Réttur


Réttur - 01.06.1955, Síða 64

Réttur - 01.06.1955, Síða 64
192 RÉTTTJR I Það er því ekki, eins og í fljótu bragði kann að sýnast. ein- tóm grimmd og mannvonzka, sem keyrt hefir Evrópuþjóðirnar út í þetta voða-stríð, heldur þær lífsreglur, sem þær hafa skapað sér, það skipulag, sem þær hafa sjálfar sett um lífsskilyrðin, um aðgang að gæðum náttúrunnar og hagnýtingu þeirra, í stuttu máli, um ábúðina á þessum jarðarhnetti, sem mannkyninu hef- ir verið fenginn til ábúðar og afnota, til þess að framfleyta líf- mu á. Það er sérréttinda- og útilokunarskipulagið, sem ekkert á skylt við virkilegt réttlæti, jafnrétti, mannúð og mannfrelsi, eða nokkur þau grundvallaratriði þess siðalögmáls, sem menn- irnir þó í orði kveðnu viðurkenna, og þykjast fylgja. Þetta er hin sanna og dýpsta orsök stríðsins.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.