Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 54
182
RÉTTUR
leg ákvörðun um framboð tekur miðstjórnin með samkomu-
lagi þeirra, sem hana skipa.
Þingmenn þeir, sem kosnir verða á vegum bandalagsins
skulu mynda með sér þingflokk. Skal hann starfa í sam-
ráði við miðstjórnina og verkalýðssamtökin samkvæmt
stefnuskrá, sem í meginatriðum er byggð á stefnuyfirlýs-
ingu Alþýðusambandsins.
Endurskoðun liernámssamningsins
Rétt áður en þingi var slitið fyrir páskana lögðu fulltrú-
ar Framsóknar og Alþýðuflokksins í utanríkisnefnd fram
tillögu um endurskoðun hernámssamningsins á þessa leið:
„Stefna íslands í utanríkismálum verði hér eftir sem
hingað til við það miðuð að tryggja sjálfstæði og öryggi
landsins, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir og
að íslendingar eigi samstöðu um öryggismál við nágranna-
þjóðir sínar, m.a. með samstarfi í Atlantshafsbandalaginu.
Með hliðsjón af breyttum viðhorfum síðan varnarsamn-
ingurinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsinga
um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartímum,
verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var
tekin upp, með það fyrir augum, að Islendingar annist
sjálfir gæzlu og viðhald varnarmannvirkja — þó ekki
hernaðarstörf — og að herinn hverfi úr landi. Fáist ekki
samkomulag um þessa breytingu, verði málinu fylgt eftir
með uppsögn samkv. 7. gr. samningsins“.
Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Finnbogi R. Valdimarsson,
lagði fram tillögu, þar sem skýrt og afdráttarlaust var
kveðið á um að herinn skyldi fluttur á brott fyrir 5. maí
1957, en felld niður viljayfirlýsingin um þátttöku íslands
í Atlantshafsbandalaginu og réttlætingin á utanríkisstefnu
undanfarinna ára. Tillaga hans var á þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að æskja nú þeg-
ar endurskoðunar þeirrar, sem gert er ráð fyrir í 7. grein
varnarsamnings milli Islands og Bandaríkjanna frá 5. maí