Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 37
RÉTTUR
165
fýsi og þrautseigja verkfallsvarðanna, sem lögðu nótt við
dag, var frábær- Það hafði einnig úrslitaþýðingu að nú
var dugandi stjórn í Alþýðusambandinu, sem ekki var and-
stæð verkfallsmönnum, eins og oft hefur verið raunin á
í stórátökum áður, heldur studdi þá á alla lund með ráðum
og dáð.
Frumkvæði Alþýðusambandsins um
samstarf vinstri flokkanna
Síðastliðið vor sendi stjórn Alþýðusambandsins Alþýðu-
flokknum, Sósíalistaflokknum, Þjóðvarnarflokknum og
Framsóknarflokknum bréf, þar sem þess er farið á leit við
flokkana að þeir velji fulltrúa af sinni hálfu til þess að ræða
við Alþýðusambandið um möguleika þess að komast að
samkomulagi um myndun ríkisstjórnar er nyti stuðnings
hinna vinnandi stétta.
Fulltrúar frá öllum þessum flokkum hafa átt nokkrar
viðræður við stjórn Alþýðusambandsins. Fulltrúar frá
Alþýðuflokknum fengust þó ekki til viðtals fyrr en í
febrúar.
Um mánaðamótin nóvember-desember var birt í tíma-
riti Alþýðusambandsins stefnuyfirlýsing, er stjórn þess
hafði sent flokkunum í framhaldi af bréfinu og með skýr-
skotun til einróma samþykktar síðasta Alþýðusambands-
þings í atvinnumálum og þjóðmálum. Var tekið fram að á
þessa stefnuyfirlýsingu bæri að líta „sem umræðugrundvöll
fyrir myndun ríkisstjórnar, er verkalýðssamtökin geti veitt
traust og stuðning".
Stef nuyfirlýsingin var á þessa leið:
„I. Grundvallaraðgerðir:
1. Samstarfi sé komið á milli úkisstjórnar, verkaljðssamtaka,
samvinnuhreyfingar, bændasamtaka og allra annarra aðila í at-
vinnurekstri, viðskiptum og útflntningi, sem þátt vilja taka í slíku