Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 13. desember 2006 mIÐVIKUdAGUr8 f r é t t a s k y r i n g 200% 150% 100% 50% 0% -50% -100% fL Bakk Lais sfs B gLB tM iCEQ strB kaUP aCt MarL nyHr Ossr Vnst atOr 365 a ig fLaga 155,0% 150,4% 124,4% 118,4% 109,7% 92,1% 89,6% 87,8% 87,7% 72,8% 59,6% 58,6% 48,7% 26,8% 18,6% 7,5% 4,7% -9,0% -59,3% Á V ö x t U n i C E Q f r Á s t O f n U n í s a M a n B U r ð i V i ð ö n n U r f é L ö g Á M a r k a ð n U M a ð t E k n U t i L L i t i t i L a r ð g r E i ð s L n a Heimild: Eignastýring Kaupþings Á morgun fagnar ICEQ, eini íslenski kaup- hallarsjóðurinn, tveggja ára afmæli sínu. ICEQ, sem er leitt af orðunum Icelandic Equity, er verðbréfa- og vísitölusjóður sem er skráður í Kauphöll Íslands og er sambærilegur við vísitölusjóðina QQQQ og SPY sem margir fjárfestar kannast við. „Fyrir fjárfesta sem hafa áhuga á að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum er ICEQ góður kostur,“ segir Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóri Eignastýringarsviðs Kaupþings banka. Á þessum tímamótum blása forsvarsmenn ICEQ, sem er í vörslu Rekstrarfélags Kaupþings, til sóknar með kynningarátaki og stefna að mikilli stækk- un hans og fjölgun fjárfesta. Meðal þeirra aðgerða sem forsvars- menn Kauphallarsjóðsins ætla að ráðast í er að auka seljanleika hans enn frekar sem auðveldar aðkomu erlendra fjárfesta að íslenska markaðnum. KAUpþINg MyNdAR þAK Forsvarsmenn ICEQ hrósa stjórnendum Kauphallarinnar fyrir þá framsýni að hafa fyrir þremur árum verið byrjaðir að kanna að koma á fót kauphallarsjóði. Mikill vöxt- ur hefur verið í starfsemi kauphallarsjóða um allan heim á undanförnum árum og flest bendir til þess að sá vöxtur muni halda áfram á næstu árum segir Sigþór Jónsson, sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings. Viðmiðunarvísitala sjóðsins er ICEX15-cap en samkvæmt henni fer stærsta félagið ekki yfir 35 prósent af heildareignum. Vægi Kaupþings, stærsta félagsins á innlendum hlutabréfamarkaði, í Úrvalsvísitölunni er eins og staðan er í dag umfram 35 prósent og er því sett þak á Kaupþing við 34,0 prósent í ICEX-15 cap og jafnframt við nítján prósent hjá öðrum félögum. Umframvægi er því dreift hlut- fallslega á önnur félög í vísitölunni sem eru að öðru leyti þau sömu og mynda Úrvalsvísitöluna. Vísitalan er reiknuð vikulega með tilliti til þaksins en það getur gerst innan vikunnar að Kaupþing fari yfir 35 prósent vegna breytinga á markaði. TæplegA TvöfAldAsT í ávöxTUN Frá stofnun ICEQ hefur sjóðurinn nánast tvöfaldast í ávöxtun. „Almennt þá hafa markaðsaðilar notað ICEQ eins og þeir horfa á einstök hlutabréf. Þannig hafa fjárfestar með einum viðskiptum náð að fjárfesta í öllum markaðnum til skamms tíma. Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við aðra sjóði heldur keppum við í raun fyrst og fremst við hlutabréfin,“ segir Sigþór. Frá lokum árs 2004 til 30. nóvember í ár sýndi sjóðurinn um 90 pró- senta ávöxtun og höfðu aðeins sex félög skilað betri ávöxtun: FL Group, Bakkavör, Landsbankinn, Sláturfélag Suðurlands, Glitnir og TM. Þar af eru tvö þeirra með óskilvirka verðmyndun. Meginþorri félaga er því undir ávöxtun ICEQ. í sAMKeppNI vIÐ hlUTAbRéf Það að líta svo á að helstu samkeppnisað- ilar sjóðsins séu einstök hlutafélög lýsir kannski best þeirri fjárfestamenningu sem er við lýði hérlendis. Allir virðast hafa skoðun á einstökum félögum sem eru skráð á markaði og fjárfesta því í þeim fremur en sjóðum. „Það er mjög einstakt við íslenska markaðinn að hlutfall eigna innlendra hlutabréfasjóða er vel innan við fimm prósent af markaðnum. Þessu er alveg öfugt farið í Bandaríkjunum. Þetta gæti breyst með stærð og þroska íslenska markaðarins en hafa ber í huga að fá félög bera hann uppi að mestu leyti,“ segir Sigþór. Þessi hugsunarháttur Íslendingar er forvitnilegur. „Fjárfestar eru tilbúnir til að kaupa í einstökum félögum í þeirri von að sigra markaðinn í stað þess að kaupa í sjóðum sem fylgja markaðnum að mestu leyti hvað ávöxtun snertir.“ Forsvarsmenn ICEQ líta því á sjóðinn sem hvert annað hlutabréf og því ætla þeir að auka kynningu hans til muna á næstu mánuðum eins og áður sagði. AUÐveldAR AÐgeNgI eRleNdRA fjáR- fesTA „Okkar markmið eru þau að ICEQ sé afurð sem er auðveldast að eiga viðskipti með, bæði fyrir stóra sem smáa fjár- festa,“ segir Guðjón Ármann Guðjónsson, sjóðsstjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka. Hjá ICEQ liggja tækifærin meðal annars í því að fá erlenda fjárfesta sem eru oft tilbúnir að fikra sig inn á nýja markaði með kaupum á kauphallarsjóð- um. Erlendir fjárfestar eru lítt sýnilegir á íslenska markaðnum en hefur farið fjölg- andi til að mynda með nýlegu hlutafjár- útboði Kaupþings. Stofnanafjárfestar eru stærstu notendur kauphallarsjóða í heim- inum. „Þú ert að ná öllum markaðnum í einu kasti. Kaupir bréfin á markaði eins og önnur hlutabréf og getur selt þegar þér hentar,“ segir Guðjón Ármann ennfremur og bætir við að sjö stærstu félögin vega yfir 90 prósent af ICEQ. MIKIll seljANleIKI Þá er seljanleiki ICEQ mikill og hefur frá stofnun munað að meðaltali um hálfu pró- sent á kaup- og sölutilboðum sem er það næstminnsta af félögum á markaðnum. Aðeins Kaupþing er með minna verðbil. Stefnt að því að auka seljanleika enn frekar og er mikil áhersla lögð á öfluga viðskiptavakt við rekstur sjóðsins; lág- marksfjárhæð kaup- og sölutilboða er 75 milljónir króna að markaðsvirði og við- skiptavakinn skuldbundinn til að kaupa og selja allt að hálfan milljarð á dag, en hinsvegar er engin lágmarksupphæð við- skipta fyrir fjárfesta. Með áformum um eflingu sjóðsins mun seljanleikinn aukast. „Okkar markmið er að fara með verðbilið enn neðar. Fyrir fjárfesta ætti ICEQ að vera einn besti kosturinn á innlendum hlutabréfamarkaði. Við erum búnir að reka sjóðinn í tvö ár og höfum náð góðum árangri með sjóðinn; ávöxtun hefur verið góð, seljanleiki mikill, lítið verðbil á mark- aði og fjárfestar hafa verið þakklátir fyrir að geta átt viðskipti með íslenskan hluta- bréfasjóð í rauntíma,“ segir Sigþór að lokum. Á myndinni eru frÁ vinstri sigþór jónsson, guðjón Ármann guðjónsson og jóhann möller, sem allir eru sjóðsstjórar innlendra hlutabréfa hjÁ Kaupþingi og þórarinn sveinsson, framKvæmdastjóri eignastýringarsviðs Kaupþings. Stærstu notendur kauphallarsjóða eru stofnanafjárfestar. Forvígismenn ICEQ sjá mikil tækifæri í því að fá erlenda fjárfesta inn í sjóðinn. MarkaðurInn/Hörður ICEQ - allur markaðurinn í einu kasti Á morgun eru tvö ár liðin síðan ICEQ, eini íslenski kauphallarsjóðurinn, hóf göngu sína. Ávöxtun sjóðs- ins, sem tekur mið af ICEX 15 cap, hefur verið umfram ávöxtun vísitölunnar í heild og flestra félaga. Eggert Þór Aðalsteinsson ræddi við forsvarsmenn ICEQ sem stefna að mikilli stækkun sjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.