint í
GSM-símann sinn. Þjónustan sem
um ræðir er svokölluð SMS-mark-
aðsvakt. Gagnagrunnur er tengd-
ur beint við Kauphöll Íslands
og þannig er mögulegt að
fylgjast með í rauntíma
hvenær breytingar gerast
á markaði. Viðskiptavinir
SMS-markaðsvaktarinnar
geta skilgreint fyrirfram
þær upplýsingar sem þeir
vilja fá sendar. Um leið og
einhverjar breytingar eiga
sér stað fá viðskiptavinir
Símans þær sendar með
sms í símann sinn.
Í fréttatilkynningu frá
Símanum kemur fram að
Þjónusta SMS-markaðs-
vaktarinnar sé fimmþætt
og skiptist í það helsta af
fjármálamarkaði, fréttavakt,
gjaldeyrisvakt, vísitöluvakt og
verðbréfavakt. Hægt er að fylgj-
ast með því helsta sem gerist á
fjármálamarkaðnum á hverjum
degi og eru listar sendir dag-
lega sem sýna fimm mestu
h æ k k a n i r
og lækkan-
ir hverju
s i n n i .
M e ð
frétta-
vakt-
i n n i
geta viðskiptavinir fylgst með
öllu því markverðasta sem á sér
stað í Kauphöll Íslands. Um leið
og Kauphöllin gefur frá sér til-
kynningu kemur sms í símann
með fyrirsögn fréttar, flokki
hennar og auðkenni þeirra félaga
sem hún tengist. Með gjaldeyris-
vaktinni er hægt að fylgjast með
og fá upplýsingar um gjaldeyris-
viðskipti. Hún færir upplýsingar
um stöðu gengisvísitölu krónunn-
ar auk þess að birta gengi helstu
gjaldmiðla. Vísitöluvaktin veitir
upplýsingar um stöðu úrvals- og
aðalvísitölu Kauphallar Íslands
og að lokum lætur verðbréfa-
vaktin vita um allar meiri háttar
breytingar á gengi viðkomandi
verðbréfs og sendir allar fréttir
sem tengjast félaginu.
- hhs
síminn býðuR sms-maRkaðsvakt
Viðskiptavinir Símans geta fylgst með í
rauntíma hvenær breytingar verða á mark-
aði í gegnum SMS-markaðsvakt.
Síminn stendur markaðsvaktina