Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 18
18 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Á næstu dögum verður tekin í notkun skammtíma­ vistun fyrir fatlaða einstaklinga í Garði og næsta sumar fá sex einstaklingar búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu í Njarðvík. Þetta kemur fram í viðtali við Sigríði Daníelsdóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Þórdís Þormóðsdóttir, foreldra­ ráðgjafi Þroskahjálpar á Suður­ nesjum, sem rætt var við í Frétta­ blaðinu fyrir skömmu segir ófremdarástand ríkja í mála­ flokknum og bráða þörf á nýjum búsetuúrræðum. Þórdís segir fjölda einstaklinga bíða búsetu­ úrræða en að þeir séu í mismikilli þörf. Sigríður segir ellefu einstaklinga á Suður­ nesjum bíða eftir búsetu­ úrræðum, þar af einn í bráðri þörf, en mál hans verður leyst á næstu vikum. Sigríður segir að fjórir einstaklingar hafi fengið búsetu annars staðar á síðustu árum, þar af tveir fyrir utan fjórðunginn. „Þessir ein­ staklingar voru fluttir til fólks sem það þekkti til og ég veit að þessu fólki líður vel og er þar að eigin ósk. Þá bauðst tveimur börnum búseta á höfuðborgar­ svæðinu, annað þess­ ara barna var reyndar í skóla í Reykjavík og því urðu ekki miklar breytingar á högum þess hvað þann þátt varðaði.“ Sigríður segist sjá framþróun í búsetu­ úrræðum fatlaðra á Suðurnesjum og að reynt sé að finna hverjum og einum lausn við hæfi. - hs Nokkur uppbygging er fyrirhuguð í búsetumálum fatlaðra á Suðurnesjum: Aðeins einn í bráðri þörf sigríður daníels- dóttir Á næstu dögum verður tekin í notkun skammtímavistun fyrir fatlaða einstaklinga í Garði. BoRGARMInjAR Nokkrar vatns­ skemmdir urðu þegar rör fraus og sprakk í Gröndalshúsi við Vestur­ götu fyrir skömmu. Húsið er illa einangrað og þrátt fyrir upphitun gaf einn ofninn sig í kuldakastinu. Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og ráðgjafi Árbæjarsafns, segir skemmdirnar litlar og minni en þær hefðu getað orðið. Smiður á hans vegum hafi komið að húsinu um morguninn og var samstundis kallaður út hópur manna til að stöðva flauminn og þurrka upp. Húsið sé annars vaktað daglega og í því virkt öryggiskerfi. Gröndalshús var reist árið 1882 og er sögufrægt fyrir þær sakir að þar bjó Benedikt Gröndal skáld frá árinu 1888 og til dauðadags, annan ágúst 1907. Húsið er og sér­ kennilegt í laginu, tvílyft að fram­ an en bakhliðin er einnar hæðar. Hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins er til skoðunar að friða húsið. Stjórn Árbæjarsafns hefur lengi viljað fá Gröndalshús flutt í Árbæinn og verður það gert innan skamms. Þetta hefur vakið nokkrar deilur um húsavernd almennt og hvort gömlum húsum sé betur komið í Árbænum eða í uppruna­ legu umhverfi sínu. - kóþ Rör sprakk í fornfrægu húsi við Vesturgötuna: Vatnsskemmdir í Gröndalshúsi gröndalshús Eins og sjá má er húsið sérkennilegt í laginu, en það hefur ekki tekið miklum breytingum síðan á nítjándu öld. Fréttablaðið/ÓþEkktur LÖGREGLUMÁL Skemmdarvargur braut átta rúður í Hveragerði í gærmorgun. Braut hann rúður í þjónustuhúsinu við tjaldstæðið, í grunnskólanum og í upplýsinga- miðstöð við hverasvæðið. Að sögn lögreglunnar mun maðurinn líklega hafa notað einhvers konar barefli þegar hann braut rúðurnar því engir steinar fundust á vettvangi. - ifv Skemmdir í Hveragerði: Braut átta rúð- ur með barefli Áminning fyrir vínauglýsingu Fjölskylduráð Hafnarfjarðar vill að bæjarstjórn áminni Sportarann við Flatahraun fyrir áfengisauglýsingu í Víkurfréttum. þetta á að kynna ritstjóra Víkurfrétta og upplýsa hann jafnframt um forvarnarstefnu bæjarins. hafnarfjörður GEÐHjÁLP Geðhjálp hefur stofnað deildir víðs vegar um land fyrir hluta þess fjár sem safnaðist í söfnun Kiwanishreyfingarinnar haustið 2004. Trúnaðarmenn Geðhjálpar á landsbyggðinni hófu störf í byrjun árs 2006 og munu þessir sömu trúnaðarmenn koma til með að fara fyrir deildum Geðhjálpar hver á sínu svæði til að byrja með. Stefnt er að því að hluti þess fjármagns sem safnast í átaki Sparisjóðanna „Þú gefur styrk“ gangi til verkefnisins og þá sérstaklega til ungs fólk sem rekist hefur illa í kerfinu eða týnst. - hs Starfsemi Geðhjálpar: Deildir á lands- byggðinni DAnMÖRK Sífellt fleiri Danir á aldrinum 18 til 24 ára láta lífið á götum Danmerkur og í Politiken um helgina kölluðu sérfræðingar eftir því að ökunám þar í landi yrði hert til muna. Ný rannsókn sýnir að ungir ökumenn falla yfirleitt í annan af tveimur hópum – varfærnir ökumenn annars vegar og þeir sem taka áhættu hins vegar. Bíða hinir síðarnefndu oftar bana í umferðarslysum, segir í niður- stöðum rannsóknarinnar. Hinir fyrrnefndu eru oftar menntskæl- ingar, en hinir síðarnefndu eru gjarnan atvinnulausir, í iðnnámi eða í danska hernum. Alls hafa 63 Danir í þessum aldurshópi farist í umferðinni í ár, þar af sjö þeirra síðastliðinn föstudag. - smk Danir um umferðarslys: Herða ber regl- ur um ökunám fagna dauða Pinochets þúsundir andstæðinga fyrrverandi einræðis- herrans í Chile, augustos Pinochet, fögnuðu andláti hans í miðborg Santiago í gær. þessir mættu á staðinn með líkkistu sem þeir báru um bæinn. Fréttablaðið/aP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.