Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 35
][
Mörg börn ferðast ein reglu-
lega bæði innanlands og milli
landa. Í flestum tilfellum eru
þau að heimsækja foreldra
sína sem ekki búa saman, en
einnig til að heimsækja ömmur
afa og aðra fjölskyldumeðlimi.
Íslensk börn hafa mesta reynslu
af ferðalögum í flugvélum og lang-
ferðabílum en börn í öðrum lönd-
um ferðast líka með skipum og
lestum. Í langferðabílum á Íslandi
mega börn ferðast ein frá 5 ára
aldri. Það er ekki boðið upp á eftir-
lit eða fylgd, en hægt er að semja
við bílstjórann um að láta barnið
vita hvar það eigi að fara út.
Á Norðurlöndunum mælir
umboðsmaður barna með að láta
börn ekki ferðast ein með lang-
ferðabíl fyrr en þau eru orðin átta
ára. Börn upp að 12 ára aldri sem
ferðast ein með langferðabíl verða
að hafa skilti um hálsinn með
öllum upplýsingum. Þar á að
standa nafn, heimilisfang, áfanga-
staður og nokkur símanúmer
aðstandenda barnsins. Ef börn
ferðast ein í rútum getur það borg-
að sig að láta barnið sitja fremst í
bílnum. Þá er auðveldara fyrir bíl-
stjórann að minna barnið á að fara
út en líka út af bílveiki sem mörg
börn þjást af. Öll börn og farþegar
í langferðabílum eiga að nota bíl-
belti.
Það getur verið gott að æfa
barnið í að fara eitt í rútu áður en
lagt er í hann fyrir alvöru. Sumir
foreldrar fara í hlutverkaleik
heima þar sem ömmur og afar
geta verið aðrir farþegar og stóri
bróðir bílstjóri. En jafnvel er hægt
að segja barninu sögur og teikna
myndir til að undirbúa ferðina.
Það er ekki ráðlagt að láta börn
fara í lengri ferðir ein í rútu.
Sumir foreldrar biðja aðra far-
þega að líta eftir barninu á leið-
inni, en það er aldrei hægt að láta
bláókunnuga taka fulla ábyrgð á
ókunnu barni.
Mörg börn ferðast ein í flugvél-
um og það er oft ákjósanlegri
ferðamáti. Þar þarf að kaupa sér-
staka fylgd og það eru aðeins 3-4
börn sem fá að fara í fylgd í hverri
flugferð svo að flugliðarnir geti
sinnt börnunum vel. Þegar börn
ferðast ein með flugi þarf að panta
farið með góðum fyrirvara. Það
þarf að fylla út upplýsingar um
þann sem fylgir barninu og tekur
á móti áður en farið er í flugið.
Innanlandsflug tekur að jafn-
aði klukkutíma og flest börn niður
í fimm ára aldur þola það ágæt-
lega. Flugfélag Íslands er með
skemmtilegt tilboð fyrir börn sem
ferðast oft ein. Verkefnið ber
nafnið „Flugkappar“ og kemur
Flugfélag Íslands til móts við for-
eldra og forráðamenn með sér-
stöku lágfargjaldi. En einnig fá
krakkarnir bakpoka að gjöf með
dvd-mynd.
Millilandaflugin reyna meira á
og foreldrar þurfa sjálfir að meta
hvenær barnið er tilbúið. Við milli-
landaflug kveður barnið foreldra
við öryggishlið og er þá í gæslu
þangað til tekið er á móti barninu í
öðru landi. Flugfélögin bjóða upp
á góða gæslu gegn vægu gjaldi. En
samt er ágætt að barnið hafi farið
ferðina áður með foreldri.
Ekki er ákjósanlegt að láta börn
faraein í lengra en fjögurra tíma
flug, en þó eykst þol eftir því sem
þau eldast. Ef um tengiflug er að
ræða þarf að tala sérstaklega við
flugfélagið til að athuga hvernig
aðstoð barnið fær til að skipta um
vél og hver gætir þess á meðan á
bið stendur og ef vélinni seinkar.
Börn sem ferðast oft eru orðin
leið á leikföngunum sem þau fá
hjá flugfélaginu. Flestum krökk-
um finnst gaman að hlusta á hljóð-
bækur sem hægt er að kaupa,
leigja á bókasafni eða hlaða niður
af netinu. Einnig eru alls kyns
verkefnabækur, spil, tölvuspil eða
teiknimyndir vinsælar.
Það þarf að athuga vel hvaða
matur er í boði og hvort barnið
borði þennan tiltekna mat. Annars
þarf að panta eitthvað annað eða
senda barnið með mat sem það
borðar. Það er ekki endilega ákjós-
anlegt að senda barnið með fangið
fullt af sælgæti, heldur ávexti og
muna að hafa vatnsflösku. Það er
nauðsynlegt að klæðast léttum og
þægilegum fatnaði og auðveldum
skóm svo vel fari um barnið og það
sé auðvelt að fara á klósettið. Síðan
þarf að segja barninu að það geti
alltaf leitað aðstoðar hjá flugliða.
Það getur verið ágætt að leyfa
systkinum að ferðast saman. Samt
ber að hafa í huga að eldra systkin-
ið er ekki endilega nógu gamalt til
að taka ábyrgð á því yngri. Það er
ekki fyrr en þau eru komin á ungl-
ingsaldur 14-16 ára að þau í raun
geta axlað þá ábyrgð að ferðast
styttri ferðir með yngra systkini. Í
vélinni er passað upp á bæði börn-
in og það er því ekkert vandamál.
Upplýsingar:
Langferðabílar: BSÍ www.bsi.is
Innanlandsflug: Flugfélag Íslands www.
flugfelag.is
Millilandaflug:Icelandair www.icelandair.is-
Iceland Express www.icelandexpress.is
-rh
Þegar börn fara í víking
Draumaflugið
Nýlega var gerð köNNuN á því
hverNig draumflugi fólks yrði
háttað feNgi það að ráða.
langflestir vildu hafa elvis Presley
eða díönu prinsessu sem sessu-
naut í draumaflug-
inu. aðrir frægir
sem skoruðu hátt
voru frank sinatra,
martin luther king,
madonna og Bill
Clinton. ekki kemur
á óvart að margir
kusu að vera samferða Nelson
mandela, John lennon og dalai
lama enda ættu þessir menn
að geta talað flugið á enda án
þess að drepa sessunaut sinn úr
leiðindum. William prins skoraði
einnig hátt hjá yngri kynslóðinni
en einnig voru valdir Jimi hendrix,
Pele, george Best og audrey
hepburn.
yfir tvö þúsund manns tóku þátt í
könnunni sem var til gamans gerð
af yougov Plc. á netinu fyrir British
airways.
Flugfélag Íslands hefur flug
milli Akureyrar og Keflavíkur
sem tengist morgunflugi Ice-
landair til Evrópu og Banda-
ríkjanna.
Næsta vor mun Flugfélag Íslands
hefja flug milli Akureyrar og
Keflavíkur. Fluginu er ætlað að
mynda tengingu við morgunflug
Icelandair til Evrópu og Banda-
ríkjanna.
Er þetta mikil hagræðing fyrir
flugfarþega sem koma að norðan
þar sem innritun, vegabréfaskoð-
un og öryggisleit fer fram á Akur-
eyri á útleið og síðan tollskoðun á
leið til landsins. Flogið verður frá
Akureyri klukkan sex að morgni
og fara farþegar beint inn á frí-
hafnarsvæði flugstöðvarinnar í
Keflavík. Síðdegis er flogið til
Akureyrar þegar vélar að utan eru
lentar. Flogið verður þrjá daga í
viku næsta sumar, mánudaga,
fimmtudaga og föstudaga.
- jóa
Ný tenging við
Norðurland
flugfélag íslands býður upp á tengiflug
að norðan við morgunflug icelandair til
evrópu og Bandaríkjanna næsta sumar.
Aukning hefur orðið á gistinótt-
um á landinu ásamt fjölgun
á farþegum sem farið hafa í
gegnum Keflavíkurflugvöll.
Rúmlega 133 þúsund farþegar
fóru um Keflavíkurflugvöll í nóv-
ember. Samanborið við nóvember
í fyrra nemur fjölgunin 15,3 pró-
sent. Fjölgun er í takt við þróun
farþegafjölda fyrir árið í heild þar
sem farþegum hefur fjölgað um
tæp 11 prósent frá áramótum eða
um 188 þúsund farþega.
Að sama skapi hefur gistinótt-
um einnig fjölgað. Í október síð-
astliðnum voru gistinætur um
97.600 en 86.000 á sama tíma í
fyrra. Fjölgunin nemur um 13 pró-
sentum. Gistinóttum fjölgaði í
öllum landshlutum nema á Suður-
landi þar sem þeim fækkaði um 17
prósent. Mest var aukningin á
Norðurlandi þar sem gistinætur
fóru úr 4.100 í 6.400 milli ára en
það nemur 55 prósent aukningu.
Hér er átt við við gistinætur á hót-
elum eingöngu sem opin eru allt
árið. - jóa
Farþegum fjölgar
rúmlega 133 þúsund farþegar fóru um
keflavíkurflugvöll í nóvember.
fréttaBlaðið/stefáN
það er vel passað upp á krakka sem ferðast einir milli landa. NordiCPhoto/gettyimages
Heimilið
þarf alltaf að vera öruggt þegar farið er í ferðalag. kannski er heima-
þjófavörn góð jólagjöf handa ferðalangnum.
4thfloorhotel
Laugarvegur 101 • 4thfloorhotel.is
Vetrartilboð
1. nóvember - 1. maí
Útvegum miða á leiksýningar og jólahlaðborð
1 manns herbergi
2ja manna herbergi
Hópar 10+
Helgarferð
kr. 5.900
kr. 7.900
kr. 5.000 á mann
kr. 14.000 2 nætur í hjónaherbergi
KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA
Heimagisting á besta stað í bænum.
Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905