Fréttablaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 66
MARKAÐURINN
Útgáfufélag: 365 – prentmiðlar RitstjóRi: Hafliði Helgason RitstjóRn: Eggert Þór aðalsteinsson, Hólmfríður Helga sigurðardóttir, jón aðalsteinn Bergsveinsson, jón skaftason, óli
Kristján ármannsson auglýsingastjóRi: anna Elínborg gunnarsdóttir RitstjóRn Og auglýsingaR: skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AðAlsími: 550 5000 símBRéf: 550 5006 nEtföng:
ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEffang: visir.is umBROt: 365 – prentmiðlar PREntVinnsla: ísafoldarprentsmiðja ehf. DREifing: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is markaðinum er dreift ókeypis með fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, suðurnesjum og akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands
byggðinni. markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l
jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
13. desember 2006 mIÐVIKUdAGUr12
s k o ð u n
u M V Í ð A V E R Ö L D
Miklar umræður hafa verið um
stöðu fjármálageirans á Íslandi,
einkum hafa erlendir aðilar verið
duglegir að benda á veika bletti
sem þeir telja sig sjá. Greiningar
hafa birst allt þetta ár bæði um
stöðu bankanna og stöðu íslensks
efnahagslífs. Lang lengst í þess-
um efnum hefur Den Danske
Bank gengið. Gagnrýnin er ekki
málefnaleg nema að litlu leyti og
hún er að stærstum hluta sprott-
in af öfund og samkeppnisástæð-
um. FIH í eigu KB banka hefur
verið að stækka sína hlutdeild á
danska markaðnum, Íslendingar
hafa verið duglegir að kaupa fyr-
irtæki og fasteignir á danskri
grund.
Þetta fer illa í ýmsa Dani,
hvað er gamla nýlenduþjóðin að
vilja upp á dekk?
Greiningar þessar frá erlend-
um aðilum urðu þess valdandi
að kjör innlendra fjármálafyrir-
tækja versnuðu og gengi hluta-
bréfa í fyrirtækjunum lækkaði
mjög frá byrjun mars til loka
júní. Eftir það hefur gengi fjár-
málafyrirtækja þokast upp á við.
Kjör fyrirtækjanna á erlendum
mörkuðum hafa batnað að nýju
og bankarnir hafa lokið lánsfjár-
mögnun fyrir næsta ár að mestu
leyti. Bankarnir tóku til greina
hluta af þessari gagnrýni með því
að minnka hlutabréfastöður sínar
og skera á krosseignarhald.
Afkoma fjármálafyrirtækja
hefur verið mjög góð og arðsemi
eigin fjár með því besta sem ger-
ist á markaðnum.
Síðustu mánuði hefur verið
mjög ánægjuleg þróun þar sem
bankarnir hafa verið að sækja
lán á nýja markaði, Landsbankinn
hefur stóreflt sína innlánastarf-
semi í Bretlandi. KB banki sótti
um 55 milljarða í nýju hlutafé
til erlendra aðila, þar á meðal til
nokkurra stærstu fjármálafyrir-
tækja heimsins.
Ísinn er brotinn, nú munu
mörg þessara fyrirtækja birta
greiningar um KB banka sem
mun auðvelda enn frekari sölu
á hlutafé í bankanum. Jafnframt
mun þetta auðvelda öðrum
íslenskum fyrirtækjum að sækja
hlutafé á erlenda markaði.
Líkur eru til að KB banki muni
nota þetta aukna fé til að kaupa
fjármálafyrirtæki, sennilega í
Austur-Evrópu.
Nýverið opnaði Glitnir útibú
í Kína. Ekki eru mörg ár í það
að kínverska efnahagsveldið
verði stærra en það bandaríska.
Sterkur leikur hjá Glitni.
Sparisjóðirnir hafa verið að
sækja í sig veðrið, einkum á ein-
staklingsmarkaðnum, samein-
ing Sparisjóða Hafnarfjarðar og
Vélstjóra er loks um garð gengin.
Viðskiptavinir í fjármálageiran-
um eru ánægnaðstir með þjón-
ustu sparisjóðanna.
Það má því segja að árið hafa
reynt á þolrif stjórnenda stærstu
fjármálafyrirtækjanna, þeir stóð-
ust prófið og koma sterkari út úr
þessum hremmingum.
Þetta ár hefur því verið lær-
dómsríkt, sóknin á erlenda mark-
aði heldur áfram og eins og oft
er sagt í sportinu, sókn er besta
vörnin.
Fjármálageirinn hefur stækk-
að gífurlega á undanförnum
árum og það sem er ánægjulegast
við stækkunina er að nú kemur
meira en helmingur af tekjum
fjármálafyrirtækja erlendis frá.
Innlendir hluthafar hafa feng-
ið góða ávöxtun á sín hlutabréf
í fjármálafyrirtækjunum og
reyndar mörgum öðrum einnig.
Eðli fjármálafyrirtækja hefur
á nokkrum árum gjörbreyst, nú
fjárfesta bankarnir oftast tíma-
bundið, með sínum viðskipta-
vinum og eru stórtækir á sviði
umbreytinga og samruna fyrir-
tækja.
Fullyrða má að almenningur
hafi notið góðs af þessu, íbúða-
lánavextir hafa sjaldan verið
lægri og aðgangur að lánsfé er
nú allur annar en hann var fyrir
nokkrum árum. Óverðtryggðir
vextir eru alltof háir, en þar
ræður Seðlabankinn för.
Ríkið, við öll, höfum notið góðs
af gríðarlegri hækkun skatttekna
af fjármálafyrirtækjum sem að
stórum hluta kemur af erlendri
starfsemi.
Fjármálageirinn sterkur
Jafet s.
Ólafsson
Stjórnarmaður
VBS fjárfestingar-
banka hf.
o R ð Í B E L G
Greiningar hafa birst allt þetta ár bæði um stöðu bankanna og stöðu íslensks
efnahagslífs. Lang lengst í þessum efnum hefur Den Danske Bank gengið.
Gagnrýnin er ekki málefnaleg nema að litlu leyti og hún er að stærstum hluta
sprottin af öfund og samkeppnisástæðum.
Undanfarin misseri hefur umræða um framtíðarskipan gjaldeyr-
ismála þjóðarinnar orðið sífellt fyrirferðarmeiri. Efasemdir um
núverandi fyrirkomulag hafa orðið meira áberandi og eindregn-
um fylgismönnum krónunnar hefur farið fækkandi.
Þessi þróun er bein afleiðing breytts umhverfis og breyttra
hagsmuna eftir því sem alþjóðlegum fyrirtækjum og fjármála-
stofnunum hefur vaxið fiskur um hrygg. Fleira kemur til, vægi
sjávarútvegs sem hlutfall af landsframleiðslu og útflutnings-
tekjum fer stöðugt minnkandi og áliðnaður og ferðaþjónusta eru
í vexti. Sú breytta mynd sem blasir við kallar á að hagsmunir
okkar til framtíðar séu skoðaðir í ljósi
þróunarinnar í stað þess að líta til
ímyndaðs veruleika sem tilheyrir for-
tíðinni.
Ljóst er að ekki eru allir á einu máli
um hvaða leið ber að fara þegar fram-
tíðarskipan gjaldmiðilsins hér á landi
er annars vegar. Hitt ætti flestum að
vera ljóst að nauðsyn er á upplýstri
umræðu um framtíðarskipan gengis-
mála. Í Markaðnum í dag ritar Björn
Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur
greiningardeildar Landsbankans, ítar-
lega grein þar sem velt er upp mögu-
leikum sem hingað til hafa verið utan
umræðunnar.
Flestir hafa verið þeirrar skoðunar
að upptaka evru sé þá og því aðeins
skynsamleg að henni fylgi innganga
í Evrópusambandið. Sú skoðun hefur
verið vel rökstudd og grundvölluð á
þeim lausnum sem hafa verið settar
fram í umræðunni. Grein Björns er
frjótt og rökstutt innlegg inn í slíka
umræðu og til þess fallin að vekja
frekari vangaveltur um þær leiðir sem
okkur eru færar í gengismálum þjóð-
arinnar.
Leið Björns er virðingarverð tilraun
til að rjúfa evruumræðuna úr sam-
hengi við inngöngu í Evrópusambandið
og skerpa enn frekar á því að geng-
isumræðan er sjálfstæð og þarf að
fara fram á grundvelli framtíðarhags-
muna, án þess að blandað sé inn í hana
öðrum þáttum sem lúta að aðild að
Evrópusambandinu og fullgildri þátttöku í myntbandalagi þess.
Líklegt er að Evrópusambandsaðild sé það sem við okkur mun
blasa á endanum. Lausnir á skipan gengismála kunna í náinni
framtíð að verða meira aðkallandi fyrir þjóðina en aðrir þættir
sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Verði svo, er mikil-
vægt að velt hafi verið upp sem flestum frjóum öngum þeirrar
umræðu. Grein Björns er því mikilvægt innlegg í þroskaða og
yfirvegaða umræðu um einhverja mikilvægustu efnahagshags-
muni þjóðarinnar á komandi árum.
Umræðan um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar ein sú
mikilvægasta á komandi misserum:
Mikilvægt að halda
umræðunni frjórri
Hafliði Helgason
Fáir syrgja einræðisherra
Economist | Fjölmiðlar víða um heim hafa skrifað
eftirmæli um Augusto Pinochet, fyrrum einræð-
isherra í Chile, sem lést á herspítala í Santiago á
sunnudag. Breska vikuritið Economist segir fáa
syrgja einræðisherrann sem steypti lýðræðis-
lega kjörinni vinstristjórn
Salvadore Allende af stóli
árið 1973 og réð svo með
harðri hendi næstu 17
árin. Pinochet var 91 árs þegar hann lést og hefur
Economist eftir aldraðri konu í Chile að löngu hafi
verið kominn tími á að almættið kallaði einræðis-
herrann fyrrverandi til sín. Rödd konunnar virðist
einkennandi fyrir þá sem muna eftir blóðugri
valdatíð Pinochets, sem sagður er bera ábyrgð á
dauða þúsunda andstæðinga sinna og hafa látið
pynta tugi þúsunda. Þá er Pinochet gefið að sök að
hafa stungið undan 27 milljónum bandaríkjadala
eða tæplega 1,9 milljörðum íslenskra króna, á
bankareikninga í eigin nafni í erlendum bönkum.
Pinochet var handtekinn í Lundúnum í Bretlandi
árið 1998 og reynt að færa hann í hendur réttvís-
innar. Það tókst ekki og vísað til þess að Pinochet
væri of hrumur, elliær og of veikburða til að svara
fyrir sakir sínar. Töldu því margir að hjartaáfall-
ið, sem hann fékk fyrir rúmri viku, væri enn ein
brellan til að komast hjá því. Svo reyndist ekki
vera.
Súrir yfir vægum dómi
Fortune | Og enn um fjármálasvik og dómstóla
því mörgum þykir súrt hversu vægan dóm Andy
Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orku-
risans Enron, fékk fyrir aðild sína að stórfelldum
fjársvikum og bókhaldsbrotum til að láta sem
Enron skilaði
hagnaði þegar
raunveruleik-
inn var annar.
Bandaríska tímaritið Fortune segir Fastow hafa
átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm en
hann mun hafa gert samkomulag við dómstóla um
samvinnu og náði dóminum með því móti niður í
sex ár. Að sögn Fortune mun samkomulagið hafa
falist í því að Fastow nafngreindi þá aðila hjá
ýmsum bönkum og fjármálastofnunum, sem áttu
hlutdeild í því að hjálpa Enron við að lifa í lygi
og fela jafnvirði 2.900 milljarða króna skuldahala
fyrir hluthöfum.
Fortune segir sömuleiðis að Fastow geti stytt
dóminn enn frekar, eða niður í fimm ár. Það er
einungis hægt fari hann í afvötnun en Fastow er
sagður háður róandi lyfjum. Lái honum hver sem
vill en Enron-málið mun hafa reynt á flesta sak-
borninga. Er skemmst að minnast örlaga Kenneths
Lay, fyrrverandi forstjóra Enron, sem átti yfir
höfði sér áratuga fangelsi. Hann lést af völdum
hjartaáfalls í sumarhúsi sínu í júlí.
sú breytta mynd
sem blasir við kall-
ar á að hagsmunir
okkar til framtíð-
ar séu skoðaðir í
ljósi þróunarinnar í
stað þess að líta til
ímyndaðs veruleika
sem tilheyrir fortíð-
inni ... Líklegt er að
Evrópusambands-
aðild sé það sem við
okkur mun blasa á
endanum. Lausnir á
skipan gengismála
kunna í náinni fram-
tíð að verða meira
aðkallandi fyrir þjóð-
ina en aðrir þættir
sem fylgja aðild að
Evrópusambandinu.