Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 91
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 35
Leikjatölvan Nintendo Wii kom á
markað í Japan um síðustu helgi,
en tvær vikur eru síðan tölvan var
sett á markað í Bandaríkjunum.
Rúmlega 400 þúsund eintök voru í
fyrsta upplagi tölvunnar sem kom
á laugardaginn var og seldust þau
öll upp samdægurs. Búist er við
því að milljón eintök seljist í Japan
fyrir árslok, en tölvunnar hefur
verið beðið með mikilli eftirvænt-
ingu og hafa Nintendo-menn engu
til sparað við auglýsingaherferð
tölvunnar. Tölvan er væntanleg til
Íslands hinn 8. desember en ekki
er búið að ákveða verð gripsins.
Nintendo
Wii uppseld
í Japan
NiNteNdo wii Líklega vinsælasta leikja-
tölvan sem seld verður fyrir þessi jól.
Miðasala á tónleika bandarísku
rokksveitarinnar Incubus í Laug-
ardalshöll 3. mars er hafin. Incub-
us heldur á næsta ári í tónleika-
ferð um Norður-Ameríku, Evrópu
og Asíu til að fylgja eftir plötunni
Light Grenades.
Í síðustu viku seldist upp á alla
tónleika sveitarinnar í Norður-
Ameríku á innan við einum sólar-
hring.
Incubus hefur verið í farar-
broddi bandarísku rokksenunnar í
yfir áratug og er oft nefnd í sömu
andrá og hljómsveitir á borð við
Deftones, Korn og Limp Bizkit.
Miðasalan fer fram í verslun-
um Skífunnar, BT á Egilsstöðum,
Akureyri og Selfossi og á midi.is.
Miðaverð er 4.500 krónur í stæði
og 5.500 í sæti.
Miðasalan
hafin
iNcubus Miðasala á tónleikana hinn 3.
mars er hafin.
Fyrsta plata Bob Dylan í fimm ár,
Modern Times, er besta plata árs-
ins að mati tónlistartímaritsins
Rolling Stone.
Í tímaritinu kemur fram að
Dylan hafi ekki hljómað svona
ferskur síðan á hinni vanmetnu
plötu John Wesley Harding frá
árinu 1968. Í öðru sæti lenti hin
tvöfalda Stadium Arcadium með
Red Hot Chili Peppers og í því
þriðja varð Rather Ripped með
Sonic Youth.
Crazy með Gnarls Barkley var
valið besta smáskífulagið. Í öðru
sæti varð Steady as She Goes með
The Raconteurs.
Plata Dylans
valin best
bob dylaN Nýjasta plata Bob Dylan var
valin sú besta á árinu af Rolling Stone.
Hljómsveitin Ghost-
igital, sem var nýver-
ið tilefnd til þrennra
íslenskra tónlistar-
verðlauna, heldur tón-
leika á Sirkus á mið-
vikudag.
Ghostigital, sem er
skipuð Curver og Ein-
ari Erni, er að kynna
plötu sína sem nefnist In Cod We
Trust sem kom út um allan heim í
mars á þessu ári. „Þetta verða
seinustu tónleikarnir okkar fyrir
jól. Við erum að renna í nýja plötu
og erum að fara í stúdíóvinnu,“
segir Curver. „Við ætlum að klára
hana fyrir febrúar en hún kemur
ekki út fyrr en seinna á árinu.“
Hægt er að sjá nýtt myndband
frá Ghost-igital við
lagið Northern Lights
á heimasíðunni gho-
stigital.com. Í laginu
er bandaríski rappar-
inn Sensational gesta-
söngvari. Eftir ára-
mót er síðan
væntanlegt annað
myndband frá sveit-
inni sem var tekið upp á neðan-
sjávartónleikum í gömlu sundlaug-
inni í Keflavík.
Ghostigital er sjóðheit um þess-
ar mundir eftir mánaðarlangt tón-
leikaferðalag um Bandaríkin í
haust þar sem sveitin hitaði upp
fyrir rokksveitina The Melvins.
Tónleikarnir á Sirkus hefjast
klukkan 21 og er ókeypis inn.
Seinustu á árinu
ghostigital
Hljómsveitin U2 lauk nýverið
Vertigo-tónleikaferðalagi sínu um
heiminn með vel heppnuðum tón-
leikum á Hawaii. Sérstakir gestir
sveitarinnar voru Billy Joe Arms-
trong úr Green Day og rokksveit-
in Pearl Jam.
Armstrong söng lagið The
Saints Are Coming sem er á nýrri
safnplötu U2 og síðar um kvöldið
stigu Eddie Vedder og Mike
McCready á svið til að flytja með
U2 lag Neil Young, Rockin´ in the
Free World.
Á meðal annarra laga sem U2
flutti voru Angel of Harlem, Sun-
day Bloody Sunday, Miss Saraje-
vo, One og lokalagið All I Want Is
You.
Tónleikaferð U2 hefur staðið
yfir í tuttugu mánuði. Fjölmargir
hafa hitað upp fyrir sveitina eða
sungið með henni, meðal annars
The Killers, The Arcade Fire, Int-
erpol, Mary J Blige og Patti
Smith.
Tónleikaferð lokið
boNo og vedder Félagarnir Bono og
Vedder sungu lagið Rockin´in the Free
World á Hawaii.
7783
Batman hellir
8-12 ára
Vnr. 708408
12.999kr
9.999kr/pk
TILBOÐ
Verð áður 12.999.-
8.999kr/pk
TILBOÐ
Verð áður 11.700.-
12.999kr/pk
TILBOÐ
Verð áður 17.599.-
9.999kr/pk
TILBOÐ
Verð áður 13.499.-
4.799kr/pk
TILBOÐ
Verð áður 5.999.-
3.899kr
Gott
verð