Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 58

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 58
10 ■■■■ { blessuð jólin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Óttar B. Sveinsson bakarameistari starfar í Bakarameistaranum í Suð- urveri og hefur að sjálfsögðu mikið að gera í mesta annríkinu. „Ég sjálfur baka ekki mikið fyrir jólin, ég bakaði aðeins með börnunum mínum og núna með barnabörn- unum. Þá geri ég piparkökur, karla, kerlingar og stjörnur og svoleiðis dótarí, sem við málum svo saman og skreytum. Þetta er meira svona fyrir fjölskyldustemninguna. Annað baka ég ekki fyrir jólin.“ Spurður um hvort það sé einkennandi fyrir bak- ara að baka lítið heima hjá sér segir Óttar að það sé líklegast þannig að þeir sem á annað borð baka heima hjá sér geri það helst fyrir börnin og þá lítið meira en piparkökurnar. „Menn taka ekki vinnuna með sér heim, eins og maður segir.“ En í Bakarameistaranum er annað upp á teningnum, þar eru bakaðar níu tegundir af smákökum. „Vin- sælastar eru Bessastaðakökurnar. Við erum búin að vera með hana í næstum 30 ár. Fyrirtækið verður 30 ára á næsta ári og eftir tvö ár í rekstri byrjuðum við á að baka þær og höfum haldið því síðan.“ - hhh Bakar daginn á enda Bakarar fara ekki varhluta af jólaamstrinu enda hefst hamagangurinn í bakaríunum um miðjan nóvember. Óttar B. Sveinsson segist ekki baka mikið heima fyrir um jólin enda nóg að gera í vinnunni þennan mánuðinn. Bessastaðakökurnar hafa verið bakaðar hjá Bakarameistaranum í hartnær 30 ár.  fréttablaðið/gva Gæðavörur frá París fyrir vandláta RÚMTEPPI bómull, satín SÆNGURVERASETT – LÖK egypsk bómull HANDKLÆÐI egypsk bómull, rakadræg BAÐSLOPPAR frotte, bómull, silki KERTI, SÁPUR og fl. Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11 – 18, laugardaga 11 - 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.