Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 11

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 11
RÉTTUB 139 og fegna af hverju því verki sem við vinnum. Það er holt að minnast þess að trúin á Island og sannfæríng þess að við værum skapaðir sjálfstæð þjóð, var stundum aleiga íslendínga. Þó við hefðum leyft purkunarlausum valdamönnum að spila öllu af okkur þángaðtil við stóðum uppi sem ein vesölust þjóð Evrópu hagsmunalega séð, og lifðum í moldarholum einsog refir eða mýs, þá var þó einn þáttur í þessari litlu fátæku þjóð sem aldrei brast, sannfæríngin um tilverurétt okkar, vissan um að við værum sjálf- stætt fólk, dómgreind sem gerði fyrirskipanir útlendínga að hlægi- legum bjálfaskap á Islandi, — meira að segja á tímum meðan Island var kallað hjáland annars lands og þjóðarhagur vor háður dutlúngum nýlendustjórnar. A miðöldum, er erkibiskupar seildust hér til valda í nafni guðs, og sendu híngað bréf frá útlöndum um það hvernig íslendíngar ætm að sitja og standa í landi sínu, þá var hér fyrir í landinu þjóðlegur siðferðisstyrkur hverju erlendu valdboði meiri, sá sem lýsir sér í orðum höfðíngjans Jóns Lofts- sonar þegar honum var boðaður vilji erlends valdamanns um það hvernig hann ætti að haga sér á Islandi og hverjum að þjónkast í heiminum; þá svaraði hann þeim orðum sem síðan hafa staðið næst hjarta sérhvers framlegs manns og sæmilegs dreings á íslandi: „Heyra má ég erkibiskups boðskap," sagði þessi gamli oddaverji, Jón Loftsson. „En ráðinn em eg í að hafa hann að aungvu. Og eigi hygg ég að erkibiskup vilji bemr né viti en mínir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans." Utlent valdboð fær ekki snert þann mann né þá þjóð sem hefur ágæti forfeðranna sér að siðferðilegum bakhjalli og leiðarvísi í vandamálum líðandi stundar. Sjálfstæðiskendin og sannfæríng manns um manngildi sitt er þesskonar verðmæti andlegt, sem ekkert valdboð megnar að skerða, og ekki líkamlegar hirtíngar hafa mátt til að brjóta, jafnvel ekki hlekkir, hvort heldur þeir eru gerðir af járni ellegar eru þjóðmegunarlegs eðlis. Játast aldrei undan því sem vér vitum að er rétmr í þessu landi og rétmr þessa lands: — það er sjálfstæði. Þó við byggjum öldum saman sem ölmusumenn í moldarbíngjum eins og ég sagði áðan, þá vorum við sjálfstæðir og fullvalda að því leyti sem við viðurkenndum ekki í hjarta okkar að nokkur útlendur landstjórnarmaður, erki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.