Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 106
50 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR
fótboltI Eiður Smári og félagar
hans í Barcelona mæta mexíkóska
liðinu Club America í Heimsmeist-
arakeppni félagsliða í knattspyrnu
í dag. Þetta er eini titillinn sem
Barcelona hefur ekki unnið og
Ronaldinho segir leikmenn liðsins
ólma í að vinna þennan bikar.
„Okkur langar til að vinna og
það eru margar ástæður fyrir því,
en aðallega samt vegna þess að
Barca hefur aldrei unnið þennan
bikar. Við erum hjá Barcelona til
að komast á spjöld sögunnar og
þetta er sérstakur bikar.
Önnur ástæða er að ef við vinn-
um þá væri það góður endir á frá-
bæru ári hjá okkur. Það er hægt að
segja að við séum bestir í heimi,
við erum bestir á Spáni, í Evrópu
og vonandi getum við sagt það
sama hér.
Að eiga möguleika á að vinna
titil sem enginn annar leikmaður í
sögu Barcelona hefur unnið gefur
þessu aukið gildi,“ sagði Ronaldin-
ho en keppnin fer fram í Tokyo í
Japan.
Leikurinn er í undanúrslitum
keppninnar en Club America
hefur þegar spilað einn leik í
keppninni til þess. Xavi miðju-
maður Barcelona sagði að Club
America kæmu líklega betur und-
irbúnir til leiks gegn Barcelona.
„Þeir hafa verið hér um tíma og
eru búnir að aðlagast aðstæðum
hér. Við erum bara nýkomnir en
það er engin afsökun af því að fólk
ætlast til að við vinnum þennan
bikar,“ sagði Xavi.
Sigurliðið í leik Barcelona og
Club America mætir annaðhvort
brasilíska liðinu Internacional eða
egypska liðinu Al-Ahly. - dsd
Barcelona mætir Club America í dag í Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu í Tókýó í Japan:
Eini titillinn sem Barca hefur ekki unnið
eiður mættur til tokyo
Leikmenn Barcelona komu til
Tokyo á mánudaginn og hér
er Eiður Smári nýkominn úr
flugvélinni. nordic phoToS/afp
foRMúlA 1 Breski ökuþórinn
Jenson Button verður frá
æfingum fram á næsta ár en hann
slasaðist á rifjum fyrir nokkru í
go-kart keppni. Button hefur
ekkert getað æft með Honda
liðinu frá því að tímabilinu lauk
og mun ekki æfa með liðinu í
Jerez á Spáni í síðustu æfingu
ársins.
„Við höfum fylgst með
batanum undanfarnar vikur og
erum ánægðir að segja að hann
gengur mjög vel. Við viljum ekki
taka neinar áhættur og því mun
Button ekki æfa með okkur í
Jerez í þessari viku,“ sagði
talsmaður Honda. - dsd
Honda-liðið í Formúlu 1:
Button frá fram
á næsta ár
jenson button Meiddist í go-kart fyrir
nokkrum vikum. nordic phoToS/gETTy
fótboltI Frakklandsmeistarar
Lyon hafa neitað því að félagið
ætli sér að kaupa franska
landsliðsmanninn Frank Ribery í
janúar. Milan Baros hefur einnig
verið orðaður við félagið en Lyon-
menn neita þeim orðrómi einnig.
Forseti Lyon, Jean-Michel
Aulas, hefur fengið lista í
hendurnar yfir þá leikmenn sem
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri félagsins, vill kaupa.
„Houllier lét mig fá lista yfir
leikmenn en leikmaðurinn þarf að
vera til sölu. Frank Ribery er
ekki til sölu,“ sagði Aulas.
Houllier útilokaði kaup á
Baros. „Baros mun ekki koma
hingað, ég ætla ekki að segja það
aftur,“ sagði Houllier. - dsd
Frakklandsmeistarar Lyon:
Munum ekki
kaupa Ribery
fótboltI Steve McManaman,
fyrrum leikmaður Liverpool, Real
Madrid og enska landsliðsins er á
leið til Hong Kong til að spila
knattspyrnu með fyrstu deildar-
liðinu Hong Kong Rangers
samkvæmt dagblaðinu The South
China Morning Post. Blaðið segir
að McManaman muni ganga í
raðir félagsins fyrir árslok.
McManaman er 34 ára gamall
og hefur ekki leikið knattspyrnu
síðan hann yfirgaf Manchester
City sumarið 2005. Hann hefur að
undanförnu starfað við íþróttalýs-
ingar á sjónvarpsstöðinni ESPN
Star í Asíu og hefur einnig komið
nálægt gerð myndarinnar Goal! 2
sem er framhald myndarinnar
Goal! sem kom út árið 2005.
- dsd
Fyrrverandi Liverpool-hetja:
McManaman
til Hong Kong?
mcmanaman Lék aðeins 25 leiki með
Manchester city á tveimur tímabilum.
nordic phoToS/gETTy
íþróTTaLjóS
dagur sveinn dagbjartsson
dagur@frettabladid.is
hAnDboltI Fréttablaðið birti í síð-
ustu viku viðtal við Júlíus Jónas-
son, kvennalandsliðsþjálfara í
handbolta, þar sem hann varpaði
fram þeirri tillögu að fækka leik-
mönnum á leikskýrslu úr fjórtán í
tólf í þeim tilgangi að skapa fleiri
alhliða leikmenn, sem gætu leyst
fleiri en eina stöðu í sóknarleik.
Einnig talaði Júlíus um að með
þessu gæti svo farið að góðir leik-
menn sem væru á bekknum hjá
bestu liðunum myndu færa sig
um set, sem gæti jafnað deildina.
Fréttablaðið fór á stúfana og
tók tal á þjálfurum liðanna í DHL-
deild kvenna og karla og kannaði
afstöðu þeirra til málsins. Í dag
verður púlsinn tekinn á þjálfurum
DHL-deildar kvenna.
aðalsteinn ósammála júlíusi
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari
Stjörnunnar, var alls ekki sam-
mála Júlíusi í þessu máli. „Þjálfari
reynir að nota breiddina til að við-
halda ákveðnum hraða í leiknum
og leikmenn þurfa að geta komið
útaf til að hvíla sig. Það hlýtur að
vera gott fyrir gæði handboltans
að liðin hafi góða breidd, þá leggja
leikmenn meira að sér til að kom-
ast í liðið.
Mér finnst þetta ódýr lausn.
Mér finnst þetta ekki vera vanda-
mál liðanna sem eru að gera vel í
sínum málum. Það er greinilega
eftirsóknarvert að vera í Stjörn-
unni og Val þar sem verið er að
vinna góða vinnu og mér finnst að
hæstvirtur landsliðsþjálfari ætti
að hjálpa litlu liðunum eða liðun-
um sem eru ekki að vinna vinnuna
sína. Er ekki eðlilegra að þau lið
fari að gera betur heldur en að hin
liðin fari að dreifa því sem þau
gera vel, svo að hinum vegni
betur?
Það hefur verið markvisst
stefnt að því í Stjörnunni að láta
leikmenn spila fleiri en eina stöðu.
Það getur vel verið að það vanti
fleiri alhliða leikmenn en það þarf
þá að byrja á því í yngri flokkum
og í yngri landsliðum Íslands,“
sagði Aðalsteinn.
Ágúst ekki spenntur
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari
Vals, viðurkenndi að hann hefði
lítið velt þessu fyrir sér.
„Einhverjar hljóta ástæðurnar
að vera fyrir því að leikmenn
sækjast í þessi félög og okkar
megin þá er langt frá því að það
séu peningarnir. Eitthvað annað er
það, hvort það sé umgjörðin eða
hvað.
Við erum ekki með fulla vasa af
peningum en við segjum ekki nei
við þá leikmenn sem vilja spila
fyrir okkur. Ég er svo sem ekkert
voðalega sammála því að fækka
niður í 12 leikmenn. Það yrði
kannski til þess að æfingahópur-
inn yrði minni og það gæti þess
vegna verið að gæðin yrðu minni á
æfingum og það gerði það að verk-
um að liðin yrðu ekki eins góð,“
sagði Ágúst.
Vill sleppa útlendingum
Haddur Stefánsson, þjálfari
Akureyrar, er aftur á móti mjög
hlynntur tillögu Júlíusar og vill
ganga enn lengra. „Ég er alveg
sammála þessu. Ég er meira að
segja svo stórtækur að mér finnst
að það ættu að vera mörk á því
hversu margir útlendingar mættu
vera í deildinni og annað. Helst
vildi ég sleppa útlendingum í
íslensku deildinni og hafa bara
íslenska leikmenn. Við erum með
fullt af stelpum sem bera ekki
nógu mikla ábyrgð í sínum félags-
liðum.
Ég vil líka meina að það væri
hægt að gera miklu betur við
íslensku stelpurnar ef peningnum
yrði eytt í þær en ekki í útlend-
inga. Ég held að það yrði líka meiri
samkeppni innan hópsins um að
vera einn af þessum tólf leikmönn-
um en að vera einn af þessum fjór-
tán,“ sagði Haddur.
Halldór Kristjánsson, þjálfari
FH, sagðist vera nokkuð sammála
Júlíusi.
„Ef við tökum mína stöðu sem
dæmi þá hef ég varla fjórtán leik-
menn til að skrifa upp á. Þetta
myndi kannski verða til þess að
þær góðu stelpur sem sitja á
bekknum hjá þessum góðu liðum
myndu hugsa sinn ganga en hvort
það myndi styrkja deildina eða
ekki veit ég ekki. En að hafa fjór-
tán leikmenn býður líka upp á að
leyfa ungu stelpunum að spreyta
sig,“ sagði Halldór.
ekki viss um þessar hugmyndir
Alfreð Finnsson, þjálfari Gróttu,
tók ekkert alltof vel í þessa hug-
mynd Júlíusar. „Staðreyndin er sú
að flest liðin eiga í vandræðum
með að manna fjórtán manna hóp
en það er svolítið viðloðandi
kvennaboltann að bestu leikmenn-
irnir vilja hópast saman í fá lið.
Það getur vel verið að það sé
hættuleg þróun.
Ég er samt ekkert viss um að
þessar hugmyndir myndu vera
handboltanum eitthvað til fram-
dráttar. Þetta yrði til þess að erfið-
ara yrði að gefa ungum leikmönn-
um tækifæri og að því leyti er ég
ekki fylgjandi þessu,“ sagði
Alfreð.
Einar Jónsson, þjálfari Hauka,
tók jákvætt í þetta. „Ég held að
þetta gæti alveg haft góð áhrif. Að
mínu mati eru bara þrjú lið í dag
með stóran hóp og kannski hefði
þetta helst áhrif hjá þeim. Þetta
yrði kannski til þess að dreifa
betri leikmönnunum,“ sagði
Einar.
allar elta þær vinkonur sínar
Díana Guðjónsdóttir hjá HK
sagði að leikmenn sjálfir þyrftu
að líta í eigin barm. „Ég skil
alveg hvert hann er að fara en
það ljóst að hann hefur ekki
verið lengi í kvennaboltanum af
því að stelpur hugsa alltof mikið
um það í dag að leggja metnað-
inn sinn aðeins til hliðar og vilja
vera þar sem vinkonurnar eru.
Ég skil ekki af hverju þessar
stelpur eru allar að hópast í
sömu liðin. Ég veit ekki hvort
þetta myndi breyta einhverju,“
sagði Díana.
Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, var
mjög hlynntur þessari tillögu. „Ég
er algjörlega sammála þessu.
Fyrst og fremst held ég leikmenn-
irnir myndu dreifast meira á liðin.
Það eru heldur ekki mörg lið að
nota fjórtán leikmenn í leik,“ sagði
Einar.
Magnús Jónsson, þjálfari Fram,
var aftur á móti ekki sammála til-
lögu Júlíusar. „Eins og staðan er í
dag þá held ég að það sé skynsam-
legra að hafa fjórtán leikmenn,
allavega ef ég tala fyrir mig. Ég er
bara með svo marga leikmenn,“
sagði Magnús Jónsson.
Á morgun koma fram viðbrögð
þjálfara í DHL-deild karla.
Misjöfn viðbrögð við tillögu júlíusar
Þjálfarar í DHL-deild kvenna taka misvel í þá hugmynd Júlíusar Jónassonar, þjálfara kvennalandsliðs Ís-
lands, um að fækka leikmönnum liða úr fjórtán í tólf á skýrslu. Fréttablaðið tók púlsinn á þjálfurunum.
íslenska kVennalandsliðið júlíus jónasson hefur ákveðnar skoðanir um það hvernig bæta mætti kvennahandboltann en ekki
eru allir sammála honum. fréTTaBLaðið/Tihi jovanovic