Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 32
160
RÉTTTJR
um leið og þetta er viðurkennt ber að gæta þess að kringum-
stæðurnar hjálpuðu til að 'forða fjöregginu frá glötun. Nú eru
þær kringumstæður ekki lengur fyrir hendi. í stað þess varnar-
múrs sem hin hræðilega einangrun vissulega var, stendur nú um-
heimurinn opinn upp á gátt og áhrif hans, ill sem góð, flæða
innst upp í dali og yzt út um nes. Þessi staðreynd hefur ekki látið
sig án vitnisburðar. Hún er einmitt meginorsök þess að alþýða ís-
lands hefur leyft að þjóðfélag hennar yrði gert að galihúsi.
Nú kynni enn að verða spurt: en varsm ekki að tala um það
áðan að andleg mennt, bókmenntir og listir, hefði aldrei staðið
með meiri blóma en nú? Vissulega — hvað magn og fjölbreytni
snertir er þar varla um neinn samanburð að ræða — um gæðin
og varanleikann á samtíminn auðvitað alltaf erfitt með að dæma.
En hversu mikill sem blóminn í fjöreggi okkar annars kann að
vera virðist þar sá gallinn á að hann hafi skort afl til að bægja
frá þeim „Iæpuskap og ódyggðum" sem flætt hafa með eykjum
að þessu landi í seinni tíð.
Skáldskapurinn var sú höfuðgrein andlegrar menntar sem
feður okkar skákuðu gegn hungrinu um aldir með þeim árangri
sem raun ber vitni. Eg held að það sé ekki vegna þess að þetta
vopn sé lélegri smíð en áður sem bit þess virðist nú bregðast
í stríðinu um líf þjóðarinnar. Eg held að það sé einfaldlega vegna
þess að fólkið, íslenzk alþýða, gefi sér ekki tíma til að eignast
það og beita því af þeirri einlægni og skerpu sem til þarf ef það
á að vera áhrifaríkt tæki jafnt til sóknar sem varnar.
Vera má að í verkum okkar beztu skálda sé íslenzk tunga nú
fegurri en nokkru sinni fyrr. En þeirra verk eiga sinn kjarna í
gerólíkri reynslu horfinna kynslóða. Þessvegna gemr tungan
eigi að síður verið í mikilli hættu af þeirri ástæðu einni. Is-
lenzka atómaldarinnar verður að sækja sitt líf í brjóst ykkar,
hinnar nýju kynslóðar. Þið verðið að gefa henni nýtt innihald ef
fjöreggið á ekki að bresta. Það er sem sé búið að ónýta fyrir
okkur mörg dýrmætustu orð tungunnar, falsa og afskræma hug-
tökin, firra þau sínu hugsjónalega gildi, svipta þau hinum siðlega
kjarna.
Hvað táknar orðið frelsi í landi þar sem einn aðalatvinnuveg-