Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 26

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 26
154 RÉTTTJB verið í styrjaldir og vopnabúnað varið til almenningsheilla, þá verður á furðu skömmum tíma unnt að bægja hungurvofunni frá dyrum þess meirihluta mannkyns sem enn í dag býr við nið- urlægingu skorts og kúgunar. Þetta er það sem allir heilvita og heiðarlegir menn skilja nú og vilja, jafnt í austri og suðri sem vestri og norðri. Lífsvilji manna fer ekki eftir neinni kompásnál, heldur vitsmunum, hjartalagi og hagsmunum. En þótt stríðsvitfirringarnir séu fáir, þá er vald þeirra enn svo víðtækt og rótgróið að við hentug tækifæri gætu þeir hleypt heiminum í bál á svipstundu. Það er þessi staðreynd, þessi gífur- lega hætta, sem nú setur svip sinn á öll heimsmálin. Jörðin líkist húsi, þar sem íbúarnir verða að hnitmiða hvert skref sitt og orð, því það er brjálaður maður í húsinu sem getur sprengt það í loft upp hvað lítið sem út af ber. Vandinn er að ná vopninu úr hendi sjúklingsins og koma því fyrir á öruggum stað áður en hann varpar því frá sér í einhverju kastinu. Þetta vissu allir sem þátt tóku í ráðstefnunum í Genf, þetta vita jafnt amerískir og rússneskir sem íslen2kir verkamenn og bændur — þetta vitum við öll hvar í heiminum sem er. Af þessu leiðir að nú hljótum við að vega og meta öll sam- skipti manna og þjóða út frá gerbreyttum forsendum — for- sendum hinnar nýju aldar, atómaldarinnar. Það verður ekki hægt að skera framar úr misklíðarefnunum með vopnaviðskiptum, heldur verður að leita samkomulags. Að öðrum kosti vofir glöt- unin yfir báðum aðilum jafnt. Staðbundnar skærur og uppreisn- ir kunna að vísu að blossa upp hingað og þangað enn um sinn. En tími heimsstyrjaldanna ætti að vera liðinn hjá — og að vísu um leið tími þeirrar snöggu heimsbyltingar sem eitt sinn var von hinna kúguðu. Þar með ætti kalda stríðinu að slota, hinni gífurlegu aðfaraspennu atómaldarinnar að linna. Vafalaust væri jörðin nú þegar orðin kjarnorkunni að bráð ef sósíalisminn hefði afneitað veruleikanum að dæmi vopnavalds- ins. Báðar heimsstyrjaldirnar útvíkkuðu svið hans svo gífurlega að samkvæmt ályktunarvenjum kapítalisma hefði enginn átt að vera áfjáðari í þriðju heimsstyrjöldina en einmitt hann. Engu að síður hefur hann verið hin staðfasta forusta friðaraflanna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.