Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 26
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR26 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Vöruskiptajöfnuður frá janúar til október* * Í milljónum króna Heimild: Hagstofa Íslands Hrottalegar misþyrmingar og nauðganir manns sem hlaut fimm ára fangelsis- dóm í héraðsdómi nægðu ekki til þess að krefjast gæsluvarðhalds yfir hon- um, að mati ákæruvaldsins. Grunur leikur á því að mað- urinn hafi nauðgað annarri konu á meðan hann beið málsmeðferðar í Hæsta- rétti. Karlmaður á sextugsaldri, Jón Pétursson, var 11. október síðast- liðinn dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að misþyrma og nauðga tveimur konur í júlí og ágúst í fyrra. Eftir að dómur var kveðinn upp í héraðsdómi var Jón frjáls ferða sinna þar sem ekki var óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir honum á meðan þess var beðið að málsmeð- ferð færi fram í Hæstarétti. Eftir dóm héraðsdóms kærði önnur kona Jón fyrir að nauðga og misþyrma sér. Þessi atvikaröð vekur upp spurningar um hvenær menn telj- ist það hættulegir að nauðsynlegt sé að hafa þá í varðhaldi þar til dómur er genginn í málum þeirra, og hvort hugsanlegt sé að nauðg- anir, og þar með djúpstæð andleg og líkamleg áhrif þeirra, séu van- metin í réttarkerfinu samanborið við hefðbundin líkamsárásarmál og fíkniefnabrot. Lagaákvæðin skýr Samkvæmt 103. grein laga um meðferð opinberra mála, þar sem „gæsluvarðhald og skyldar ráð- stafanir“ eru til umfjöllunar, er fjallað um hvenær sakborningur getur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Fjögur skilyrði þarf sakborn- ingur að uppfylla til þess að mögu- legt sé að úrskurða hann í gæslu- varðhald. Í fyrsta lagi, „að ætla megi að sakborningur muni tor- velda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka“. Í öðru lagi er það leyfilegt ef ætla megi að hann „muni reyna að komast úr landi eða leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar“. Í þriðja og fjórða lagi, sem óumdeilanlega er grundvallarat- riði í lögunum, ef ætla megi „að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið“, og ef nauðsynlegt er að „verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna“. Í annarri málsgrein þessa laga- ákvæðis segir síðan að leyfilegt sé að úrskurða sakborning í gæslu- varðhald án þess að hann hafi upp- fyllt þau fjögur skilyrði sem til- tekin eru, ef „sterkur grunur er um að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fang- elsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna“. Nauðgunarmál verði tekin fastari tökum Atli Gíslason hæstaréttarlögmað- ur segir nýlegt dæmi koma auga á þá „skömm“ að naugðunarglæpir séu ekki litnir nógu alvarlegum augum í íslensku réttarkerfi, því djúpstæð áhrif þeirra gefi tilefni til þess að taka þau fastari tökum. „Menn eru ævinlega úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef rökstuddur grunur er til þess að þeir hafi gerst sekir um manndráp, stór- fellt fíkniefnabrot eða alvarlega líkamsárás. Nauðgunarbrot, eins og það sem nýlega hefur verið rætt um [dóm Jóns Péturssonar], er að mínu mati alvarlegra brot en stórfellt fíkniefnabrot og alvar- legt líkamsárásarmál,“ segir Atli og leggur áherslu á að nauðgunar- brot sé næst alvarlegasta brot sem hægt sé að fremja gagnvart ein- staklingi. „Það voru tvímannalaust mis- tök hjá ákæruvaldinu að óska ekki eftir gæsluvarðhaldi yfir sakborn- ingnum í þessu tilviki, eins og komið hefur í ljós því það lítur út fyrir að hann [Jón Pétursson] hafi brotið hrikalega af sér eftir dóm héraðsdóms. Staðreyndin er sú, að það er skammarlegt að nauðgun- arglæpir skuli ekki vera metnir út frá alvarleika þeirra og hversu djúpstæð sálræn og líkamleg áhrif nauðganir hafa á fórnarlömb. Nauðgun er næst alvarlegasta brot sem hægt er að fremja gagn- vart einstaklingi á eftir mann- drápi. Á þeim forsendum þarf að huga betur að því, eins og dæmin sanna, að tryggja að þeir sem gerst hafa sekir um nauðganir brjóti ekki af sér á meðan þess er beðið að málsmeðferð fyrir dómi ljúki.“ Sönnunarstaða ræður málsmeð- ferð Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir það ekki vera venju að óska eftir gæsluvarðhaldi eftir að dómur er fallinn án þess að viðkomandi hafi verið í gæsluvarðhaldi fyrir. „Mál eins og þessi eru erfið því sönnun- arstaða er flókin og gögnin ekki nægileg til þess að krefjast gæslu- varðhalds. Í þessu tiltekna máli [máli Jóns Péturssonar] liggur að öllum líkindum fyrir, fyrst málinu er áfrýjað til Hæstaréttar, að við- komandi telur sig saklausan af þeim brotum sem um ræðir. Það er grundvallarregla að menn byrji ekki að afplána dóm fyrr en end- anleg niðurstaða fæst í málið. Það er vissulega hörmulegt að það geti gerst að menn brjóti af sér þegar málsmeðferð er enn í gangi.“ Bogi segir grundvallarmun vera á líkamsárásarmálum annars vegar og síðan kynferðisbrotum eins og nauðgunum. „Þetta eru ekki alveg sambærileg mál. Lík- amsárásarmál eru oft þannig að menn hafa verið staðnir að því að fremja brotin og að því leytinu er sönnunarstaðan allt önnur heldur en í kynferðisbrotunum. En nauðg- unarmálin eru álitin alvarlegustu brotin á eftir manndrápsmálum en sönnunarstaðan ræður því hvernig meðferð hvert mál fær.“ Slæm áhrif nauðgana vanmetin HæStiréttur Deilt er um hvort málsmeðferð nauðgunarglæpa sé í réttu samhengi við alvarleika brotanna. Grunur leikur á því að karlmaður á sextugsaldri, Jón Pétursson, hafi brotið hrottalega af sér eftir að hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraðsdómi fyrir misþyrmingar og nauðganir, á meðan hann beið málsmeðferðar í Hæstarétti. fréttablaðið/Valli fréttaskýrinG Magnús halldórsson magnush@frettabladid.is MáLSMeðferðir * algengast er að krafist sé gæsluvarð- halds yfir sakborningum sem grunaðir eru um manndráp, alvarlega líkams- árás eða stórfelld fíkniefnabrot. * atli Gíslason telur nauðgunar- glæpi vera alvar- legri glæpi en fíkniefnabrot og líkamsárásir og miðað við nýleg dæmi sé ástæða til þess að taka nauðgunarglæpi fastari tökum. * bogi nilsson segir það óumdeilt að nauðgunarglæpir séu grafalvarlegir en sönnunarstaða í málum þeim tengdum sé oftar en ekki erfiðari en í hefðbundnum líkamsárásarmál- um. Þess vegna sé erfiðara að beita gæsluvarðhaldsúr- skurðum í nauðg- unarmálum. 195,- 2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur, smjör, sulta og heitur drykkur Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00 Opnum fyrir morgunverð kl. 9:00 sú ákvörðun stjórnvalda í Íran að bjóða til ráðstefnu þar sem efast er í fullri alvöru um að helför gyðinga hafi átt sér stað hefur vakið bæði furðu og hneykslan víða á Vesturlöndum. Hvað gerðist? almennt er talað um að sex milljónir gyð- inga hafi orðið þýskum nasistum að bráð á valdatíma þeirra rétt fyrir miðja síðustu öld, einkum á árum seinni heimsstyrjald- arinnar, þótt sagnfræðingar nefni reyndar tölur frá fimm milljónum til sjö milljóna. stór hluti þeirra týndi lífinu í útrýmingar- búðum á borð við auschwitz og treblinka, þar sem gasklefar voru óspart notaðir. auk gyðinga beindu nasistar einnig spjótum sínum að samkynhneigðu fólki, andlega eða líkamlega fötluðu fólki, kommúnistum og frímúrurum, svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem þeir hjuggu stór skörð í aðrar „óæðri þjóðir“ á borð við Pólverja, serba og rússa. – að ógleymdum sintum og rómum, sem enn eru á íslensku oftast nefndir sígaunar, en nokkur hundruð þúsund þeirra munu hafa fallið fyrir hendi nasista. Hverju er verið að afneita? Þeir sem afneita helförinni ganga mislangt. fáeinir fullyrða að nasistar hafi aldrei ofsótt gyðinga, en flestir ganga skemmra – halda því til dæmis fram að það séu stórar ýkjur að sex milljónir gyðinga hafi fallið, talan sé miklu lægri – eða fullyrða að gasklefar hafi aldrei verið not- aðir til að drepa fólk í stórum stíl, og færa margvísleg rök fyrir því að tæknilega hafi það hreinlega ekki verið mögulegt. Hvað vilja Íranar? Mahmoud ahmadinejad, forseti Írans, hefur nú skipað sér í flokk með helstu afneiturum helfararinnar. Hann fullyrti í ræðu í lok síðasta árs að helförin væri ekkert annað en uppdiktuð saga notuð til þess að rökstyðja tilverurétt Ísraelsríkis. ahmadinejad hefur sagst vilja að Ísrael verði þurrkað út af kortinu og meðal annars lagt til að Þýskaland, austur-ríki og bandaríkin taki við gyðingum þaðan. fBL-greiNiNg: afneitun Helfarar Íranar bjóða afneiturum vettvang stjórn elliheimilisins Grundar vill að lögreglan rannsaki hvort tímaritið Ísafold hafi brotið lög með birtingu greinar um elliheimilið þar sem blaðamaður tímaritsins villti á sér heimildir, vann á Grund í viku og skrifaði grein um reynslu sína. fyrri hluti greinarinnar hefur verið birtur í blaðinu en ráðgert er að birta seinni hlutann í byrjun janúar. stjórnend- ur Grundar vilja koma í veg fyrir það. reynir traustason er ritstjóri Ísafoldar. Hvað finnst þér um lögreglurann- sóknina? „Mér finnst hún beinlínis fáránleg. ég hefði haldið að að það hefði verið nærri lagi að kíkja inn á við.“ Brutuð þið lög um friðhelgi einka- lífsins? „nei, það gerðum við ekki. Við breyttum nöfnum allra þeirra sem koma fyrir í greininni. Við lögðum áherslu á að brjóta ekki á rétti vist- eða starfsmanna.“ ætlið þið að birta seinni hluta greinarinnar? „Það eru engin áform um annað en að birta greinina í heild sinn og mun seinni hlutinn koma út 1. janúar.“ spURt & sVARAÐ raNNSókN LögregLu á viNNuBrögðuM ÍSafoLdar Öllum nöfn- um var breytt reyNir trauStaSoN ritsjóri Ísafoldar. 2003 2004 2005 -1 09 .1 43 ,6 2006 -1 4. 16 8, 5 -3 1. 41 1, 1 -7 4. 15 1, 6 12 .9 07 ,6 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.