Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 5
RÉTTUR
133
„Kvœðið um
stormfuglinrí‘
var ort í mars 1901 sem loka-
kafli sögukvæðis, er lieitir
„Vorlög, hugarflug". — Rit-
skoðenilur keisarastjórnarinnar
liöfðu bannað fyrri hlutann,
cn hann var þó afritaður á
laun og barst víða. En lokakafl-
inn slapp af tilviljun við bann-
ið. Lögregluþjónn einn skrifaði
yfirmanni sínum um „Vorlög"
eftirlarandi:
„í april-hefti „Zjizn" átti að
prenta sögu eftir Pesjkov (þ. e.
Gorki), er heitir „Vorlög". Er
þar lýst nútímanum, tímanum,
þegar meðvitundin vaknar á
ný í þjóðfélaginu. Sagan gerist
í fuglaríkinu, sem skift er í tvær kynslóðir, aðra íhaldssama og gamla, hina
unga og frclsisþrcyjandi. Einn söngfuglinn, fulltrúi ungu kynslóðarinnar,
syngur ákaflega æsandi kvæði „Um stormfuglinn". Sjálf sagan var bönnuð
af ritskoðuninni, en „Kvæðið um ,,Storrnfuglinn“ var prenlað í apríl-hefti
tímaritsins „Zjizn" í ár".
í einum af fyrstu fjölrituðu útgáfunum af „Vorlögum" er eftirfarandi at-
hugascmd: „Frá ritstjórninni. Útgáfan á síðasta verki M. Gorkis gefur rúss-
neskum lesendum tækifæri til þcss að lesa „Vorlög" öll. Það sem prentað
er af þeim er aðeins hluli af þessu hugarflugi, sem „fyrir yfirsjón ritskoðun-
arinnar heima" var birt í tímaritinu „Zjizn" 1901. I>ar sem ekkert málfrelsi
er í Rússlandi, er svo unaðslegt verk, svo hrífandi leikur sem „Vorlög" i
argusaraugum ritskoðaranna bölvaldur, sem „spillir" og „skelfir" máttar-
stoðir þjóðfélagsins. Takmark vort er að berjast gegn oki ritskoðunarinnar.
I>að er vor heita þrá að kynna samborgurunum hið fagra, unga og þrótt-
mikla, sem blýantur ríkisstjórnarinnar, strikaði út og kallað er „hættulegt"
og „skaðlcgt" og „citur frelsisins" fyrir huga rússneskra þræla."
Þegar „Kvæðið um stormfuglinn" var prentað, lét ritskoðari keisarans af-
rita það og bætti við: „Þetta kvæði hefur haft mikil áhrif meðal bókmennta-
fólks, er tilheyrir ákveðinni stefnu og það er farið að kalla Gorki sjálfan eigi
Maxim Gorkij