Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 68
MARKAÐURINN 13. desember 2006 mIÐVIKUdAGUr14
nýjasta tækni og vísindi
jón aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Bandarísku fjölmiðla- og afþreyingarrisarnir News
Corp., Fox, Viacom, CBS og NBC, eru sagðir eiga
í viðræðum um að búa til vefsvæði þar sem sjón-
varpsefni frá fyrirtækjunum verður birt.Vefsvæðið
mun verða sett á laggirnar gegn YouTube.
Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal
segir málið hafa komið upp fyrr á árinu en viðræð-
urnar eru skammt á veg komnar. Þá segir ennfrem-
ur að markmiðið með stofnun vefsvæðisins sé að
ná inn tekjum á ört stækkandi auglýsingamarkaði
á Netinu og saxa þannig á markaðshlutdeildir svip-
aðra vefja. Hugmyndin er að fyrirtækin muni eiga
jafnan hlut í vefsvæðinu.
Vöxtur í vefsvæðum þar sem boðið er upp á
myndskrár hefur verið gríðarlegur á síðustu árum
og nefna menn oft YouTube sem dæmi um vöxtinn.
Vefsvæðið var sett á laggirnar fyrir tveimur árum
en þar er netverjum gert kleift að birta myndbönd
sín af ýmsu tagi. Þar á meðal er efni frá CBS og
NBC, sem varið er höfundarréttarlögum.
Daglegir notendur YouTube eru um 100 milljón
talsins en netleitarfyrirtækið Google keypti fyr-
irtækið fyrir 1,65 milljarða dali eða 114 milljarða
íslenskra króna fyrir skömmu.
youtube Bandarískir fjölmiðlarisar eru sagðir hafa í hyggju að
setja á laggirnar vefsvæði til höfuðs YouTube. Markaðurinn/aFP
Fjölmiðlarisar fara gegn YouTube
Hagsmunahópur sem berst fyrir betri ferðarafhlöðum segir örugg-
ari rafhlöður fyrir fartölvur verða að líta dagsins ljós á næstunni.
Hópurinn nefnist The Portable Battery Working Group og eiga
fulltrúar frá nokkrum tölvu-
fyrirtækjum sæti í honum.
Hópurinn var settur saman
eftir að japanska hátækni-
fyrirtækið Sony varð að
innkalla rúmlega 10 milljón
rafhlöður fyrir fartölvur á
heimsvísu frá nokkrum af
stærstu fartölvuframleið-
endum í heimi á haustdög-
um.
Galli í rafhlöðunum varð
til þess að hætta var á að
þær ofhitnuðu og kviknaði
í þeim í einhverjum tilfell-
um. - jab
fartölva frá toshiba
Hópur á vegum tölvuframleið-
enda krefst betri rafhlaða fyrir
fartölvur í framtíðinni.
Krefjast öruggari
rafhlaða í fartölvur
Nýjasta leikjatölvan frá
Nintendo, Wii, rauk hraðar út
en heitar lummur þegar fyrsta
sendingin kom til landsins á
fimmtudag í síðustu viku.
Fjöldi manns hafði lagt inn
pöntun fyrir tölvunni en þar
sem færri leikjatölvur bárust
til landsins en vonir stóðu til
varð að draga úr hatti hverjir
fengju eintak.
Rúnar Hrafn Sigmundsson,
sölumaður hjá Ormsson,
umboðsaðila Nintendo á Íslandi,
segir svo mikla eftirspurn eftir
nýju leikjatölvunni Evrópu
að dreifingaraðili Nintendo í
Þýskalandi hafi séð sig neydd-
an til að dreifa leikjatölvunum
bróðurlega á milli umboða í
álfunni. Hafi því um þriðjungi
færri leikjatölvur komið hing-
að til lands en gert hafði verið
ráð fyrir.
Mikil eftirspurn hefur verið
um allan heim eftir Wii-tölv-
unni, og í Bandaríkjunum hefur
hún selst þrisvar sinnum betur
en nýja leikjatölvan frá Sony,
Playststation 3.
Þá spillir verðið ekki fyrir
en Nintendo Wii kostar tæpar
30.000 krónur hjá Ormsson
samanborið við um 50.000
krónur sem búist er við að PS3
muni kosta þegar hún kemur
á markað í Evrópu í mars á
næsta ári.
Rúnar segir tvær sendingar
af leikjatölvunni koma hingað
fyrir jólin, þar af ein nú í vik-
unni, til að tryggja að allir þeir
sem bíða eftir hörðum pakka
fyrir jólin verði ánægðir. - jab
Wii-tölvan uppseld
Bandaríski hugbúnaðar-
risinn Microsoft stefnir að
því að selja rúm milljón
eintök af Zune, nýja spila-
stokknum sem fyrirtækið
framleiðir, á fyrri helmingi
næsta árs.
Microsoft setti Zune-
spilarann á markað um
miðjan síðasta mánuð til
höfuðs iTunes-spilastokkn-
um frá Apple, sem hefur
selst í um 70 milljónum ein-
taka á síðastliðnum fimm
árum. Zune-spilarinn á hins
vegar nokkuð í land með
að velta iTunes-stokknum úr
toppsætinu því sala hefur
verið minni en væntingar
stóðu til og er hann í 5. sæti
yfir mest seldu spilastokka
af svipaðri gerð með ein-
ungis um tveggja prósenta
markaðshlutdeild.
Þá hafa gagnrýnendur
tækjabúnaðar og neytendur
ekki gefið spilaranum jafn
góða dóma og horft var til.
Talsmaður Microsoft er
þrátt fyrir þetta bjartsýnn
á framhaldið og segir söl-
una munu taka við sér. „Við
horfum ekki á sölutölur á
milli vikna heldur á heild-
arsöluna yfir lengra tíma-
bil,“ sagði hann.
Zune-spilarinn er með
30 gígabæta hörðum diski
og er með þráðlausri
tækni, sem gerir notend-
um hans kleift að senda
myndir og lög á samþjöpp-
uðu formi sín á milli án
þess að snúrur komi nokk-
uð við sögu. - jab
zune-spilari Microsoft
stefnir á að selja allt að eina
milljón spilastokka á fyrri hluta
næsta árs. Markaðurinn/aFP
Microsoft stefnir hátt með Zune
nintendo Wii
leikjatölva
Svo mikil eftir-
spurn hefur verið
eftir nýjustu
leikjatölvunni
frá nintendo
að skipta varð
eintökum
bróðurlega á
milli umboða í
Evrópu.
Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingar-
sjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en
í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti
úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
Ávöxtun í dollurum
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R
Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a KB banka í ISK, USD, EUR og GBP.
*Nafnávöxtun í EUR, USD og ISK á ársgrundvelli fyrir tímabili› 01/11/06-01/12/06.
4,4%*
ávöxtun í evrum
5,5%*
ávöxtun í dollurum
13,4%*
ávöxtun í krónum