Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 25
RÉTTUR
153
hreyfingar á Islandi, heldur og þjóðarinnar allrar — svo fram-
arlega sem okkur kemur saman um að sósíalismi sé það sam-
félagsform sem heyrir framtíðinni til. Ykkar ábyrgð er því kannski
enn þyngri en okkar gömlu skarfanna. Það eruð þið, sem hafið
vaxið inn í atómöldina á ykkar mótunarskeiði, fyrirheit hennar
jafnt sem váboðar hljóta að hafa runnið ykkur dýpra í merg og
blóð en okkur sem eldri erum, þið eigið þá fersku persónulegu
reynslu sem okkur hefur ef til vill skort skilyrði til að meðtaka
— atómöldin er því fyrst og fremst ykkar öld og það er ykkar
sérstaka hlutverk og skylda að leysa ráðgátur hennar og vanda-
mál.
★
Við skulum þá fyrst líta á umheiminn. Það hefur verið mikil
tÍ2ka í kalda stríðinu að skipta honum í tvo afmarkaða og and-
stæða hluta: austur og vestur, sósíalisma og kapítalisma, friðar-
þjóðir og stríðsþjóðir. Nú er þessi skipting orðin úrelt. Atómöldin
er þegar búin að rífa járntjaldið ofan frá og niður í gegn og þar
með stilla valinu svo skýrt upp fyrir öllu mannkyni að ekki er
lengur um neitt að villast: annaðhvort friðf/r og velmegun ellegar
stríð og tortíming.
Fyrra sjónarmiðinu fylgja ekki einungis þjóðir sósíalismans
og flokkar hans út um öll lönd, heldur einnig meginþorri allra
þjóða hvar í heiminum sem eru. Seinna sjónarmiðið aðhyllast
ekki nema tiltölulega fáir vopnasalar og stríðsgróðamenn sem
virðast þess albúnir að myrða allt mannkynið um leið og þeir
verða að gefast upp sjálfir. Þessum forhertu reyfurum fylgja
svo vesalingar þeir sem orðnir eru það fjötraðir og blindaðir í
afsiðunarstofnunum kapítalismans að „þeir vita ekki hvað þeir
gera". Þetta held ég að sé sannleikurinn í málinu. Hversvegna ætti
líka nokkur heilbrigð manneskja, hvað þá heilar þjóðir, að hafa
tilhneigingu til að fyrirfara sér einmitt á morgni þeirrar aldar
sem gefur glæsilegri fyrrheit en nokkur önnur í sögu mann-
kynsins?
Takizt að gera atómöldina að friðaröld og verði tæknimenn-
ingin hagnýtt til hins ítrasta og þeim óhemju auði sem sóað hefur