Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 56
184
RÉTTUR
máli um það, að af hálfu Framsóknar og Alþýðuflokksins
væri hér einungis um kosningabragð að ræða. Kom þessi
skoðun ekki sízt fram í bandarískum blöðum, en jafnframt
mikill kvíði um það, að þetta kynni að vera fyrirboði stærri
tíðinda. Tóku afturhaldsblöðin strax að ræða um það, að
sjálfsagt væri að Bandaríkjaher yrði kyrr á Islandi í trássi
við Alþingi og ríkisstjórn Islendinga, jafnvel þótt samn-
ingurinn yrði felldur úr gildi á löglegan hátt. Önnur amer-
ísk blöð fullyrða að uppsögn hernámssamningsins og brott-
för hersins komi því aðeins til framkvæmda, að „kommún-
istar“ vinni á í kosningunum.
Nýir sjómannasamningar
28. janúar tókust samningar milli samninganefnda sjó-
mannafélaga innan Alþýðusambands Islands og Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna. Samkvæmt þeim hækk-
ar verð á þorski (slægðum með haus) úr kr. 1.22 í kr. 1.30.
Verð á öðrum fisktegundum hækkar einnig nokkuð til sam-
ræmis við það. Samningur þessi tekur til sjómannafélaga
innan Alþýðusambandsins að undanskildum Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn, en sjómannafélögin á þeim stöðum
höfðu áður komizt að miklu betri samningum en giltu ann-
arstaðar. Var þessi hækkun gerð til samræmis við þá staði,
en enn mun þó nokkuð á skorta að fullt samræmi hafi
náðst.
6. febrúar var undirritaður nýr samningur um kaup og
kjör á togurum. Samkvæmt honum hækkar grunnkaup tog-
arasjómanna um allt að 17%. Ennfremur var samið um
hækkun á aflaverðlaunum og nokkra hækkun á fiskverði.
Orlof lengist í samræmi við samninga verkalýðsfélaganna
í vor. Eru þessar hækkanir nokkuð hliðstæðar þeim hækk-
unum sem verkamenn fengu eftir verkföllin í vor.