Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 27

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 27
BÉTTUB 155 heiminum. Þetta er að vísu mjög eðlilegt, því sósíalisminn hefur aldrei verið nein dauð erfikenning né blind réttlína, eins og fjend- ur hans hafa reynt að telja fólki trú um, heldur þaulhugsuð, markvís barátta fyrir fullkomnara mannlífi. Herská vígorð hans og athafnir í frelsisbaráttu undirokaðra stétta og þjóða hafa ævinlega verið brennandi nauðsyn dagsins. En hann hefur sífellt beygt sig fyrir staðreyndum — skipt sí og æ um viðhorf og að- ferðir eftir því sem augnablikið jafnt sem þróunin hafa krafizt. Þessvegna gnæfir nú það hlutverk hans öllu ofar að bjarga hús- inu úr klóm brjálaða mannsins, heiminum úr viðjum vopnavalds- ins — freista samstöðu við hvern þann sem ekki vill deyja. I þessu nýja andrúmslofti friðarstefnunnar verðið þið nú að hasla ykkur völl. En í guðanna bænum, haldið þó ekki að nú sé allri baráttu lokið: allt komi hér eftir af sjálfu sér „að handan" — það sé bara að bíða eftir því sem að manni er rétt. Að vísu orka nú heimsviðburðir meira á þróun íslenzkra þjóðmála en nokkru sinni fyrr. Eigi að síður verðum við sjálf að smíða okkar eigin örlög eins og jafnan áður ef við viljum lífi halda. Það er hægt að drýgja sjálfsmorð með fleiru en atómsprengju. Þjóðir geta líka farizt í friði. Það er enn örðugra að vinna frið en stríð. ★ Eg vildi óska að það væru eintóm elliglöp að mér sýnist sem verið sé sem óðast að hrekja okkur Islendinga fram á heljarþröm — jafnvel þó sjálf stríðshættan sé látin liggja milli hluta. Þetta hljómar náttúrlega í fljótu bragði eins og hrein öfugmæli. Höfum við nokkurntíma búið við betri lífskjör en einmitt nú? Hafa framleiðslutækin nokkurntíma verið fullkomnari? Hafa verk- legar framkvæmdir nokkurntíma verið meiri? Hafa skilyrðin til þekkingar og mennta nokkurntíma verið betri? Hafa Jistir og bókmenntir nokkurntíma staðið með meiri blóma? Þannig mætti lengi spyrja og ég hygg að flestir mundu svara á einn veg: nei — svei mér sem við höfum nokkurntíma áður haft það svona gott! En hvað er þá að? Aðeins eitt er að: það er búið að gera þjóð- félag okkar að galihúsi, eins og Kiljan mundi orða það — það er sem sagt brjálaður maður í húsinu, einnig hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.