Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 67
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 13. DeseMbeR 2006
s k o ð u n
Samkvæmt nýrri könnun sem
gerð var á meðal tvö þúsund
starfsmanna í Bretlandi á
vegum CIPD og birt er á vefn-
um peoplemanagement.co.uk
og onrec.com er sambandi á
milli margra starfsmanna
og yfirmanna líkt við hjóna-
band sem komið er í krísu.
Sambandið einkennist oft af
lélegum samskiptum og litlu
trausti sem leiðir af sér litla
framleiðni, lélega frammistöðu
og mikla starfsmannaveltu.
Þú teKUR MIg seM sjálf-
sAgÐAN hlUt …
Fjórðungi (25 prósentum)
starfsmanna finnst sjaldan eða
aldrei að vinna þeirra skipti
fyrirtækið máli og aðeins 38
prósent starfsmanna segja að
yfirmenn og millistjórnendur
komi fram við þá af virðingu.
VIÐ tölUM eKKI sAMAN leNgUR …
Um þriðjungur (30 prósent) seg-
ist sjaldan eða aldrei fá end-
urgjöf á frammistöðu frá yfir-
manni. Þá segjast 42 prósent
starfsmanna ekki fá upplýsingar
um framgang mála í fyrirtæki
sínu og aðeins 37 prósent starfs-
manna finnst að viðhorf þeirra,
skoðanir og álit hafi áhrif innan
fyrirtækisins.
Þú dRegUR úR MéR …
Um 44 prósent starfsmanna
finna fyrir óhóflegum þrýst-
ingi einu sinni eða tvisvar í
viku eða oftar og 22 prósent
starfsmanna finna fyrir miklu
álagi og stressi.
ljóMINN eR fARINN …
Um helmingur aðspurðra (43
prósent) er óánægður með
samband sitt við yfirmann
og um fjórðungur aðspurðra
hlakkar sjaldan eða aldrei til
að fara í vinnuna.
ég tReystI ÞéR eKKI …
Aðeins 37 prósent aðspurðra
bera fullt traust til yfirmanna
og 32 prósent starfsmanna eru
óánægð með hvernig fyrirtæk-
inu er stjórnað.
ég VIl losNA …Um fjórðung-
ur starfsmanna er óánægður
með núverandi vinnu sína og
47 prósent eru að leita sér að
nýju starfi eða eru að skipta
yfir í nýtt starf. Þá kom fram í
könnuninni að starfsmenn yfir
55 ára aldri voru tengdastir
fyrirtækjunum en starfsmenn
undir 35 ára voru líklegastir
til að vera óánægðir.
Catherine Truss, einn af höf-
undum rannsóknarinnar, segir
að hér sé augljóst hversu mikið
vinnubrögð stjórnenda hafa
áhrif á viðhorf starfsmanna til
vinnu sinnar og það þurfi ekki að
vera flókið ferli að
bæta sambandið
svo að starfs-
fólki finnist
það vera metið
að verðleikum.
sif sigfúsdóttir
MA í mann-
auðsstjórnun
Hjónaband í hættu
s t a r f s m a n n a s t j ó r n u n
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Forráðamenn fyrirtækja, stærri og smærri, vita að velgengni veltur ekki síst á ánægju
starfsfólksins. VR stendur árlega fyrir könnuninni Fyrirtæki ársins en niðurstöðurnar
veita forráðamönnum mikilvæga innsýn í viðhorf starfsmanna og eru dýrmætur
mælikvarði á frammistöðu fyrirtækisins í starfsmannamálum.
Fyrirtækjum stendur til boða að allir starfsmenn taki þátt í könnuninni, óháð því í
hvaða stéttarfélagi þeir eru. Þannig geta allir sagt sinn hug og heildstæðari mynd
fæst af stöðu fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar um Fyrirtæki ársins 2007 er að finna á vr.is.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Fær fyrirtækið
gæðastimpil
frá starfsfólkinu?
Desemberhlaupið er hafið og
maður er auðvitað með í því.
Það er gaman undir lok ársins
að veðja á hvaða hestar hlaupa
hraðast á lokaspretti ársins. Ég
sagði um daginn að ég byggist
ekki við að 365 færi niður fyrir
3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég
hef alltaf verið maður til að við-
urkenna þegar ég hef rangt fyrir
mér. Þess gerist nánast aldrei
þörf og þegar það gerist, þá opn-
ast venjulega ný tækifæri.
Þegar gengið fór niður fyrir
mína spá, þá náttúrlega keypti
ég. Rúmri viku síðar er maður
kominn með fyrir öllum jólagjöf-
unum.
Annars er ég farinn að búa
mig undir magurt ár, þó að loka-
spretturinn á þessu lofi ágætu.
Seðlabankinn mun sennilega
gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf
og það óháð því hvort maður
setur skóinn út í glugga eða ekki.
Svo sýnist mér að allir stóru kall-
arnir á markaðnum séu komnir
í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil
ekki hvað þeir eru að pæla með
því. Það er aldrei hægt að stjórna
umræðu um sig til lengdar og
meiri hætta að maður lendi inn
í umræðu með því að eiga í fjöl-
miðlum. Þess vegna hef ég aldrei
átt í fjölmiðlum, nema sem ósýni-
legur skammtímafjárfestir.
Það er fullt af tækifærum á
þessum markaði til lengri tíma
litið. Bankarnir verða á fullu
næsta árið og margt spennandi að
gerast hjá þeim. Þeir munu hins
vegar gjalda á næsta ári fyrir
samdrátt og einhver gjaldþrot
sem óhjákvæmilega er fylgifisk-
ur okurvaxtanna sem verða ráð-
andi framan af ári. Það verður
allavega meiri vinna en áður að
halda góðum gangi í fjárfesting-
unum.
Ég held að maður dragi saman
seglin á næstunni og bíði eftir
bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002
varð grundvöllur mikilla afreka
hjá mér og ég ætla mér ekki
minni hluti þegar hagkerfið fer á
sving eftir samdrátt og svartsýni
sem mun koma á næsta ári.
Þetta hljómar allt saman frek-
ar auðvelt. Það kunna flestir að
lesa í hagsveifluna. Vandinn er
hins vegar að láta ekki tilfinning-
una á markaðnum sópa sér með.
Það er auðveldara um að tala, en
í að komast. Svipað og að hætta
að reykja. „Það er enginn vandi
að hætta að reykja, það hef ég oft
gert,“ sagði Mark Twain og sama
gildir um ákvarðanir á markaði.
Þegar ég fór inn á markaðinn
á þessum tíma sögðu margir vinir
mínir að ég væri galinn. Þegar
ég skuldsetti mig grimmt, þá
afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar
er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir
eru launamenn, en ég minn eigin
herra. Og hvílíkur herra.
spákaupmaðurinn á horninu
s p á k a u p m a ð u r i n n
Búið að redda
jólunum