Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 94
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR38 Örlagasaga er sannarlega rétt- nefni á sögu Rögnu. Ragna, sem komin er yfir átt- rætt, hefur alið mestallan sinn aldur á Laugabóli við Ísafjarðar- djúp, stað sem flest okkur mynd- um flokka sem utan við hinn byggilega heim; hann er of erfið- ur. Enda fáir ábúendur eftir. Hún tók við búinu af systur sinni eftir að sú hafði rekið það í nokkur ár að föður þeirra látnum. Þá hafði Ragna verið um nokkurra ára skeið fyrir sunnan. Hafandi kynnst nútímaþægindum þar, var ekki lítil ákvörðun hjá Rögnu að flytja alfarin aftur vestur. En hún var komin með tvö af þeim þremur börnum sem hún hafði ákveðið að eignast og fannst sveitin ákjósan- legur staður til að ala þau upp. Og nútíminn? Hún tók hann með sér. Næstu árin sléttaði hún og ræsti fram tún, endurbyggði allan húsa- kost og vélvæddi býlið. Hún reisti sannkallað höfuðból, þrátt fyrir að „karlmenn“ sem ráðið hafa pen- ingastofnunum hafi lengstum þverneitað að veita henni nokkur lán. Kona átti ekkert að vera að vasast í því að reka bú, jafnvel þótt hún væri strangheiðarleg, alls staðar í skilum og þekkt fyrir einstakan dugnað, vinnuhörku og útsjónarsemi. Hvaða karlmanni með slíka kosti hefði verið neit- að? En Ragna gafst ekki upp þótt á móti blési. Þrátefli við kerfiskarla voru sístar hennar rauna. Ung að árum missti hún móður sína og tvær systur – og þætti flestum það nóg á hana lagt. En dauðinn hefur nánast ofsótt Rögnu og stöðugt höggvið nær henni. Í stað þess að gefast upp, lærði Ragna ung hversu mikils virði lífið er og í húsi hennar hafa þeir átt skjól sem bugast hafa í lífinu. Saga Rögnu er skrifuð í þriðju persónu og fer vel á því. Lýsingar eru afar myndrænar. Fyrir les- anda sem aldrei hefur komið á slóðir Rögnu stendur sveitin, býlið og mannlífið lifandi fyrir hugkots- sjónum. Að því leyti er bókin vel skrifuð. Hins vegar er Ragna líklega með áhugaverðari núlif- andi Íslendingum og saga hennar hefði mátt vera helmingi lengri og ítarlegri. Frásögn- in er of föst í barátt- unni, erfiðleikun- um, harminum, mótlætinu – allt frá því Ragna var barn. Í bókinni er mikið af mynd- um af fólki sem segir í mynda- texta að hafi verið miklir vinir hennar, t.d. Thorarensen-mæðg- urnar í Reykjavík, Lára frá Ögri, Sigurjón á Hrafnabjörgum, Hrafn- hildur Þorsteinsdóttir í Súðavík, svo einhverjir séu nefndir. Þessu fólki eru hins vegar ekki gerð skil í sögunni. Það sama má segja um heimilishaldið þegar börn Rögnu eru að alast upp. Í bókinni fæðast þau, fara að heiman og tvö þeirra deyja. Það er líka ljóst að fjöldi fólks sem lent hefur á glapstigum hefur átt skjól hjá Rögnu. Mann- kærleikur hennar er með fádæm- um en það vantar meiri umfjöllun um þann þátt í söguna. Þar sem hún er sögð í þriðju persónu hefði verið hægur vandi að gera ítar- lega grein fyrir því góðgerðar- starfi sem Ragna hefur rekið á heimili sínu, án þess að svo liti út sem Ragna væri að miklast. Það vantar alla samskiptasöguna við fólkið sem henni hefur þótt vænt um og fólkið sem hún hefur tekið að sér. Söguna sem sýnir mýkt Rögnu og skýrir það hvers vegna hún er „ljósið“ í Djúpinu.  SúsannaSvavarsdóttir Saga einstakrar konu Bækur LjósiðíDjúpinu– Örlagasaga Rögnu Aðalsteins- dóttur á Laugabóli Reynir Traustason Vaka Helgafell HHH Litrík og vel skrifuð saga áhugaverðrar baráttukonu sem mætti vera ítarlegri um hennar daglega umhverfi. reynir TrauSTa- Son Ragnheiður Gröndal er raddfög- ur kona. Hún hefur á síðustu misserum átt nokkra merkilega ópusa á diskum, raunar báða eftir Megas. Nú hefur hún sent frá sér metnaðarfullt verk sem kenna ætti við þau systkinin, hana og Hauk, sem syngur ekki síður í þessu safni þjóðlaga en hún, á klarinett og bassetthorn. 12 tónar gefa safnið nýja út. Þar útsetja systkinin með Huga Guðmunds- syni tónskáldi þekkt íslensk lög. Flest þessi lög eru sprottin úr þjóðlagasafni okkar: Gefðu að móðurmálið mitt, Skjótt hefur sól brugðið sumri, Ljósið kemur langt og mjótt, Fram á regin- fjallaslóð, Sof þú blíðust, Blá- stjarnan, Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda-Rósu með viðbót Jóns Ásgeirssonar og Allt eins og blómstrið eina. Þess utan eru þrjú frumsamin lög eftir Ragnheiði og eitt sænskt þjóðlag. Hljóðfæraskipan er einföld: blástur Hauks, mest á klarinett, er lagður yfir grunn Ragnheiðar á píanó, stöku sláttur lagður með, auk strengjasveitar og kórradda sem Ragnheiður slær í með dönsku selskapi og smá elektrón- ík sem Hugi Guðmundsson legg- ur til. Hér er semsagt unnið með fá tæki í raddskipan en smekk- lega, andi texta er dreginn inn í útsetninguna, stemning ljóðs máluð með fáum dráttum í hljóð- færum. Þau teygja sig aftur á for- sendu nýrra tíma og færa hingað fram forn stef með nýjum blæ. Söngstíll Ragnheiðar er falleg- ur, skýrleiki hennar í söng er með afbrigðum góður. Röddin er ómþýð, mild og blíð. Gallinn er sá að túlkun hennar verður víðast nokkuð keimlík. Mörg þeirra ljóða sem hún syngur undurblítt, búa yfir falinni ógn, eins og til dæmis Haustljóð Davíðs Stefáns- sonar sem hún útsetur af smekk- vísi. Í bæði lagi og ljóði er falið meira en hún gefur í ljós í túlkun sinni: Hún nær ekki að byggja inn í sönginn vetrarkvíðann sem Davíð lýsir svo vel: „Fýkur í skjólin, fýkur í gömlu skjólin… Dimmir á fjöllum, dimmir á Íslands fjöllum… Kaldar bárur bylta sér og brotna út við stapa… stjörnurnar hrapa, stjörnurnar mínar hrapa.“ Þessi texti heimtar skýra túlkun í söng. Rétt eins og kvæði Jóhanns Sigurjónssonar sem hún syngur fallega, en geym- ir dimma og djúpa skugga sem henni tekst ekki að draga fram svo það nái áhrifum, lýtur það að þroskaleysi raddarinnar á dýpri tónum? Hér eru gamlar perlur sem glitra eins og Blástjarnan sem Engel Lund gerði aftur að virku afli og er hér glæsilega útsett fyrir strengjakvartett; útlegging hennar sjálfrar við sænska þjóð- lagið Kristallen den fina sýnir að hún ræður svo ung sem hún er, prýðilega við gerð söngtexta. Ragnheiður er eitt mesta talent sem skotist hefur fram af poppsenunni í langan tíma: vænn hljóðfæraleikari, snotur lagahöf- undur, efnilegur textasmiður, með fagra rödd og merkilega víðan metnað. Þetta lýsir sér í lokalögum disksins: útsetningu hennar við ljóð Halldórs Laxness: Vor hinzti dagur er hniginn þar sem laglína heldur vel um hugs- un ljóðsins og loks í túlkun þeirra systkinanna á Blómstrinu: hversu lengi hefur maður beðið að ungir túlkendur réðust í þessa andláts- kveðju sem þau gera með mikilli næmi styrkt lágstemmdum bak- grunni Huga? Safnið allt lýsir í samantekt sinni skýrri hugsun og metnaði í sköpun. Lagt er inn á gamlar lendur, spilamennska öll er fyrsta flokks og gefum söngkonunni ungu til í þeim skorti á drama sem vantar í sum lögin. Hún á bjarta framtíð, studd glæstum gáfum þeirra systkina beggja.  PállBaldvinBaldvinsson Söngvar Ragnheiðar og Hauks TónLiST ragnheiðurGröndal Haukur Gröndal, Hugi Guð- mundsson, og fleiri 12 tónar HHHH Fallega unnið safn, glæsilega útsett og sungið af smekkvísi en skortir nokkuð drama í túlkun. raGnheiðurGrönDaLGlæsilegasta talent sem hér hefur komið fram í langan tíma. FRéTTAbLAðið VALLi Gjafakort fyrir alla fjölskylduna! Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 laus sæti, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Gjafakort í miðasölu og á www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.